miðvikudagur, desember 10, 2008

Frostrósirnar


Frostrósirnar eru á næsta leyti...já núna á föstudaginn eru Frostrósirnar í íþróttahöllinni á Akureyri með sína stórtónleika...þetta verður held ég alveg rosalega skemmtilegt.


Nú er komnar dagsettningar á sveinsprófið, það er 10. & 11. janúar og 17. & 18. veit ekki alveg hvenær ég er að fara í það en þessir dagar koma til greina.


Jólaundirbúningur gengur sæmilega, er búin að baka 1 smákökusort. Ég er einnig búin að múra í kringum 1 glugga og svo erum við að mála og panelklæða 1 herbergi...ekki eins og það sé kreppa...hehe...


Það verður vinkonuhittingur hjá mér 27. des...og það eru ekkert smá kröfur...slátur og sörur...ætli það sé ekki líka morgunmatur í rúmið....lol....þær geta nú beðið lengi eftir því.


Ætla að hætta þessu er að fara að gera Andlitsbað...æfa mig fyrir sveinspróf...hafið það gott þangað til næst

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Helgin


Fór að hitta gamallt ÚA gegni...það var rosalega gaman...Sátum á Bláu könnunni og sötruðum, sumir kaffi og aðrir eitthvað sterkara. Hitti þar fólk sem ég hafði ekki séð í mörg ár og svo var líka fólk sem komst ekki vegna einhverra orsaka. Þeirra var líka sárt saknað. Að góðu kvöldi loknu...eða ekki alveg loknu fór ég á Hlöðuball í Fnjóskadal og þar var stuð og fjör. Sumir voru nú aðeins of ölvaðir...nefnum engin nöfn hér nema að þessi aðili er karlkyns. Annars var þessi helgi bara alveg ljómandi.
Keypti mér flakkara á föstudaginn. Og verð að segja að þetta er alveg hreinasta snilld...og væri enn meiri snilld ef að ég gæti nýtt mér góða nettengingu hér heima...en neibb...verð að treysta á vini og vandamenn. Og fá þau bestu þakkir...þeir vita sem vita. Jæja ætla að fara að kíkja aftur á Charmed...alveg hægt að hlægja af þessu.
Þangað til næst.

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Það nálgast jólin

Ég er farin að finna fyrir jólafiðringi...eins og ég viðurkenndi fyrir svolitlu....en til að þetta líði fljótar þá er ég að reyna að gera eitthvað eins og að þrífa og svoleiðis...en þá fæ ég rosalega þörf til að hlusta á jólalögin en ég veit að það er of snemmt...þannig að þá er bara að reyna að blasta eitthvað annað eins og Pink Floyd...það má....
Ég er líka búin að kaupa mér miða á Frostrósirnar...12 des. í íþróttahöllinni á Akureyri, held að það verði rosa gaman að fara á þá tónleika...Það eru Margrét Eir, Eyvör Palsdottir, Hera Björk og Dísella, svo er hellingur af öðrum sem koma fram með þeim...held bara gjörsamlega að þetta veði magnað....
Jæja ætla að fara að skoða Moldavíu...læt "heyra" í mér síðar...hafið það gott

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Merkisdagur...

Já 2. nóvember er stór dagur í mínu lífi...Það eru afmæli í fjölskyldunni...


Pabbi til hamingju með afmælið...

Eyjólfur til hamingju með afmælið og svo....


Védís Mjöll til hamingju með nafnið.

miðvikudagur, október 29, 2008

Jæja....

Þá eru breytingarnar komnar...og ég er bara nokkuð sátt við það....já nei...áður en að þið byrjið að hrósa mér fyrir þetta fallega blogg þá skuluð þið hætta...því að hún Elva Björk vinkona mín reddaði þessu fyrir mig. Og hún á mikla þökk fyrir.
Það sem er að frétta þessa stundina er það að hér er snjór og meiri snjór...en það er nú allt í lagi...ef að þetta fær bara að haldast svona...þá er alveg möguleiki að ég komist fljótlega á snjósleða...vííí...
Hér var hjónaball síðustu helgi...og svolítið spes að fara á fall í sínu fínasta dressi...svörtum síðkjól á stórhríð með húfu og læti...en við sluppum við að ýta eða svoleiðis því að það var ekki mikill snjór á veginum. Svo á leiðinni heim var eins komið ekkert annað en stórhríð...og allan daginn á eftir en svo þegar að við Mannsi vorum að fara að sofa þá var eins og það væri bara búið að slökkva á öllu veðri og alveg þögn....verð að viðurkenna að það var frekar erfitt að sofna.
Jólaskapið hefur ekker lagast...það verður orðið gott um jólin...þá verður það farið.

Nóg að rugli í bili...þangað til næst.......

föstudagur, október 17, 2008

Tími á nýtt blogg



Já það er komin tími á nýtt blogg og ég sit hér og reyni að berjast við að finna út hvað það ætti að vera sem er nýtt í fréttum.




Við Hermann ætluðum til London, og var farið að hlakka mikið til...en svo kom kreppa og við hættum við...erum ekki til í að vera tekin sem hriðjuverkamenn...




Finnst eins og þetta orð HRIÐJUVERKAMENN hafi breytt um meiningu í gegnum tíðina. Einu sinni voru þetta frelsishetjur eða skæruliðar....en núna er þetta orð líka komið um fólk sem hefur ekki hundsvit a peningum eða er bara óheppið í peningamálum...þannig að ég held að ég sé hriðjuverkamaður...vegna þess að eg hef ekki hundsvit á peningum...




Þannig að það er gott að ég fer ekki til London því að þá myndi Alistair Darling og Gordon Brown senda mig til Guantanamo þar sem aðrir hriðjuverkamenn eru...




En nóg um það...hjá mér er smá tingl af jólafíling og ég veit að það er of snemmt en ég næ ekki að hrista hann af mér...bið um ráð og aðstoð...




Er hætt í bili...pistill kemur síðar....þangað til næst....

fimmtudagur, september 11, 2008

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hallú

Jæja, það sem er að frétta hjá mér er það að ég er á fullu að reyna að gera allt klárt til að opna snyrtistofuna mína...Búin að sækja um VSK - númer og er að bíða eftir pöntun frá ikea til að geta sett upp ljós og fengið svo heilbriðisfulltrúa til að kíkja á þetta hjá mér og þá tala ég við heildsölur...
Litli Amsterdambúinn er komin á landsteinana og ætlunin er að hittast á Akureyri og sötra nokkra bjóra og borða góðan mat og spjalla...Hlakka til þess....
Sumarið er að styttast í annan endann og ég get bara sagt það við þá sem dymmir meira yfir en okkur...Hey...jólin og snjósleðar og skemmtun....það er ekki allt búið þó að það séu ekki lauf á tránum....og kosturinn við þetta er líka að þá hættir maður að heyra í þessum ansk...djö...heilv....
(#$%###%$%$%&$%$#) þröstum....ég þoli ekki þresti...væri með gerviuglu í garðinum ef að það myndi bara virka á þrestina...en þá fara allir fuglar og það er ekki gott...Verð bara að fá Blíðu til að læra að veiða þresti og bara þresti...gott plan...
Hef verið rosadugleg að fara í bíó í ágúst...búin að fara á Mama Mia (x2) og svo fór ég á
X-filesmyndina...Þeir sem þekkja mig þá vita þeir að ég ÞOLI EKKI ABBA og spyrja sig líklega afhverju að fara á myndina og hvað þá 2x sko...var búin að sjá auglýsinguna en gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri söngvamynd...heyrði að þessi mynd væri BYGGÐ á söngleiknun Mama Mia...og allt í góðu...langaði að sjá Meril Streep leika aftur svona hressa og unglega konu...þannig að við Guðrún ákváðum að fara saman...svo heyrði ég ekki í henni og gerði ráðfyrir að hún hefði farið með einhverjum öðrum og ég fór með mömmu og fleirum í bíó...verð að viðurkenna að ég varð fyrir þónokkru sjokki þegar að allir brustu í söng....en jú hún var findin og lögin skemmtilegri með þessum söngvurum en Abba (sorry abbafan)...svo hringir Guðrún og spyr hvort að við ættum ekki að fara að sjá myndina áður en þeir hætti að sýna hana...en afþví að ég var búin að lofa að sjá hana með henni þá fór ég aftur...
Já og X-filesmyndin...byrjaði með stæl...Mulder bara sagði brandara og andlitið hreifðist og augun náðu að leika...held að hann hafi farið á leiklistarnámskeið síðan síðast...og ég var bara bjartsýn...en svo (ef að það hefði verið hlé) dalaði hún og kannski ekki skrítið að við Guðrún vorum bara 2 í bíó...en ef að þið horfuð á þættina og sáuð fyrri myndina þá er náttúrulega skylda að klára að horfa á þessa líka...því að það er bannað að skilja útundan.
Jæja þá er ég búin að fá smá útrás hafið það gott...þangað til næst bæbæ

mánudagur, júlí 21, 2008

Jæja....

Hæ og hó....er komin í netsamband...Lítið að frétta hér á norðurlandinu...jú að vísu aðeins...Allir hvolpar eru komnir á ný heimili....Og hafa það fínt og standa undir væntingum...eins og annað hefði verið hæg....þegar að afkvæmi Blíðu eru annars vegar.
Núna og framyfir Versló verð ég að vinna á Húsavík 3 daga í viku....til kl 1500...nennti ekki að vera inni alla daga sumarsins...er þarna þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Eins og alltaf fínt að vera þar nema að keyra alla þessa leið...nenni því ekki....en ekki langt eftir....
Það er planið að reyna að komast á fjöll í ágúst og sjá óspyllta náttúru...ef það er hægt...og bara slappa af...þá förum við Mannsi og auðvita Blíða...
Sveinsprófið gekki ekki alveg sem skyldi...féll í andlitsbaði....sem er skítt hef aldrei fengið lægra en 8 í því...og finnst þá lélegt að hafa fallið...verð samt að segja að manni fannst eins og það væri aðalmarkmiðið að vera nógu snöggur með þetta allt en ekki vanda sig...að vísu þó að það hefði verið þá hefði ég samt fallið...var svo stressuð að ég sá stjörnur...ekki syngjandi fugla....bara stjörnur...En ég tek bara andlitsbaðið í janúar á næsta ári...veit ekki alveg hvort að það hægir eitthvað mikið á opnun snyrtipinnanns...en já það verður einhver seinkun...
Dóa er að koma frá Hollandi í smá heimsókn í lok ágúst og ég hlakka rosalega mikið til...og svo er enn á planinu að við Mannsi förum til Köben í nóvember...mikil tilhlökkun til þess....að hitta Elvuna sína eftir langa bið...

Jæja...hef ekki meira að segja í bili...annað en afsakið biðina...hafið það gott...

þriðjudagur, maí 13, 2008

Betra er seint en aldrei....


...Ætlaði bara að segja ykkur að hún Blíða mín...sem bloggið mitt er eftir...ef að þið hafið ekki náð því...haha...er búin að eignast 7 hvolpa.....2 tíkur og 5 rakka....alveg rosa sætir...

Annar er ekki mikið að frétta...er að reyna að læra fyrir sveinspróf og vona að það gangi vel...bóklega prófið er 23 maí og vonast til að fá verklega bara þarna rétt á eftir.

Er búin að fá aðstöðu á leigu til að opna snyrtistofuna mína...og fer í hana í júní...tek mér smá sumarfrí í byrjun júní og fer í bústað í Grímsnes...með potti og öllu...ætla að liggja í honum og slaka á með Mannsa mínum í viku...

Smá upplýsingar um hvað verður gert og hvað hefur verið gert...

Heyrumst síðar bæbæ

mánudagur, apríl 07, 2008

Ég er Jokey Smurf



hverjum hefði dottið það í hug

Blogg 1x í mán


Hef fengið kvartanir hérna á síðunni minni með að það sé bara bloggað 1 x í mánuðu...held að frekar ætti það að vera á 1/2 árs fresti...
Páskar búnnir og sumar á næsta leiti...þó að það sé skíta kuldi og snjór ...er ekki vön að kvarta yfir snjónum en núna er ég allavega að kvarta yfir kuldanum...kindunum mínum er svoooo kallt þegar að það næðir út um allt í húsunum hjá þeim...verð líklega að taka þær inn til mín og leifa þeim að kúra í stofunni...það er nebblega búið að rígja þær allar þannig að þær standia skjálfandi á beinunum étandi ís...það eru komin 2 lömb og þau hafa það betur en kindurnar...(meiri ull skilurðu)...

Er búin á samningnum og er bara í upplestrarfríi og sauðburði þessa stundina...og fer á milli bæja til að komast í nettentingu svo að hægt sé að blogga og með því gefa ykkur upplýsingar um hvað er í gangi hjá mér.

Jæja þá er þetta búið heilsist ykkur

föstudagur, febrúar 22, 2008

Helgin komin...


.....Loksins er helgin komin...og hvað á að gera...hóst hóst hóst....og bara að vera heima og ná sér...þannig að maður verður bara að láta sér batna....hóst hóst hóst...í síðustu viku var maður bara eins og liðið lík með hor og hálsblólgu....spennandi og að sjálfsögðu rosa sexý....og þessi vika er búin að vera...hóst hóst hóst....já rosa spennandi...

....Laugadagslögin...hverjir fara út...spái að hey hey hó hó fari út...en væri til í að Ragnheiður Gröndal kæmist út með Buffinu....en hvaða vit hef ég á tónlist...ekki neina...

Var að hugsa um að skella mér til Hollands og fara á tónleika með Metallica...Foo Fighters og Cornell....held að það sé alveg frábært.....en þetta er bara hugsun enn...ekkert komið á fast.... en nóg af þessu í bili...

Góða helgi....

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Þorrablót...

Nú er þorrinn byrjaður og þorrablót um næstu helgi...þá fer maður að hugsa um hvað maður á að setja í þorratrogið...fína trogið sem Sigurgeir á Völlum smíðaði fyrir mig...ég er búin að sjóða slátrið...og satlkjötið síðan verður að vera hangikjöt og harðfiskur...ég er að hugsa um að sleppa hákarlinum og í staðin að hafa svínakjöt...hvað ætli gárungarni segi um það...ekkert brennivín...eða úldin egg...jú verð að hafa svið....eða sviða sultu...grísasultu og smá súrt handa mér...laufabrauð og rúgbrauð flatbrauð og ekki má gleyma bjórnum....kippu af Kalda...

Núna sit ég heima er veðurtept...þetta veður er skrítið...það ríkur upp í kviðum og svo dettur allt í dúnalogn...og þá fæ ég bakþanka með að vera heima en þá ríkur hann upp aftur og þá sannfærist ég....að þetta hafi verið rétt ákvörðun að vera heima...en það er ekki gaman að svíkja viðskiptavini sína svona...en vona að þeir geti komið í næstu viku...og að enginn verði sár yfir þessu...

Núna ætla ég að fara að horfa á eitthvað skemmtilegt...Sorrý þingmenn...þið eruð ekki það sem ég kalla afþreyingu...set nú frekar góða mynd á eða eitthvað annað...

Hafið það gott og ekki fara út í vont veður nema að það sé algjörlega nauðsinlegt...

Gúdbæ...

laugardagur, janúar 05, 2008

2008

Jæja þá er komið nýtt ár og margt búið að gerast hér á hjara veraldar.
Meðal annars þá hætti ég við Cidesco-prófið með þeim forsendum að ég gæti ekki lært fyrir það og líka Líffæra og lífeðlisfræðina sem var mánudeiginum eftir Cidesco...en ég náði LOL-inu þannig að ég tel að þetta hafið verið rétt ákvörðun. Var líka í næringarfræði í fjarnámi og náði því líka...veit ekki alveg hver einkunin var en náði samt...og þá er ég klár í slaginni fyrir sveinspróf...all það bóklega búið fyrir það... Vinnan gengur ágætlega misjafnlega mikið að gera en það var mjög mikið síðustu 3 vikurnar í desember...og núna er aðeins rólegra...stelpurnar í vinnunni eru fínar..þannig að það er ekki mikið að kvarta undan þeim...
...Jólin voru góð..."gamlir" og góðir vinir (má taka á marga vegu) komu í heimsókn og var mikið spjallað og spilað og horft á Angel...ef að þið trúið því...sem sagt...ekki mikið sofið og er ég að súpa seiðið af því núna...migreni og stanslaus höfuðverkur...en þá er bara að einbeita sér við að fara snemma að sofa og fá smá ferkst loft...þó að það sé nú ekki mikið af því hjá mér þessa dagana
...Það áttið að verða hjónaball (þá hittast allir sem nenna að mæta og borða saman og svo er ball á eftir) hérna í dalnum í nóvember en var frestað vegna óviðráðanlegra aðstæða og í staðin var það núna 4. jan eða í gær. Það komu um 160 manns og þetta var rosalega skemmtilegt. Að þessu sinni var höfð súpa og salat en ekki svínakambur og brúnaðar kartöflur....erum líklega búin að borða of mikið af þessum saltaða mat...en þó að ekki hafi verið mikið kjöt þá var þetta algjör snilld...og má nefndin fá mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf.
Þá er ég búin með smá pistil frá mér. Þannig að ég vona að allir hafi átt góð jól og óska öllum Gleðilegs nýárs.