fimmtudagur, apríl 26, 2007

Bara smá pistill


Vildi bara óska Ástu Rún frænku minni til hamingju með ferminguna sína...þetta var falleg veisla hjá þér...og eins og þið sjáið var hún mjög falleg sjálf.

Hér er allt eins og það er vant að vera...farið að hlína þó að það sé auðvita rok...eins og svo oft í höfuðborginni...en sem betur fer fer þetta að vera búið og ég get farið í sveitina og slappað af...

Ég er líka komin með samning ef að ég hef gleymt að segja einhverjum það...hann er á Snyrtistofunni Hilmu á Húsavík...það verður frábært...þá get ég keyrt í vinnuna og heim aftur.

En jæja nóg af þessari vitleysu í bili....hafið það gott

fimmtudagur, apríl 19, 2007


Ætlaði bara að óska öllum GLEÐILEGS SUMARS með þökk fyrir veturinn

Við hérna á Laugavegingm erum á lífi þó að það hafi verið bæði bruni fyrir neðan og flóð með 80°c heitu vatni fyrir ofan...þá láum við í makindum okkar og horfðum á imbann...og vissum ekkert af þessu...tókum að vísu eftir því hvað hva hljóðlátt...síðan komu fréttirnar og við sáum hvað var í gangi...og við ánægðar með að vera bara heima og að hafa það bara notalegt.

Jæja nóg í bili....hafið það gott á þessum fyrsta sumardegi.

mánudagur, apríl 16, 2007

Grímuball

Um helgina skellti ég mér í flugvél og skellt mér svo á grímuball í sveitinni. Þetta var rosalega gaman og við Hermann fórum sem vampíra og 18. aldar lady...sem er finndið því að ég er enganveigin dama. En eru ekki grímuböll til þess að skella sér í eitthvað sem maður langar að vera en getur það ekki. Þetta byrjaði vel en endaði ekki eins vel...allavega ekki hjá mér...eins og ég sagði þá hrapaði daman eftir því sem að hún drakk meira...greinilegt að ég hef ekki drukkið í marga mánuði og var frekar svört...og dagurinn eftir var þeimmun verri...Þökk sé góðum vinum komst ég heim...og suður svo í gær...og í skólann í dag...þó að ég hefði viljað vera heima...maginn ekki góður enn...

En það var samt rosalega gaman...og ég mæli með því að allir fari á grímuball einu sinni á ári. Endilega skoðið þið myndirnar hjá mér...hafið það gott...og vona að meltingin hjá ykkur verði góð þó að mín sé ekki komin í gott lag enn...

mánudagur, apríl 02, 2007

Betra er seint en aldrei


Já ég veit...ekki góður bloggari...skrifa bara svona 3 á ári eða rétt rúmlega...en maður verður að hafa eitthvað um að skrifa til að geta bloggað...er ekki viss um að þig nenntuð að lesa um litun & plokkun á hverjum deigi...eða vaxaðan nára...já svona er þetta núna...bara að vinna og vinna (sko í skólanum). Núna eru að koma páskar og ég veit að ein var búin að lofa að það yrði snjór...sé það ekki alveg fyrir mér...en ég verð vara að vonast til þess að hún sé sannspá í þessum efnum...svo að sonur hennar geti komið á sleða til mín um páskana...

Já fer norður á miðvikudaginn og á fimmtudag ætla ég að fara á Hvanndaslbræður á Akureyri og síðan á Ljótu hálvitana í Skjólbrekku...þannig að það ætti að vera nóg að gera.

Drottningin á heimilinu fór alveg með mig...ja allavega kenni ég henni algjörlega um allt sem er að mér í dag... og ég hef sönnunnargagnið ....kattahár í nefinu í morgun... ég vaknaðið nebblega illahaldin af höfuðverk... með meiri kvef í lungum og alveg eins og drusla og hvað gerir maður...já auðvita kennir maður kéttinum um. Það er bara svo einfallt...og ekki kvartar hún yfir því....að vísu er eigandinn eitthvað að væla yfir því að ég eigi ekki að kenna Drottningunni um þetta vesen...það gæti farið illa með mig...og jú kannski bara drottningarsvik og það var dauðarefsing...kannski nær hún að troða það miklu af hárum að ég kafni...

Jæja þá er komið nóg af þessu bulli...ég segi bara "Gleðilega páska" og farið varlega í skemmtanslífinu um páskana.