föstudagur, september 30, 2005

5 tilgangslausar staðreinir um mig...

5 tilgangslausar staðreinir um mig...
1. Þegar ég var ungabarn þá fauk vagnin sem að ég svaf í niður 1 1/2 m stall. En ég svaf bara en að vísu svoldið skrítin eftir það.
2. Ég átti bangsa sem að ég skírði Hallbjörn eftir einhverjum húsvíkingi.
3. Þegar ég og vinkonur mínar 2 bjuggum saman í Reykjavík var sunnudagssteikin slátur & lifrapylsa.
4. Ég hef ótrúlega gaman af jólunum og er farin að bíða eftir að þau komi.
5. Já og síðast en ekki síst þá fékk ég 7 í enskuprófinu.

Þá er það komið og ég er að hugsa um að klukka....hum....Þóreyu og Magga, Ólöfu frænku mína og Didda(Kristinn Inga)
Takk fyrir þetta Dóa :)

mánudagur, september 26, 2005

Það er að koma próf

Já það er að koma próf í ensku hjá mér á morgum og það er þokkalegt stress yfir því vegna þess að þó að maður skilji alveg slatta í talmáli þá er maður ekki góður í stafsetningunni sem að kennaranum finnst að manni ætti að takast að gera þokkalega.
Það er bara snjór hérna á norðurhjara og manni finnst það ekki sangjarnt því að ég var alveg viss um að það væri góður september en eithvað mistókst í minni spá. Greinilegt að það er bara öfugt við það sem að ég held.

Hermanni finnst þetta alveg frábært...hann hefur þá mikið að gera og getur grætt á tá & fingri. Sem er að vísu gott fyrir mig því að ég get eithvað eitt peningunum hans því að ég fæ enga....ekki gott að vera skólastelpa. Neibb bara alls ekki. En það borgar sig samt því að eftir nokkra mán verð ég komin suður og læra þar ef að allt gengur upp hérna í FL.

Jæja ætli það sé ekki best að hætta...er að fara í skólann. Fleiri fréttir síðar frá Blíðunni...
Jú annas Blíða er ólétt...þannig að það verða bara hvolpar í jólagjöf :)

sunnudagur, september 18, 2005

Það er farið að snjóa

Það er farið að snjóa og mér finnst það bara allt í lagi....maður er orðin svo mikill busness dama að maður vill bara að maður geti fengið einhver dekkjaviðskipti og reynt að græða á sveitungum mínum....svo fær maður samviskubit yfir því að vera svona gráðugur....en verður maður ekki að vera svona ef maður á að gera rekið fyrirtæki.
Svo er líka annar kostur......kannski eru einhverjar líkur á því að maður geti farið og keyrt snjósleðann sinn ef að það heldur áfram að snjóa....ekki vitlaust það.

Skólinn gengur ágætlega en samt er doldið erfitt að þurfa að fara að skrifa ensku aftur það er bara rugl...maður klikkar alltaf á þessum smáu orðum, þannig að maður fær út blóðugt blað til baka vegna þess að kennarinn kláriði bleika pennan í að leiðrétta hjá manni...
En þetta er nú ekki svo slæmt nema að ég held að hann sé með smá spes bókmenntasmekk
.....allavega er The Grate Gastby ÖMURLEGA LEIÐINLEG BÓK og það er eginlega allt sem hægt er að segja um hana.....

Núna langar mig bara að fara að fara að djamma það er orðið svo ansk...langt síðan maður gerði eithvað svoleiðis....held bara að það sé að verða öld....manni finnst það allavega.
Mig langar til Reykjarvíkur að rölta Laugarveginn á föstudeigi og fara svo og taka sig til, til þess að fara út að borða og svo á einhvern bar......Já það er langt síðan þetta var gert síðast ....ógeðslega langt síðan.

En það ætti nú kannski að fara að koma að því ef að ég ætla að fara og hitta Dóu í október eða þegar langa helgin er. Já það er nú þanngi þegar maður er nemandi í skóla þá fær maður frið sitt....að maður hafi einhverntíman dottið í hug að það væri svakalegt að vera nemandi þá sé ég að það er miskilningur.

Jæja Blíðan hveður að sinni...

fimmtudagur, september 01, 2005

Fyrsti tíminn

Já núna er hann byrjaður blessaður skólinn...fyrsti tíminn í dag og það var náttúrufræði 103. Það er líffræði væri spennandi ef að það væri ekki fyrirlestur og ritgerðir þá væri þetta allt í lagi en það er það ekki og ég er komin með kvíðahnút yfir þessum fyrirlestri að það liggur við yfirliði. Ef að hann mætti vera eins og ljóðalesturinn sem að ég var með á hjónaballinu (þá las ég upp ljóð í hljóði og það var túlkur sem sagði með tilfinningu hvernig mér leið og hvar ég væri í ljóðinu)það myndi reddast en verð víst að sjá um þetta sjálf... og er farinn að grænka strax...Verst að þú getur ekki reddað því líka Dóa mín...En nóg um það

Get unnið eitthvað með í vetur er núna að stressast yfir því hvort að það er nokkuð of mikið....hvort að ég hafi nógan tíma til að læra...En það kemur bara í ljós....og þá verður maður bara að minka við sig vinnu...hvað sem bossarnir mínir segja þá eða veskið...

Veðrið er farið að batna held að það sé bara af því að það er kominn september og þá er oft gott veður....byrjaði að vísu í gær en ég held að það hafi bara verið vegna þess að það voru bara nokkrir klst. af ágúst. Vona bara að veðrið verði eitthvað svona áfram svo að við getum farið að jeppast upp í Herðubreiðarlindir.

Seinna.