fimmtudagur, september 23, 2004

Hjónaball

Hjónaball.....ansk....já eins og þið sjáið þa er ég í hjónaballsnefnd og á að elda mat og semja skemmtiatriði. Og eins og þið vitið þá er ég ekki mikið fyrir að fara upp á svið og fara með skemmtiartiði
Þannig er þetta skemmtiatriði sem ég á að fara með uppi á sviði. Þetta er að fara svooo mikið með mig að ég er búin að fá migreni og stressköst. Og það finndnasta við þetta allt saman er að þetta á ekki að vera svona mikið mál. Þetta er bara gaman þegar við erum að funda en svo fer maður að hugsa og þá er þetta ekki eins gaman
Já hjónaball uppfinnig frá heilvíti ef að þú ert í nefndinni.....annas alveg ljómandi skemmtun.
Maður borðar góðan mat og horfir á sveitungana sína gera sig að fíflum (semsat ég í þetta skiptið) og svo er ball á eftir og þá förum við öll að dansa og bara smá að sötra þannig er það nú.
Þetta var lýsinginn á hjónaballinu. Takk fyrir.

sunnudagur, september 19, 2004

Dugleg

Alltaf jafn dugleg í þessu það er nú ekki af því skafið.
Jú ég hef eitt til að rífast um og það er það að mér finnst heilv.... hart að vera nýkomin heim frá Danmörku og þar var um 20 stiga hiti og heim í rok og rigningu og svo stuttu seinna sliddu þetta er nú bara ekki fer. Það á að vara mann við þessu með allavega mánaða fyrirvara.

fimmtudagur, september 09, 2004

Taka þrjú og annsk.....

Það er nú alveg greinilegt að ég er bara nörri ekki tölvunörri.....var búin að skrifa helling í taka tvö enn ekkert kom þannig að ég ætlaði bara að segja að ég væri komin úr danaveldi í gráann hversdagsleikann það var nú bara það sem ég ætlaði að segja.....Að ég hafi farið út í þetta.....jæja ég verð bara að reyna

Taka tvö

sunnudagur, september 05, 2004