miðvikudagur, október 29, 2008

Jæja....

Þá eru breytingarnar komnar...og ég er bara nokkuð sátt við það....já nei...áður en að þið byrjið að hrósa mér fyrir þetta fallega blogg þá skuluð þið hætta...því að hún Elva Björk vinkona mín reddaði þessu fyrir mig. Og hún á mikla þökk fyrir.
Það sem er að frétta þessa stundina er það að hér er snjór og meiri snjór...en það er nú allt í lagi...ef að þetta fær bara að haldast svona...þá er alveg möguleiki að ég komist fljótlega á snjósleða...vííí...
Hér var hjónaball síðustu helgi...og svolítið spes að fara á fall í sínu fínasta dressi...svörtum síðkjól á stórhríð með húfu og læti...en við sluppum við að ýta eða svoleiðis því að það var ekki mikill snjór á veginum. Svo á leiðinni heim var eins komið ekkert annað en stórhríð...og allan daginn á eftir en svo þegar að við Mannsi vorum að fara að sofa þá var eins og það væri bara búið að slökkva á öllu veðri og alveg þögn....verð að viðurkenna að það var frekar erfitt að sofna.
Jólaskapið hefur ekker lagast...það verður orðið gott um jólin...þá verður það farið.

Nóg að rugli í bili...þangað til næst.......

föstudagur, október 17, 2008

Tími á nýtt blogg



Já það er komin tími á nýtt blogg og ég sit hér og reyni að berjast við að finna út hvað það ætti að vera sem er nýtt í fréttum.




Við Hermann ætluðum til London, og var farið að hlakka mikið til...en svo kom kreppa og við hættum við...erum ekki til í að vera tekin sem hriðjuverkamenn...




Finnst eins og þetta orð HRIÐJUVERKAMENN hafi breytt um meiningu í gegnum tíðina. Einu sinni voru þetta frelsishetjur eða skæruliðar....en núna er þetta orð líka komið um fólk sem hefur ekki hundsvit a peningum eða er bara óheppið í peningamálum...þannig að ég held að ég sé hriðjuverkamaður...vegna þess að eg hef ekki hundsvit á peningum...




Þannig að það er gott að ég fer ekki til London því að þá myndi Alistair Darling og Gordon Brown senda mig til Guantanamo þar sem aðrir hriðjuverkamenn eru...




En nóg um það...hjá mér er smá tingl af jólafíling og ég veit að það er of snemmt en ég næ ekki að hrista hann af mér...bið um ráð og aðstoð...




Er hætt í bili...pistill kemur síðar....þangað til næst....