fimmtudagur, júlí 27, 2006

Frídagur....já í dag hef ég verið í fríi. Fór til Akureyrar með Snjóku frænku minni og dóttur hennar. Ferðin var farin til að fara í klippingu en aðalega var eytt pening eins og ég er rosalega góð í að gera. Fór í klippingu hjá Guðnýju sem er alveg frábær hárgreiðslukona.

Held að ég verði að hætta að segja að knatspyrnumenn séu ónítir fyrir neðan mitti...sagt var í fréttum að fótbolti sé bestur fyrir skyrkingu á beinum þannig að hér verð ég að viðurkenna að það sé gott að spila fótbolta...þó að það sé erfitt að viðurkenna.

Veðrið er búið að vera frábært...að vísu hef ég farið til Akureyrar núna með 6 daga millibili og í bæði skiptin hefur veðrið hjá mér verið alveg frábært þannig að maður fer léttklæddur í kaupstað en svo þegar til Akureyrar er komið þá er bara skíta þoka og leiðindi...þannig að maður verður að eyða pening í peysu eða eitthvað svoleiðis...æææ...

Jæja þá er ég hætt....sæl að sinni.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Nýja tölvan mín er flott...

Nýja tölvan mín er flott...núna þarf bara nafn á hana...er ekki alveg að finna út hvað hún á að heita ennþá. Er að verða doldið föl af þreytu en það er alveg að koma að því að ég get slappað af þó að ég sé í skóla og með mikinn heimalærdóm þá er það samt þannig að ég er ekki að trampa 11-12 tíma á dag.

Það er alveg að koma að því að ég þurfi að pakka og ég veit ekki hvað ég á að taka með mér...allavega að muna að taka með mér nærbuxur...ekki eins og sumir sem gleyma þeim þega þeir flytja til annarra landa...hehe...nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu hennar er Þórey...hehe...já nærbuxur eru nú það fyrsta sem mun fara niður í tösku hjá mér...fyrst að þetta fór svona hjá henni Þóreyju.

Núna sit ég heima og nýt þess að pikka á nýju tölvuna mína sem mun ekki henda mér út af netinu eins og gamla tölvan sem við vorum með í vetur...mér finnst þetta skrítið...maður ákveður að kaupa tölvu...fær mynd og fer með hana í tölvubúð og segir " ég vill fá þessa tölvu" og svo skrifar maður á nokkur pappaspjöld og tölvan kemur heim...já ekkert mál... þangað til að vísareikningurinn kemur næstu 15 mánuði...já það er ekkert mál að henda sér í skuldir...

Jæja Blíðan kveður í bili og óska öllum góðan dag....tata...

mánudagur, júlí 10, 2006

Hallúúú

Já halló!!!!
Er mætt í höfuðborgina til að fara í mælingu til að fá nýjan skólabúning...já ég veit...skólabúnig... hættiði að ímynda ykkur að það séu háir sokkar og stutt pyls....já nei það er ekki þannig...bara svartar buxur og hvítur sloppur.....

Er að vinna í Laugabæ...veitingarstðaurinn á Laugum...og svo eru bara 4 vikur og þá er maður bara fluttur í spillinguna til að læra að þrífa sig (eins og pabbi minn segir) og þá verða við Dóa miklu sætarin en við erum....þó að það sé nú ekki hægt...

Þá er ég búin að blogga doldið og tjái mig smá seinna...Öruggleg miklu seinna...bý á steinöld og ekkert netsamband.