þriðjudagur, mars 29, 2005

Blíðufréttir
Já núna eru páskarnir búnnir...páskaeggið búið og gestirnir farnir....
Eins og allir hérna á norðurlandi urðu varir við þá var alveg frábært veður um páskana. Það má eiginlega segja að það hafi verið “Blessuð Blíða”

Ég fór ekkert á ball um helgina kannski er maður orðin gamall þegar maður lætur Sóldögg framhjá sér fara en þannig er það nú bara.
Sóldögg var að spila á páskaballi á Húsavík, en ég fór ekki. Jább þannig er það.

Fórum í Baldursheim á föstudaginn langa í afmæli.....67 ára afmæli....Gunna & Sólveigar. Gunni var 40. 12 mars og Sólveig 27 ára 26 mars.....og það var alveg hellingur af kökum og maður át náttúrulega alveg til óbóta og það tvisvar sama daginn. Og það var auðvita eins og alltaf í Baldursheimi hellingur af fólki. Eins og maður hafi gott af því. Hehe Sá litlu stelpuna þeirra Böðvars og Hrefnu og hún er doldil varta....alveg pínu lítil...Maður verður alltaf jafn hissa þegar maður sér nýfædd börn hvað þau eru lítil. Það er nú ekki eins og maður sé ekki vanur börnum þegar maður á 7 systkini.

Svo lá maður bara í leti alla páskana og át páskaeggið mitt og Hermanns........Marsbúapáskaegg nr 4 og það er hellingur af nammi í þeim....
Leti og át þannig að maður verður bara að labba 3 hringi í kringum landið.

Þá eru komnar Blíðu fréttir

laugardagur, mars 19, 2005

Jibbý!!!!!

Já það er sko Jibbý!!!!!!!!!!!
Já fékk sms frá minni frábæru vinkonu Dóu í dag og hún sagði mér að Velvet Revolver væru að koma til Íslands...... Og ætla ég að fara......Nei....Ójú það er ekki séns að ég missi af Slash þegar hann loksins kemur til landsins ekkki fræææææððððiiilleeeegur möguleiki................#$#@##

Veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér þangað til annað en að hlust á þá og bíða til 7 júl það gæti orðið erfitt enn maður verður bara að vera þolinmóður......að hugsa sér að maður sé að fara að hlusta á besta hluta Guns'n'Roses......átti minna von á því en að fara á Metallica....

Já þá er búið að ákveða á hvaða tónleika við förum á á þessu ári Dóa mín
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!JIBBÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já og svo eignuðust Herfna & Böðvar litla stelpu í morgun
Hjartanlega til hamingju meðu það

fimmtudagur, mars 10, 2005

09.03.2005
Hafið þið einhvern tíman haft svoleiðis dag að “bad hair” day er ekki svo slæmur....
Já þessi dagur hefur verið þannig og ég veit ekki hvað maður á að gera af sér.
Það er alveg sama þó að maður reyni að mála sig eða gera sig einhverneigin fína þá bætir það ekki líðanina. Já svona eru sumir dagar og þá er ekkert annað að gera en að liggja í rúminu og sofa eða lesa góða bók.

Það fer nú alveg að koma að því að Böðvar verði pabbi í 2. sinn. Og hvað ætli það verði strákur eða stelpa.....já það er ekki gott að segja.....en sumir sem ég þekki munu allavega alveg vita það og vissu það allan tíman þó að sumir hafi ekki sagt neitt fyrr en barnið fæðist....áður en Hólmgeir fæddist þá var ég viss um að hann væri strákur.... .....auðvita er það eitthvað “mystic” við það ég er náttúrulega meið dulda hæfileika.....Neibb ekkert þannig. Þau voru bara ekki með nafn á strák þannig að það hlaut að koma strákur en ekki stelpa...er það ekki alltaf þannig þegar maður er undirbúin með eitthvað þá kemur það ekki alveg eins og það væri best planað...en þannig er nú bara lífið....Já hvort verður það strákur eða stelpa “that is the question”. :)

10.03.2005
Já það er þannig að suma dagana er maður alveg eins og skítur og aðra vaknar maður, ég ætla ekki að segja fallegur, en svona þolanlegur. Og þegar maður vaknar kúkugur þá verður maður bara að reyna að þrífa hann ef sér, er það ekki? Og það er það sem ég er að búin að reyna að gera þannig að núna er bara að vera ekkert að þvælast fyrir framan spegill eða umgangast fólk þá ætti þetta að reddast að sannfæra sjálfan sig um að maður sé þolanlegur.

Nei að öllu gamni slepptu þá held ég al lærið sé alveg að koma til allavega ekki sársauki nema að koma held ég harkalega við kúluna. Og það er ekki efst á tékk listanum. Þannig að ég get kannski farið að vinna núna meira en 25% vinnu. Og þá ætti skapið að lagast og kúkafýlan líka, er það ekki?

Skrifa orðið bara í tölvuna og copya það svo yfir...er að spara :)

Jæja Blessuð Blíðan hefur lokið sér í dag þannig að.....Takk fyrir að lesa.

sunnudagur, mars 06, 2005

Þessi dagur er búin að vera alveg rosalega erfiður.....
Byrjaði á smá þýnku..sem ég átti nú bara ekki skilið miða við oft áður...2 bjórar, og 2 skræfur og 2 vodkaglös...það hefur oft verið meira. En það er nú samt þannig að ég varð bara þokkalega þunn... kannski var það bara að það var ekki mikill svefn heldur.

Svo fékk Blíða einhvernskonar eitrun sem ég veit ekki alveg hvernig ég get líst öðru vísi en ofvirka Parkinson. Át eithvað eitrað og skalf og nötraði öll og maður hélt að það þyrfti að stytta þjáningarnar hennar. En hún er öll að braggast.

Síðan var það skattaskýrslan. Búin að kvíða svoooo mikið fyrir henni en svo var þetta ekkert mál. Það var nú bókstaflega allt þarna inni þannig að ég þurfti ekki að eyða 14þús kalli til að láta einhvern gera þetta fyrir mig.

Þannig að þegar þetta allt er tekið saman þá er þetta bara þokkalegur dagur, en samt ROSALEGA ERFIÐRU.

Seinna.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Og það kemur annar dagur á eftir þeim næsta...Munið þið þegar þið voruð lítil að þegar maður var að bíða eftir einhverju þá leið tíminn ekki neitt. En núna þá svífur tíminn bara áfram og það er ekkert sem að maður getur til að stoppa hann. Maður nær ekki einu sinni að njóta hans af því að maður er svo rosalega upptekinn. Já þannig er þetta með tímann.

Það er rosalega fallegt veður hérna fyrir norðan, að vísu er þetta leiðinda rok og maður verður svo rosalega pirraður að það er bara hættulegt. En samt fallegt veður ef að maður er inni

Svo kom náttúrulega skattaskýrslan í gær og þá þarf maður að fara að leggja höfuðið í bleyti og reyna að hugsa aftur...Við erum nebblega að hugsa um að gera hana sjálf..þurftum að borga 30þús fyrir hana í fyrra og ætlum ekki að láta það gerast aftur.
Ætlum bara að fá okkur kennara( vinkona okkar) sem ætlar að kenna okkur þetta. Þá ætti þetta kannski að reddast og vonandi verðum við ekki tekin fyrir skattsvik vegna einhverra mistaka.

Já þá held ég að pistillinn frá blessaðri blíðunni sé bara komin í dag.
Takk fyrir að lesa.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Já þannig er það nú.....
Búin að vinna í tvo 1/2 daga og held bara að ég lifi þetta af...og líka 30. aldurinn....allavega segir Dóa það.....þannig að þið hin sem að lifðuð þetta af eruð ekki bara svo vitlaus að þið föttuðuð það ekki.....að lifa það af meina ég....Hélt að Elva, Búi, Hermann og Todda og Þórir væru bara svo "léttvæt" í kollinum að þessvegna væru þau enn á meðal vor en það er ekki þannig, það segir Dóa að minnstakosti og hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Angel
Veðrið í dag var kallt Freezing allavega í vinnunni...hornös og allt...
Jæja skrifa seinna...