föstudagur, ágúst 31, 2007

Reykjavík

Hæ hérna...er lifandi enn....er nú í höfuðborg bleytunnar (Reykjavík)...þó að það hafi verið óvenjulega þurrt þar í sumar...skilst mér...Hér er ég stödd í viðskiptaferð...gaman að segja þetta...já við í vinnunni erum hér til að skoða sýningu sem er haldin fyrir snyrtifræðinga, hárgreiðslufólk og fleiri....og ég er hér með þeim til að sjá þetta allt saman.....er í vist hjá henni Hörpu minni og hjá okkur er dekurkvöld...Harpa fékk litun og plokkun og ég fékk nudd...æðislegt þó að ég hafi nú bara grenjað....eða næstum....það komu allavega tár...síðan er eldaður góður matur....jú og ekki má gleyma að við skruppum aðeins í evans og það fuku seðlarnir...Takk pabbi fyrir útskriftargjöfina....

Fer suður aftur næsta föstudag og þá verður gaman....þá kemur CORNELL til landsins og heldur tónleika....víííí.....rosalega verður það gaman....að fá að sjá KÓNGINN....allavega er hann það í mínum augum.....og þið fáið að heyra allt um það þá en nóg í bili....ætla ekki að einoka tölvuna hennar Hörpu alveg....Hafið það gott um helgina esskurnar mínar...bæbæ

mánudagur, ágúst 13, 2007

HÆ!!!!

Ætlaði bara aðeins að láta vita af mér...ég er enn á lífi og það er rosa gaman í vinnunni. Þetta er fínn staður. Það eru snyrtistofa, hárgreiðslustofa og svo eru sjúkranuddarar þarna líka....og ekki skemmir fyrir að það er fatabúð þarni líka á hæðinni.
Versló...þá vorum við bara heima ég og Hermann...stelpurnar komu til mín og við (Hermann) grilluðum, fyrst lamb, svo humar og síðast ananas...sem síðan var dýpt ofan í malibú/súkkulaðisósu...ummmm....ekki slæmt það...
Núna er Dóan flutt til Amsterdam með viðkomu í Köben...væri til í að fara og hitta Elvu í Köben...væri örugglega gaman að fara í nóvember...þá er farið að vera jólalegt og þá er skilda að fara í Tivolí......
Jæja það er best að koma sér heim og slaka á eftir skemmtilegan vinnudag....sorry stelpur ég er ekki búin að fá leið á þessu þó að skólinn hafi verið erfiður....þetta er bara rosa gaman....en erfitt...
Hafið það gott esskurnar...þar til síðar....