föstudagur, desember 04, 2009

Des

Núna er desember komin og ég er að hugsa um að reyna að baka á morgun...veit ekki alveg hvort að það verður vandræði eða bara góðar Sörur og súkkulaðibitakökur...það kemur í ljós.


Hér í kotinu eru allir frískir...sérstaklega þá Blíðan, hún er nebbla búin að fá gólfhita í herbergið sitt...og er svooooooo ánægð með það, Hermann að drukkna í verkefnum og allt er að koma hjá mér...

Þangað til næst

föstudagur, nóvember 13, 2009

Pathfinder

Var að horfa á mynd áðan, sem er kannski ekki frásögu færandi nema það hvað hún situr í mér. Pathfinder er mynd sem Karl Urban leikur í og ég beið spennt eftir því að fá að sjá hann á skjánum. Myndin fjallar um þegar að Víkingarnir komu til Ameríku og SLÁTRUÐU Indjánunum bara til að losa sig við þá áður en að þeir myndu flytja þangað. Lítill víkingastrákur er fundin af indjánakonu sem tekur hann að sér. Síðan er þorpið hans tekið og slátrað, allt brotið, bramlað og kveikt í öllu í lokin. Myndin fjallar um hvursu Víkingarnir voru miklir HROTTAR og hversu illa hefur alltaf verið farið með Indjánana.
Ég horfði bara á skjáin og fann í ógeðslegustu atriðunum að það komu tár í augu en ég gat samt ekki lokað þeim. Þetta er kannski ekki óskarsverlaunamynd en hún situr enn mjög fast í mér.
Það sem verst er að ég gat ekki notið þess að horfa bara á Karl Urban og leyfa mínum augum að renna yfir hans fallega líkama...því að eins og þið vitið þá eru Indjánar í kvíkmyndum lítið klæddir...alltaf naktir að ofan...nema að það sé mjög kallt.

Þá er nóg í bili hérna megin...nema

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Enn ein helgin...

Ég held að ég sé orðin gömul...þegar að vikurnar líða svo hratt að það eru stanslausar helgar...annað hvort það eða að ég fæ bara blackout þegar að það kemur vinnuvika.
Her er samt allt við það sama...ég dansa snjódansinn svo að ónefnd systkini verði ánægð um páskana og komist á sleða. Er komin með strengi um allan líkamann á þessum dansi...þetta er svona regndans nema aðeins kaldara look á þessu öllu. Ég reyni að synda eins og vindurinn flesta morgna en stundum er nú frekar kallt eða bara of þreytt til að nenna að fara úr hálf nakin í kulda og svo í svalt vatnið...ég er nú samt komin með hjálpartæki fyrir þetta skóflur á hendurnar og froskalappir á fætur....þannig að ég geisist áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
Núna er ég búin að mála norðurherbergið þannig að þessi horror appelsínuguli litur er hættur að angra mig og núna lítur herbergið út fyrir að vera bara stórt, svo er planið að parketleggja það á þriðjudaginn.

Jæja nóg af mér í bili...ætla að fara í sund og synda á eftir
Þangað til næst

föstudagur, október 30, 2009

Háhraðanet!!!

JIBBÝ SKIBBÝ JIBBÝ....
Háhraðanetið er komið...og ég sit bara hér alveg í sjokki yfir því hvað allt er fljótt að gerast...og ég er ekki nógu fljót að hugsa fyrir þetta núna...

þriðjudagur, október 20, 2009

Hrunið...

Hrunið er að verða svolítið þreytandi...já já ég veit að allt er að fara fjandans til...en þurfum við endilega að velta okkur upp úr þettu dag eftir dag eftir dag...
ég bara spyr.

þriðjudagur, október 06, 2009

Datt í það...

Já ég datt í það áðan...sem er kannski ekki frásögu færandi nema að ég var ekki að neyta áfengi...heldur var að skoða myndir af Karl Urban og sá svona laglega mynd sem mig langar að sýna ykkur...




Vona að þið skiljið mig þarna úti...þetta er alveg hrikalega sessý mynd

Þangað til næst...

fimmtudagur, september 24, 2009

ADSL

Já...við Mannsi vorum nú svo bjartsýn að þegar að 21. sept kom þá sóttum við um adsl-tengingu því að 22. sept átti að vera komið háhraðanet hér á hálendinu hjá okkur...þannig að 22. sept fór ég til Húsavíkur og ná mér í roder svo að ég gæti verið á netinu án þess að vera með samviskubit ef að ég gleymdi mér og var of lengi. Ég kom heim og reyndi að koma þessu í gang en virkaði ekki...þannig að við bíðum spennt eftir hringingunni miklu...þá koma karlarnir frá símanum og tengja þetta fyrir okkur. Þannig að enn er beðið eftir háhraðanetinu okkar...

sunnudagur, september 20, 2009

Haustið komið

Já haustið er komið og trambolínið er fokið út í vindinn...búin að vera svooo stolt að því hvað það er búið að vera á staðnum sínum þó að það hafi komið heljarinnar rok...en svo bara allt í einu þá rakst ég á það í skurðinum fyrir neðan húsið...

Hér eru allir í haustverkum og búið að vera lítið að gera hjá mér í vinnunni en það hlítur að fara að lagast því að það er að koma að hjónaballi og slæjuballi og svo hlöðuballi...þannig að ég verð bara að vera bjartsýn.

Þangað til næst

fimmtudagur, september 10, 2009

Bara svona til að rifja upp



Mikið var þetta gaman...

Það var þáttur á RÚV í gæt með U2



Mikið rosalega finnst mér þetta flott hjá þeim

sunnudagur, júlí 19, 2009

SUMARFRÍ

Þá eru liðnar 2 vikur af sumarfríi og stórdagur á morgun. Þó að það hafi verið mikið og skemmtilegt að gera hér í Amsterdam...fór stóran göngutúr um götur Amsterdamborgar í frábæru veðri 1. daginn og svo fórum við í bíó 2. daginn og sáum Harry Potter í alveg hrikalega flottum bíósal sem var einu sinni leikhús. Fórum síðan á Írskan pubb og fengum okkur bjór og samloku, síðan var ferðini heitið á Aran (sem er að vísu líka írskur bar) og drukkum aðeins meiri bjór og svo smá Teuqila og á enn annan bar líka og síðan heim...og dagurinn eftir var svona innidagur.
Í dag var svo skommberað í höllina í kaffi og kleinur hjá Beatrix drottningu og síðan á Madae Tusssauds, vaxmyndasafnið hér í borg. Þar hittum við Dóa marga vini okkar...




Og á morgun er málið að taka sig til og fara svo til Bijlmer þar sem U2 tónleikarnir verða haldnir í Arena, heimaleikvelli Ajax. Og er vonin um að þeir fari ekki eins illa með okkur eins og einn viss aðili fór með Baunina og Amsterdambúann minn..
Jæja nóg að rugli í bili...læt vita af mér.

laugardagur, júlí 04, 2009

AMSTERDAM &U2 AÐ KOMA!!!

Búið að vera fínt að gera í vinnunni...en núna eru líklega allir að fara að ferðast eitthvað þannig að ég ætla að skella mér í frí líka...byrja að fara á fjöll yfir helgi og svo til Amsterdam...þó að ég sé ekki alveg að gera mér grein fyrir að ég sé að fara til Amsterdam til að hitta Dóuna mína og Bono...auðvita líka...flýg út 15 júlí og verð þarna í viku. Búin að lofa Dóunni ærlegu sumbli í 1 dag og svo þynkudegi á eftir...
...þannig að það er búið að plana eitthvað.

Síðastu 2 vikurnar hafa verið alveg æðislegar veðurfarslega séð...sól og yfir 20 stiga hiti og ekki gerist það svo oft að hafgolan hafi bara verið hlí og maður ánægður með að fá hana til að kæla sig niður.

Baunin mín kom til mín og var hjá mér í nokkra daga og höfðum við það bara mjög gott... borðaður matur sem ekki var alltaf hægt að fá úti þó að við hefðum sleppt slátrinu (fékk það um jólin). En alveg rosalega gaman að hitta hana og ég fann það hvað ég saknaði hennar mikið þegar að ég gerði mér grein fyrir því hvað var langt í að ég myndi sjá hana næst.

Annars allt fínt að frétta...liggur bara í móki nær aðeins að smyrja á sig sólarvörn og svo mókar maður aftur...
...þangað til næst...BONO HERE I COME...

föstudagur, maí 08, 2009

Veik heima


Er búin að vera veik heima núna í 2 daga og látið mér leiðast...það er skíta veður...sem er slæmt þegar að maður þarf að kíkja í fjárhúsin...og síðan er ég búin að horfa á öll öryggisafritin mín...þannig að núna kveikti ég á video-inu hennar Dóu og setti nokkrar ræmur í. Það er alveg ótrúlegt hvað Lion King er góð enn þann dag í dag...kíkti á hana í gær og hló mikið af Tímon & Pumba þeir eru alltaf svoooo fyndnir.
Svo í morgun...af því að ég gat ekki sofið...þá setti ég Labyrinth Jim Henson mynd... hana sá ég á rúv þegar ég var svona 11-12 ára og fannst hún algjört æði ég vildi verða eins og Jennifer Connelly og svo var David Bowie svooo flottur...og enn þann dag í dag finnst mér hún algjört æði...þó að ég myndi vilja klippa Bowie aðeins...og síðan en alls ekki síst þá var ég að horfa á THE CROW...eginlega er ekki hægt að segja neitt nema bara vawwv... Varð soldið stressuð þegar að ég sá spóluna aftast í skápnum og vildi helst ekki setja hana í, þessi mynd var í svoooo miklu uppáhaldi að ég hefði ekki höndlað að hún væri búin að dala eitthvað...og vitið hvað, hún er enn að standa undir væntingum...hreint alveg snilld...og enn þann dag í dag þá böggar það mig að geta ekki eignast sinfoníusoundtrack-ið í myndinni...finnat það hrikalega fallegt...Svo var Brandon Lee líka mjög flottur...

Jæja þá er það bara að fara að grafa upp meira gamallt...hver veit nema að ég finni gamla Catwalk þætti...þeir voru nú ekki leiðinlegir...en fyrst er það að kíkja í fjárhúsin

miðvikudagur, maí 06, 2009

Sauðburður byrjaður

...en samt snjóar hér á hálendinu...allavega var talað um það í veðurfréttunum að það myndi snjóa á hálendinu...og það snjóar hér þannig að þessa stundina er ég á hálendinu, stundum kemur fyrir að við erum líka á annnesjum...þannig að greinilega hreifist Fellshlíð úr stað...suma dagana við sjóinn og aðra við jaðar Vatnajökuls...

Það er samt einhver tappi held ég í kindunum mínum...eða að þær vilja ekki bera þegar að ég er á vakt...kannski er það það...of stressuð ljósmóðir...verð að mæta í húsin með slökunnartónlist og reykelsi...til að fá svona SPA áhrif.

Held að ég sé komin með "svínaflensuna" vaknaði allavega í gærmorgun alveg að drepast, og það sem er mikið að gera í vinnunni þá má ég bara ekkert vera að þessu.

Hér er annars lítið að frétta...fór á austurlandið til að hitta foreldra um síðustu helgi...gott að þau eru á sama landshluta...þá slæt maður 2 flugur (randa) í 1 höggi.

Er bara farin að plotta Eurovision-partý...mohitos og læti...þannig að þangað til næst...hafið það gott

sunnudagur, apríl 26, 2009

Kostningar

Ok...þá er komið að pólitísku hliðinni á mér...

Hvað er eginlega að fólki í dag...er það búið að gleyma hverjir eru búnnir að vera við stjórnvölin síðustu árin...framsókn bætir við sig...er það bara af því að þeir þykjast ætla í evrópusambandið og hvað er með fólk sem kýs flokk sem er með drulluna makaðu upp á bak...og farnir að smita hana yfir á aðra...ég bara spyr. Það eru allt of margir hér á landi sem kjósa bara, eins og góð vinkona mín sagði eins og þetta sé fótboltalið, af því að það hefur alltaf gert það þá halda þeir áfram. Þó svo að landið sé komið svo mikið á botnin að það er komin hola þar, en samt kýs það áfram eins og eini stafurinn í þeirra stafrófi sé D og kunni bara D...nei ég skil þetta ekki...er líklega ekki nógu klár í þessu öllu til að skilja þetta...

Þá er ég búin að fá smá útrás á þessu öllu saman og skrifa ljót orð...þangað til næst

laugardagur, apríl 04, 2009

Nostralgíja part 2


Já enn er ég að hlusta á þessar hljómplötur mínar...sumar stoppa á sama staðnum í smá tíma og endurtaka sig...smá rispa...og aðrar renna í gengn og maður er gjörsamlega í sjokki yfir því að hafa eitt peningum í þetta eða hverjum datt í hug að gefa manni þetta rusl...það er að vísu bara 1 hljómplata sem er þannig að ég er bara alveg í sjokki...það er Micel Bolton...fékk hana í afmælisgjöf þegar ég var 13 ára held ég eða 14...skil bara ekki hvað þessi aðili sem gaf mér þessa plötu var að hugsa...það er ekki eins og þessi tiltekna plata sé rispuð nema bara á því að væblast á milli hinna platnana...en ég er líka þannig að ég hendi ekki tónlist...alveg sama hversu lélegt það er. Gef það frekar...en það eru nú ekki allir að hlusta á hljómplötur og fæstir sem eiga plötuspilara sem virkar. Þannig að Boltoninn væbblast bara þarna áfram. Já Dóa mín Steelheart er að hljóma svona fallega núna að það ílir í eyrum. Það er líka ótrúlegt að maður hafi keypt þá plötu...en samt alltaf gaman að hlusta en ekki lengi. Verst að allt Motley Crüe safnið mitt...sem er kannski ekki hægt að kalla safn þegar að það eru bara 2 hljomplötur...eru ónýtar...Voru nokkrir á Laugum sem ekki voru sammála mér með tónlist og skemmdu þær...og svo hlustuðu þeir bara á Boney Tyler...hvað er að.

Veðrið er aðeins farið að slaka á, sól og blíða og við frostmark...-0°C þannig að ef ég væri ekki að fara í afmæli í Bárðardal og gera 1 fermingarförðun í dag væri ég komin á sleða...verð bara að vona að páskarnir verði svona fallegir líka.

EGÓ eru að spila aftur og ég var mikið búin að pæla í því hvað Bubbi hefði gert núna til að ég fílaði nýja lagið svona vel...svo kom skíringin...Beggi er komin á gítar aftur...VÍÍÍVIÍÍVÍÍÍ Þeir eru að spila í Sjallanum í kvöld og ég kemst ekki...verð bara að vona að það líði ekki 10 á þangað til næst...

Komið nóg af rugli...þangað til næst

sunnudagur, mars 29, 2009

Nostralgía


Já í gær var ég að taka til sem er ekki frásögu færandi annað en það að ég komst í gamla plötuspilarann minn og setti gamlar og góðar hljómplötur á fóninn og þar endaði maður í síðasta árinu á Skútustöðum og svo líka á Laugum...Whitesnake...sem að ég sá í sumar...Skid Row...(vá hvað maður hlustaði á það) og ekki má gleyma Guns 'N' Roses... Poison og Mötley Crüe...Þannig að aldrei þessu vant var ekki leiðinlegt að taka til.

laugardagur, mars 28, 2009

Íslenskt veður

Já íslenskt veður er eitt af undrum veraldar myndi ég segja. Það er enganvegin hægt að finna út hvernig veðrið er og líka það að á þessu litla landi gerum við fengið allar og þá meina ég allar gerðir af veðri. Sól og blíða í Skagafirði en hinum megin við Holtavörðuheiði er Óveður sem er allaleið að Mývatnsöræfum og þá kemur sól aftur til Hafnar og þaðan er rigning til Borgarness....eins og ég segi undur veraldar. Í gær var hér alveg skítaveður...en ekkert eins og á Akureyri...þá var svalbarðseyrin ófær og afhverju kemur þessi snjór ekki í heiðina mína, meina...hér værum við til í að fá sléttan fallegan þéttan snjó...svo að það verði hægt að eyða bensíni og orku um páskana.

Og ég vil fá FRÁBÆRT veður um páskana. þannig að það verði hægt að keyra á sleða alla páskana nema þegar að við verðum í þessum 2 fermingum sem eru á sama degi..

Jæja nóg í bili...þangað til næst

sunnudagur, mars 22, 2009

SKATTURINN BÚINN


Já var að skila skattaskýrslunni okkar...þetta er nú farið að verða frekar auðvelt...bara að samþykkja og villuprófa...og allt er klárt...en samt lætur maður alltaf allt bíða þangað til á síðustu stundu....

Hér er annars allt fínt að frétta...rosa sleðaferð í gær. Farið var í grjónagraut hjá Ömmu minni í Baldursheimi og síðan haldið áfram...veðrið var alveg frábært sól og smá gola. Sleðinn minn komin í lag þannig að nú meiga páskarnir fara að koma.

Jæja nóg í bili bæbæ

þriðjudagur, mars 17, 2009

Stórhríðarvikan mikla liðin

Já hér er lítið að frétta annað en snjór snjór og svo aðeins meiri snjór...og ekki einu sinni sleðinn minn er í lagi til að komast á hann milli bilja. Það var ekkert að gera á Pinnanum. Það nennir enginn að koma í svona vondu veðri. En það er eitthvað búið að pannta fyrir þessa viku þannig að ég er bara ánægð með það.

Fór á frumsýningu á Kvennaskólaævintýrinu sem að Leikdeild Eflingar er að sýna og það var mjög gaman. Ég var búin að vera 3 kvöld með þeim og leiðbeina við förðun sem þær hafa tekið mjög vel eftir því að þær voru rosalega fínar. Boðið var upp á vöflur með róma og kaffi...ummm...þær voru alveg rosalega góðar.

Hvolparnir þær Táta og Freyja fara líklega í þessari viku. Pabbi og Sigrún ætla að taka Freyju en eigandi Pabbans tekur Tátu (Frigg).

Jæja nóg af röfli í bili...Þangað til næst tulilú.

mánudagur, mars 02, 2009

Hallúúú


Þá er ég búin að opna SNYRTIPINNANN og allt gekk vel. Það komu margir og var setið og spjallað og borðaðar snittur gerðar af okkur Toddu...ótrúlega góðar þó að ég segi sjálf frá..og alveg frábær hópur fólks kom og skoðaði hjá mér. En svo er seinnipartsopnun í dag og ég byrja kl 16:00 - 21:00 þannig að núna sit ég heima og reyni að safna orku og gengur það bara mjög vel. Margir á fésinu sem hafa sennt mér hamingjuóskur og þakka ég kærlega fyrir það. Þessi mynd var tekin af mér af Hermanni Aðalsteinssyni hann er með fréttasíðu frá Þingeyjarsveit http://123.is/641/ þar getið þið lesið fréttir úr sveitinni.
Jæja nóg af pikki í bili...þangað til næst

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Snyrtipinninn opnar


Snyrtistofan Snyrtipinninn opnar formlega mánudaginn 2. mars

verð með opið hún sunnudaginn 1. mars frá kl 12:00 til 16:00

Er með alla almenna snyrtingu og vörur frá [comfort zone]

Er með posa


Opnunartíminn er

Mán 16:00-21:00

Þrið lokað

Mið 10:00-18:00

Fim 10:00-18:00

Fös 10:00-18:00

Helgar lokað

Opnunar tilboð:

Nudd og maski 5000,-

Litun og plokkun 2700,-

Fótsnyrting með lökkun 4800,-

Vonast til að sjá ykkur sem flest

Anna Geirlaug snyrtifræðingur

Snyrtipinninn

Hólaveigi 2 kjallari

650 laugar

Sími: 4643200

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Hallúúú


Hæ...ekki mikið að frétta hér...bara sama sama. Hér í sveit er verið að vinna og sofa...
Vinnan fellst í því að reyna að koma "Pinnanum" á réttan kjöl...eða bara á stað. Og það gengur nú bara alveg ágætlega.
  1. Ég er búin að redda sveinsprófinu
  2. Búin að fá heilbriðisfulltrúa, sem var mjög jákvæður
  3. Búin að sækja um posa
  4. Búin að senda lista yfir vörur sem ég ætla að selja

Þannig að ég er bara að verða búin með þetta. Svo að ég held að það sé ekki óyfirstíganlegt að ætla að opna 1. mars.

Og flestir vita nú hvað sofa er. Þannig að núna er komin tími til að sofa. Og ég bið ykkur góða nótt.

föstudagur, febrúar 06, 2009

Flensa



Já ligg heima með flensu. Ætti maður ekki að geta lostnað við að fá flensu nema svona 3ja hvert ár. ekki á hverju anskotans ári. Núna myndi mamma mín segja að ef ég myndi éta þetta heilvítis sólblóma, lárviðarlaufs...blóma eitthvað þá myndi ég ekki verða veik. Og ég trúi henni ekki...svo er þetta svo hrikalega vont að það er alls ekki hægt að setja það inn fyrir sínar varir. Ég er eins og fólkið í mjólkurauglýsingunni....hef aldrei smakkað og trúi því ekki að það sé gott fyrir mig....og núna er ég farin að röfla...kannski er ég aðeins meira veik en ég hélt.

Gleymdi að láta lesendur mína vita að það væriu komnir hvolpar aftur á heimilið. Jú jú einhver gárungur sagði að það væri gott fyrir Blíðu að verða lóða 1 x eftir að hún átti hvolpana og við gerum það með góðri samvisku og þá kemur bara annar hundurinn hér í sveit og tekur hana fínt og til verða 2 alveg rosa sætar tíkur...þær heita Frigg & Freyja. Frigg er svört og hvít en Freyja er brún og hvít.

Jæja ætti að hætta að pikka fyrst að ég er ekki alveg með réttu ráði....sem ég er nú aldrei...þannig að ég ætti bara ekki að pikka yfir höfuð....múahahahaaha...En þangað til næst...

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Þorrablót í Reykjadal

Já þá er þessi þorrablótstörn búin hjá okkur hjónakornunum...erum greynilega orðin of gömul fyrir þetta. Blót 2 helgar í röð er bara of mikið. Við Ásta tókum til mat fyrir örugglega um 20 manns...og við sem vorum bara 5 þannig að það verður étinn þorramatur næsta mánuðinn. Enda var engin mamma til að passa að við misstum okkur ekki í þessu. En þó að það hafið verið mikill matur þá var hann góður og einnig voru skemmtiatriðin góð. Hlómsveitin var góð líka en hafði 2 galla. Það var það að þeir eru miklir aðdáendur af Björgvini Halldórssyni, en það er ég hinsvegar ekki og 10 mín sería með hans "besta" er ekki alveg mín uppskrift af góðu kvöldi og hvað þá ef að hún er tekin 2x.
...ég var bara í mínu persónulega heilvíti þarna...en það voru nú bara 20 mín af ballinu...hinn gallin var það að annar gítarleikarinn...hef ekki hugmynd hver það er var bara ekki nógu góður gítarleikari...og ég er ekki mikið fyrir að hlusta á vondan gítar...
Annars var þetta allt glymrandi, allir í svo góðu skapi og einnig fínir.

Þangað til næst

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Einn stór áfangi búin í lífinu...


Já núna er stór áfangi búinn í mínu lífi...var nebblega fyrir sunnan í sveinprófinu og það gekk bara svona glymrandi vel...bara skil ekki hvernig ég fór að því að falla í þessu þarna í vor. Kannski bjargaði tannstönglaleikurinn sem Harpa kenndi mér öllu....Allavega þegar að ég var farin aðeins að stressast þarna fyrir miðju prófi, þá hugsaði ég um tannstönglaleikinn og þá glotti ég bara og stressið fór...ekki slæmt.

Eftir sveinspróf buðum við Todda, sem kom með mér suður, Sigga bróðir, Kötu og Þóri í mat og horfðum saman á Evróvísjón...OMG...hvað er í gangi...hvernig voru hin lögin sem komust ekki áfram fyrst að þessi viðbjóður komst í undanúrslit...en nóg um það. Fór eftir þennan skemmtilega hitting í annan hitting...það hittumst við snyrtiskólabekkurinn minn og það var rosalega gaman að sjá þær...það mættu ekki allar...eins og er alltaf í svona stórum hóp...þá eru alltaf einhverjar uppteknar. En þær sem komu skemmtu sér vel. Ég fór samt snemma heim svo að ég myndi ekki sofna í ídýfuna hjá Maríu...hefði verið ósmekklegt. Var orðin frekar þreytt eftir langan dag.

Á sunnudaginn keyrðum við svo heim í alveg ágætis veðri, nema heimreiðin mín...hún var ekki skemmtileg. Þannig að núna er ég að vinni í því að fá vsk númer, símanúmer og tíma hjá heilbriðiseftirlitinu til að gera allt klárt fyrir að opna snyrtistofuna mína.

Þanngað til næst

föstudagur, janúar 02, 2009

2008 -2009

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka...þetta orti skáldið, verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á nótunum hver er skáldið. 2008 var alveg þokkalegt ár.
  • Ég kláraði samninginn í apríl
  • Féll í 1 í sveinsprófinu í maí (ekki gott)
  • Fór í sumarbústað á suðurlandið rétt eftir skjálftana í júní, fundum nokkra, og keyrðum svo neðrileiðina á landinu.
  • Ferming í Baldursheimi, Einar að verða stór í júní
  • Gullbrúðkaup hjá tengdó, grill og fallegt veður í júní
  • Fékk húsnæði í kjallara í Laugahverfinu fyrir stofuna mína í júlí, hef verið að innrétta hana og svo er á planinu að opna í febrúar 2009
  • Hjálpaði mömmu minni að flytja til Egilstaða í sept
  • Hrefna og Böðvar fluttu í nóv
  • Fékk að æfa mig vel í andlitsbaðinu á des
  • Gifti mig 21. des, ákváðum að skella okkur á þennan dag til að hafa þetta stutt og laggott...svo stuttur dagur skiljiði...
  • Fékk vinkonur mínar í heimsókn, það var alveg rosa gaman, skelltum okkur á ball í Bárðardal og fundum "bar sem hægt er að græða á" hann var svooooooooo ódýr....eða svo sagði ein góð í hópnum. Einnig var spilað og borðað gott.
  • Áramótin voru haldin í Baldursheimi og voru alveg hreint ljúf...góður matur borðaður, skemmtilegur félagskapur, fínasta skaup og svo flottir flugeldar
Það sem er næst á dagskrá er að taka sveinsprófið...17. jan 2009...nú er komin dagsetning á þetta og ég með fullan maga af fiðrildum...ekki gott...
Samantekt af árinu hefur verið pikkuð hér...vona að allir hafi haft það gott þetta ár sem er liðið og vona líka að 2009 verði viðburðaríkt og skemmtilegt fyrir alla.