miðvikudagur, maí 25, 2005

Jæja núna er miðvikudagur og á föstudaginn koma Dóa og Guðrún í heimsókn og ætla að halda upp á afmælið mitt..þó að það sé ekki fyrr en helgina á eftir. Það verður svoooo gaman að ég er að sprynga...Það vantar bara þig Elva.
Já það er alveg að koma að því að maður verði krumpukelling. Það eru bara 11 dagar þangað til....shit...jæja ég verð þó allavega ein í hópnum sem ekki er orðin 30 þegar við hittumst. Það er allavega bót í máli að ég verð allaf yngst af okkur gamla hópnum....Nú er komið nóg af aldurskomplexum...

Það eru allir að spurja hvað ég vilji í afmælisgjöf...og ég bara veit það ekki...bara allt...ég skila því þá bara ef að mér líkar það ekki...

En hérna eru smá hint, en þetta er allt frekar dýrt þannig að ég er ekki að ætlast til að einstaklingar geri þetta einir

Mig langar í:
samloku gsm síma frá samsung
gott sléttujárn
ferðagrægjur
heimabíó
upphitaðan bílskúr
bens
100 kg gullstangir 3
skíthús..(mamma er búi að gefa mér það)
gjafabréf á föt
eithvað með U2
Lord of the ring safnið

Þá er það komið held ég...núna hafið þið einhverja hugmynd um hvað ég vill.

Þá er það ekki meira af Blíðunni í bili...heyrumst seinna

föstudagur, maí 20, 2005

Jæja við komust ekki áfram í Eurovison....ekki kannski skrítið því að við erum nú bara lítið peð útí ballarhafi þannig að engir vita hverjir við erum nema að við erum hvaladráparar....Fannst hún Selma okkar bara standa sig vel fötin flott (þó að ég myndi ekki láta sjá mig í þessu en það er nú bara vegna þess að ég yrði eins og rúllupylsa) að vísu fannst mér ég ekki heyra alminnilega í henni til að byrja með og gylltu föt stelpnanna ekki sjást nógu vel. Það var nú líka lýsingin...svo er þetta bara eins og Selma sagði að þetta væri orðið svo mikið sirkusatriði að það er erfitt að toppa það....nema að fara bara með Rómeó og Júlíu út á næsta ári.

Ég hafði að orði að ég væri nú alveg þokkaleg rúllupylsa og ekkert að kvarta nema að mér finnst full langt gengið að maður fái ekki að ættleiða barn nema að vera 1,70 og 40 kíló eins og er að koma á daginn.....hvað getur þú verið viss um nema að þessi 40 kg kona verið orðin 120 kg eftir 4 ár og sú sem er 120 kg verið orðin 60 kg áður en 4 ár eru liðin.....Það er nú bara ekki hægt að halda því fram að feitt fólk geti ekki alið upp börn.....jæja búin að fá smá útrás á þessu..

Veðrið er nú bara eitt til að arga yfir það átti að vera garðveisla í afmælinu mínu 3. júní en ég sé ekki fram á það...verð líklega að láta ömmu skaffa öllum sem koma lopapeysu þannig að þeim veri ekki kalt....Og Dóa ég fer ekki í lónið ef það er svona kalt næstu helgi...birrr...norðan kaldi og snjókoma....Já þannig er nú veðrið í Blíðunni hérna fyrir norðan

Ætla að hætta núna áður en ég fer yfir um af þessu kjaftæði sem er í gangi hér á Íslandi.....Og í veðrinu.......Já og meðan ég man á ekki að kjósa Noreg á laugadags-kvöldið...það ætla ég að gera....

fimmtudagur, maí 19, 2005

Eurovison...
Já það er komið að því að Selma fari að syngja í Kænugarði. Og hvað haldið þið að gerist...verður hún í fyrsta sæti eða bara fyrsta sæti eins og Gleðibankinn....1 og 6 = 16. sæti það gæti nú alveg verið... Núna er allt auglýst að ef að hún vinnur þá færðu þetta og þetta endurgreitt.....það verður svooo gott á þessi fyriræki ef að hún vinnur þá verða þau að borga...Að vísu held ég að hún komist áfram og svo á milli
4-8 sæti þegar ég er í góðu skapi...sem er búið að vera alveg þónokkuð núna undanfarið.
Afmælið er að koma
Já það er komið að því að maður fer að verða krumpaður og gamall...það gerist hjá mér þann 5. júní...þetta verður alveg rosalegt...held ég....ætlaði bara að bjóða nokkrum, bara nánustu ættingjum mínum og bræðrum Hermanns og það eru bara rétt undir 100 manns hvað er í gangi veit þetta fólk ekki hvað getnaðarvarnir eru....ég meina það...shit....en já maður bíður nú bara þessu nánasta...en það er þó bót í máli að ég fæ örugglega helling af afmælisgjöfum og jibbý það er alltaf gaman að fá pakka :)
Jæja þá er það ekki fleira...reyni að láta ekki líða eins langt á milli næst...kanski koma pakkaskögur :)
Seinna.