mánudagur, desember 19, 2005

Reykjavík

Já núna er ég staðsett í Reykjavík.....nánar tiltekið í 101. Er að bíða eftir því að Elva gellan komi til landsins......hún verður sko aldeilis yfirheyrð um allt sem hún hefur verið að bralla þarna í útlandinu.

Fór á jammið með Dóu og Sólveigu á Nasa þar sem Hjálmar, Mugison og Trabant voru a spila. Það var ógeðslega gaman...Svo fórum við og jömmuðum aðeins meira og svo var farið heim....

Ég er að verða búin að kaupa gjafir fyrir alla.....Já líka þig Todda......en hvort að þú verðir ánægð er bara spurning um hugarástand.....

Fórum út að borða í gærkvöldi á Ítalíu....ég pantaði mér piparsteik vel steikta og hún var ÆÐISLEG....þetta var sko engin 30 ára belja...held að þetta hafi ekki verið með sinar...kannski eru nautin hérna á Suðurlandinu aðrar tegundir en fyrir Norðan :o)

Veðrið hérna í borginni er búið að vera doldi spes.....sól...rigning....stórhríð og allur pakkinn.

Jæja þá er að fara að næra líkamann....Sæl að sinni

sunnudagur, desember 11, 2005

bara dugleg

Já ég er að reyna að vera smá durgleg og gera eitthvað í þessu bloggi.
Já ég er ekki frá því að það séu að koma jól...við vorum að kveikja á jólaljósunum hérna úti hjá okkur í sveitinni.....
Við vorum að skoða 9 daga spá á netinu og það er gjörsamlega brjálað veður um næstu helgi....auðvita það er helgin sem ég og Hermann ætluðum suður og heimsækja Dóu....en þetta er nú í lagi þegar maður á svona góðan bíl eins og ég á.
Annara er nú bara brjálað veður hérna hiti og læti...það er bara afþví að ég var að kaupa mér ný(gömul) skíði á sleðann minn og þau fara bráðum undir....þannig að snjórinn er bara að fara....
Jæja best að fara að læra aðeins meira í ensku fyrir morgundaginn.
Blíðan kveðuur að sinni.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Það eru byrjuð próf

Já það er satt maður á að skammast sín yfir því hvað maður bloggar sjaldan....en ég hef bara haft svoooo mikið að gera....nei annst hef ég ekki nennt því vegna þess hvað blessað netsambandið hjá mér er gott. Maður er 1/2 tíma að fá einhverjar síður inn hvað þá að reyna að gera eitthvað...en núna er ég við tölvu í skólanum og þær virka. Þannig að ég er ekker t svoooo lengi að gera þetta.

Já prófin eru að byrja á morgun...ég fer í fyrstu 2 prófin mín á laugadaginn og kvíði smá fyrir en ég fæ að vera í sér stofu og lengri tíma þannig að ég er nú betur sett en oft áður. Svo tala kennarar líka mikið um það sem verður í prófunum þannig að maður veit nokkurnveginn hverju maður á að sleppa.

Fer suður 16 des að hitta Dóu og hitti Elvu líka þannig að þetta verður alveg frábært. Ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir á ekkert mikið eftir en ég veit ekki alveg hvað ég á að gef a bræðrum mínum....er búin með systurnar...og ef þið eruð að lesa þá bara na.na.na.na.na.na.na.......En fyrir strákana má koma smá hint því að ég veit ekki hvað þeir vilja.... Kannski ég sendi Lindu sms til að spyrja hana.

Jæja þá kveður Blíðan að sinni í heilv....djöv....ansk....hlákunni