þriðjudagur, maí 29, 2007

Vika í próf c", )

Hvítasunnuhelgin runnin sitt skeið og bara vika í próf.

Það var nú aðeins brasað um hvítasunnuhelgina....við fórum í bíó á Pirates of the Caribbean; At World's end í Smárabíó í Lúxussalnum...og góðir hálsar...þangað á að fara...ég er ekki í þókknun frá þeim...en þetta er staðurinn og það á aftasta bekk...Ég er ekki þekkt fyrir að vilja sitja aftast en það er hægt þarna því að salurinn er ekki það stór. Þarna sat maður bara eins og heima hjá sér og borðaði poppið sitt og kókið var drukkið og maður var bara á sokkunum...alveg frábært. Síðan skelltum við okkur á Uriah Heep
& Deep Purple....og það var náttúrulega alveg snilld...Heep hefði kannski aðeisn átt að fá sér stílista og þá aðalega söngvarinn en Purple hafa þróast...þá meina ég á klæðaburði. Persónulega þá fannst mér meiri kraftur í Heep og þeir tóku öll sín þekktustu lög eins og July Morning og The Wizard og hárið á hálsinum stóð í allar áttir. Purple átti líka sína smelli...eins og Hush og Smoke On The Water. Þannig að þetta var þrusu stuð. Hefði verið gaman að heyra Child in time en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu...Þannig að þetta var virkilega heppnuð helgi..og núna er ég ein í kotinu...það brunuðu bara allir norður um hádeigi í gær og skildu mig eftir til að klára ritgerð og svo koma prófin.

Verklegu prófin byrja á föstudaginn og það byrjar með gervinöglum....og svo er það næsta vika þar á eftir í verkleg próf og svo byrja bóklegu prófin 11 júní og síðasta próf er 18. júní og útskrift 23. júní...vonandi...hehe.

Jæja þá er komið nóg í bili...hafið það gott...knús og kossar héðan úr kotinu....

föstudagur, maí 25, 2007

Efnafræðin búin

Jæja þá er efnafræðin búin, og ég náði...jibbý skibbý...það kom áttan...í lokaeinkun. Svo er komin einkun fyrir könnunina í snyrtifræði það var sex komma eitthvað og svo kom einkun fyrir ilmolíuprófið og það var átta....og það var alveg frábært....vííííí.....það kom mér á óvart.

Síðasi dagurinn snyrtistofunni í dag...og eins og vanalega þá fékk ég ekkert að gera. Nema að skúra og þvo þvott og svara í síma....og þetta kunni ég alltsaman áður en ég byrjaði...ég gat skúrað...þó að það hefði ekki verið vel gert...ég þvoði þvott heima hjá mér....og hef ég talað í síma oft áður en að fór á stofuna.

Um helgina kemur Hermann og þá verður farið á Pirets...síðan verður farið á Purpul & Heep á sunnudaginn...það verður rosa gaman.

Jæja þá er þetta nóg í bili....eigiði góða hvítasunnuhelgi...og bara restina af lífinu.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Evróvísíonkvöld...


Ja hér kemur stutt skýrsla um júróvísjon- kvöldið...það byrjaði með því að sjá Risessuna og Risann og svo héldum við heim og fengum okkur kakó og Balys vegna þess hvað okkur var kalt...hér í vindinum fyrir sunnan. Þannig að ekkert annað í stöðunni en að fá sér eitthvað heitt og gott að drekka. Síðan tókum við okkur til og héldum til Þórirs til að horfa á Júróvísjonkeppnina. Það var rosalega gaman. Við völdum okkur öll lög til að halda með og einnig það sem okkur þótti minnstu (eða með minnstu) líkunum á því að fá 12 stig. Ég valdi Ungverjaland sem flottasta lagið og Svíþjóð sem mér fannst ekki eiga skilið að fá 12 stig. Ungverjaland fékk nokkrum sinnum stig en því miður líka Svíþjóð. Þannig að þegar Ungverjalad fékk stig þá var það sopi og þegar að Svíþjóð fékk 12 stig þá var það skot. Þórir valdi Úkraníu fyrir bæði þannig að hann fékk nokkra sopa. Dóa valdi Finnland til sigurs og Frakkland í 12 stigin. Og Todda valdi Hvíta Rússland til sigurs en Spán til skotanna...og hún þurfti ekki að fá sér eitt skot...sem þýddi að hún var nokkuð klár.

Síðan fórum við á ellefuna og hlustuðum á noska sigurlagið þarna og fórum svo á Kofann...og þá var dansað þangað til að það var tími til að fara heim...

Og þarna fáið þið söguna í stuttu máli...þannig að þangað til seinna....hafið það gott.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Það er komin 1. maí.


Já núna er frí í skólanum vegna þess að það er komin 1. maí...og í þessum pikkuðu orðum er lúðrasveit að labba hér framhjá og berja húðir...já mikil skrúðganga...

Aldrei þessu vant þá fórum við Dóa út á föstudagskvöldið ásamt Þóri. Við skelltum okkur á Dikta tónleika sem voru á Grand Rock...þar spiluðu þeir ásamt Hjaltalín og voru þetta mjög góðir tónleikar. Þarna á tónleikunum hittu við Sólveigu og við skemmtum okkur heldur betur.

Laugadagurinn fór svo í að horfa á Sex and the City hjá mér en að vinna hjá Dóu...alls ekki mikið gert þann daginn

Sunnudagur fó í að vinna ritgerð og labba í kringum drullupollinn.

Jæja búin að segja aðeins frá því sem á daga mína hefur drifið...veira síðar.