fimmtudagur, desember 28, 2006

Gleðileg jól


....Já ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári..

Jólin hafa verið góð hjá mér...nema að það liggur yfir mér vöðvapróf sem verður 3. jan var að vonast til að ég gæti aðeins skoðað rafmagnsfræðina í snyrtifræðinni sem verður prófað vikuna á eftir vöðvaprófið...en svona er þetta allt saman...

Jæja ég ætla ekki að rugla meira en þetta ég vona bara að þið eigið góð áramót....blíðan kveður þetta árið...

Fariði varlega um áramótin.

laugardagur, desember 16, 2006

Gleymdi að minnast á eitt...




Já Dóa er að vísu búin að skrifa þetta á síðuna sína en ég verð bara líka að hafa orð á nýja viðhaldinu okkar og við getum meira að segja skipst á og þeim er sama....það er huggun í þeim og gleði og stundum undrun já þetta er Ben & Jerry ísinn ummmmm ekkert betra...ja næstum því ekki...

Já varð bara að koma því á framfæri að þetta væri alveg það besta á markaðnum í dag

Jólin eru að koma :o)

...já það er alveg að fara að koma að því að ég komist heim til mín...Þá verður nóg að gera...fullt af konum búnnar að panta linun og plokkun hjá mér og svo á ég eftir að skreyta allt og baka og þrífa...vona bara að maður og hundur geri það...svo að það verði þá bara skreytingar sem maður þarf að gera...Núna sit ég við tölvun og hlusta á Jólalög á Pandora Internet Radio þetta er alveg frábær síða...þannig að jólaskapið er að koma...allavega ekki langt í það...Við Dóa fórum og keyptum seríur og jólakúlur í síðustu viku og ég er ekki frá því að það(þá meina ég jólaskapið) hefur lagast mikið síðan...ég er að verða búin að redda jólagjöfum samt á ég eftir pabba og Sigrúnu og 2 lítil kríli í fjölskyldunni...ef að þig hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gefa pabba og Sigrúnu þá er það vel liðið.

Er búin að vera með mikla heimþrá þessa dagana...langar að hætta í skólanum...ekki afþví að það er leiðinlegt heldur bara það að ég sakna Hermanns svooo mikið og Blíðu (hún er fallegi hundurinn þarna á myndinni)....og allra heima....en þannig er þetta nú bara...og ekki mjög langt eftir 7 mán...shti...jæja það verður enga stund að líða...svo koma próf um mánaðarmótin feb - mars...og svo er útskrift í lok júní...og þá er ég komin heim í dótið mitt...

jæja meira seinna...

fimmtudagur, desember 07, 2006

Já svona er þetta

Mig langar að kaupa kaupa kaupa og kaupa en það eru ekki miklir peningar á þessu heimili til þess að kaupa, kaupa og kaupa. Bæklingum rignir yfir heimilið og manni langar að minnsta kosti í 3 úr hverjum bæklingi þannig að já það er erfitt að vera námsmaður í Reykjavík.

Jólagjafir...hvað ætti það viað vera....kannski peningar eða bara peningatré sem blómstrar og blómstrar og blómstrar...þannig að ég verði rík...hehe.

En hér á heimilinu er allt við það sama. Drottningin sefur allan daginn og borðar þar á milli, en prinsessan vinnur sefur og vinnur og skólastúlkan sefur liggur á netinu og fer í skólann. En nóg af því ...er hætt í bili....heyrumst