mánudagur, ágúst 28, 2006

Keðjubréf

Já keðju-bréf...-sms eða -email....já þetta er þvílíka ansk...kjaftæði...maður er í sakleysi sínu að fá fréttir af vini....að maður heldur...en neeeiii þá er þetta bara keðjubrég...sem er rosa sætt ef að maður þyrfti ekki að senda þetta til 5 eða 10 eða 50 vina annars ferst heimurinn....já svo á maður ekki nógu marga vini...og þá ferst bara heimurinn bara hjá manni...og allt fer til ansk...Og þarna er það....þá vitiði það.

En skólinn er í ágætu róli...vona ég... ég er bara samt að drukkna í verkefnum og er farin að farða með augnskuggum og öllu....ég...sem farðaði mig bara með maskara og púðri...en ég er jú í þessum skóla til að læra og held að það sé bara að gerast...

Sakna samt Mannsa og Blíðu....vildi að þau kæmu bæði að heimsækja mig en samt litlar líkur á því...en samt er Mannsi að hugsa um að koma um helgina...jibbý skibbý....

Var að nudda sambýliskonuna mína...hehe....neibb ekkert dirty við það...þetta var heimalærdómurinn minn fyrir morgundaginn og á morgun þarf ég að gera handsnyrtingu...ekki slæmt að vera sambýliskona-maðurinn mín-minn...bara stanslausar æfingar...

Jæja nóg af rugli í bili...hafið góðan dag...það sem eftir er að honum.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Nýtt netfang

Hæ elskurnar mínar....á einhvern hátt hafa e-mailin mín ekki skilað sér í pósthólfið mitt. En nýja e-mailið mitt er anna.geirlaug@gmail.com og ég vona að ég fái nokkur e-mail núna.

Annars er lítið af mér að frétta annað en að það er þokkalegt að gera í skólanum og ég er að reyna að standa undir mínum væntingum í lærdómi það gengur samt erfiðlega. Verð að viðurkenna að ég héllt að ég væri komin á græna grein þegar ég sá að við þurftum að læra efnafræði...því að mér gekk þokka í efnafræði á Laugum....en ég held að kennarinn tali annað tungumál....og ætti kannski að læra að glósa...En svona er þetta hjá henni. Og svona kennir hún...maður verður bara að læra að allt sem að hún skrifar upp á töflu þarf ekki að fara í stílabókina hjá þér....bara eyðsla á blöðum...

Supernova....hvað er að seigja um það....þetta er bara léleg útgáfa af Mütley Crüe...held að þeir ættu að fara í uppblásnum búningum...þannig að þegar þeir hrapa þá ætti að vera mjúk lending...

Jæja nóg í bili....hafið það gott.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Vika 2 búin...

Já það er komin helgi og ég bíð spennt eftir að Hermann minn komi til mín...að vísu fékk ég fréttir af pakkanum góða áðan og hann beið mín bara á pósthúsinu eins og vel upp alinn eiginmaður...hehe(sérstaklega fyrir danann sem vildi fylgjast með pakkamálum ég er farin að brosa núna).

Skólinn hefur gengið vel...held ég ... og það eru búin 2 próf og svo er annað á mánudaginn...
...vöðvapróf...læra staðsettningu...upptök...staðsettningu...og hreyfingu. Já ég held bara að ég drífi mig svo í lækninn þegar ég er búinn í snyrtifræðingnum... Hef það allavega á tilfinningunni að ég sé kominn með grunninn af honum þegar þetta verður búið...

Æi ég sakna Blíðunnar minnar...sá Border Colly eins og hún er áðan og fékk mikla löngun í að stökkva á hann og knúsa hann....en ég hafði hemil á mér...þó að það hafi verið erfitt. Frétti í gær að hún hafi stolist inn í eldhús hjá nágrannanum og stolið 4 hamborgurum....já þetta gerist þegar maður skreppur að heiman...

Jæja eslkurnar þá er þetta komið...eigiði góða helgi

mánudagur, ágúst 14, 2006

Vika 2 í skólanum

Já það er komin vika 2 í skólanum. Og fyrsta skyndiprófið á morgun BEINAGRINDIN....shitt held samt að ég sé komin með þetta, samt er mjaðmagrindin að vefjast fyrir mér... en vonandi kemur hún fyrir morguninn.

Menningarnótt á Laugadaginn, gæti verið skemmtilegt...svo ætlar hann Mannsi minn að koma til mín um helgina...ég vona bara að hann komi....því að pakkinn minn er ekki komin enn.....það er bara afþví að ég er að bíða eftir honum...og mér LEIÐIST AÐ BÍÐA...og ég vill fá hann strax....en út í aðra sálma.

Sambýlið gengur enn ágætlega....þó að ég sé nokkuð viss um að ég á eftir að gera Dóu brjálaða....og aðalega til þess að fá hana til að taka til og ég slepp við það...bara eins og gömlu góðu daga....nei...ætli maður ætti ekki að vera þroskaður og hjálpa henni við þetta...en nóg í bili.
Seinna.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Fyrsta vikan er búin

....Búin vika af skólanum og maður er farin að þylja latnesk orð hægti vinstri... cervica vertibra og thorasic vertibra og lumbar vertibra...já esskurnar þetta eru hryggjaliðirnir og virkilega síjast inn sem er gott vega þess að maður er búin að vera í LOL 103 þannig að það er eins gott að eitthvað sigjast inn þá er maður líka kannski undirbúnari í LOL203 þó að ég sé ekki viss...

Fór í bíó í gær á Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest hún var alveg frábær eins og við mátti búast og gaman að segja frá því að hann Orladno Bloom er bara að verða fullorðin...ekki slæmt. Og svo er náttúrulega Deepinn þarna og vá...hann eldist vel.....
Við Dóa og Þórir fórum í bíó þannig að þetta var fullkomnun þrenna...hefði samt mátt vera fullkomin ferna ef Daninn litli hefði verið með okkur en hún er í Danmörku í rigningunni.

Gay pride er á eftir...er að hugsa um að fara ef að ég verð komin með beinin alveg á hreint...

Hafiðið góðan dag