sunnudagur, október 17, 2004

Veðurfar á Íslandi

Já eins og þið vitið þá er veðurfar á íslandi VOÐALEGA köflótt þannig að maður á ekki að verða hissa að vakna um hádegi og sá að það er allt hvítt úti en ég er orðin svooooo dekruð (meira en vanalega) að ég er ekkert sátt við þennan óþvera. Jú ég er stelpan sem á snjósleða inni í skemmu sem er að rikfalla en samt það á ekki að koma snjór strax. Ég á eftir að yfirfara hann þannig að þá á maður ekki að hafa snjó strax til að ég fari bara með hann út og það verður ekkert gert við hann því að ég er úti að keyra.
Svo er þetta bara svo leiðinlegt. Það á bara að koma 1/2 mánaðar stórhríð í lok nóvember og svo bara frost og gott veður til að það sé hægt að vera úti á sleða á aðfangadag. Já þannig finnst mér að þetta eigi að vera en er einhver séns að maður fái allt það sem maður vill.......held ekki allavega er ég ekki búin að vinna 132millj. í víkingalottóinu..... maður þarf nú samt að spila með til að vinna er það ekki?

miðvikudagur, október 13, 2004

"Flensa dauðanns"

Já eins og þig kannski vitið þá er ég ekki alltaf mjög góðhjörtuð.
"Flensa dauðans" er búin að ríða(tíhí) norðurlandinu að fullu(tíhí) og litlu sætu stelpurnar sem allir snúa sig úr hálsliðnum eru núna búnar að vera rauðeygðar og rauðnebbaðar :o) Og ég þessi góðhjartaða kona er búin að hlægja mig máttlausa yfir því en svo bregðast krosstré sem önnur tré núna er ég komin með rauð augu og rautt nef og það er satt að sá hlær best sem síðast hlær :o(

sunnudagur, október 03, 2004

Fráls loksins

FRJÁLS LOKSINS FRJÁLS!!!!!!!!!
Já þetta er loksins búið. Hjónaballið er búið og það gekk ágætlega. Maturinn kláraðist en allir fengu sér bita og voru ánægðir það voru bara við aumingjarnir í nefndinni sem gátum ekki fengið neinar kartöflur og neitt salat þannig að við borðuðum bara kjötið þurrt en annað held ég að allir hafi verið ánægðir með þetta.

laugardagur, október 02, 2004

Kvöldið

Jæja núna er ég búin að ákveða að hætta í Laugaseli sem er nú ekki svoooo slæmt því að ég var nú orðin doldið leið á því að vera alltaf ilmandi af djúpsteikingarfeiti.... en svona er það.
Kaldhæðin er alltaf nálægt því að ég fer að vinna í Laugafisk og þar er nú lyktin ekki góð ef ég á að segja alveg eins og er þá er hún alveg hræðileg eigilega alveg viðbjóðsleg. Ef að ykkur finnst lykt af fólki í frystihúsi vond þá er þessi svona 100 sinnum verri.
En nóg um það. Það sem ég ætlaði að tala um var það að ég var búin að gleyma hvað Bush er góð hljómsveit það er nú þannig að ég var að hlusta á þá á leiðinni heim úr vinnunni og ég man ekki eftir lagi sem að maður hefur þurft að skippa yfir því að það er svo leiðinlegt. En ef þið eruð ekki sammála þá meigið þig alveg segja það