þriðjudagur, september 25, 2007

Bernskan...



Já bernskan er misjöfn hjá fólki, eins og fólk er margt....vá...þetta var "deep"....en já ég er búin að vera að skanna myndir frá því að ég var lítil og setja inni í tölvuna til að geta átt þær og setja kannski sumar inn í ramma til að sýna fólki hversu fallegur maður er....því jú ég hlít að vera fallegasta stórslys sem hefur verið í manna mynnum.

Sumarfrí!!

Já núna þessa stundina er ég í sumarfríi...og hvernig er þetta....jú það er snjór...ekki alveg hvítt en í grænu grasinu er snjór líka....ekki voðalega sumarlegt...en samt...þá er það bara að gera allt klárt í húsinu sínu...núna erum við nebblega að brjóta allt í forstofunni okkar til að setja gólfhita svo að Blíðu verði ekki kallt á kvöldin...allt fyrir giktarsjúklinginn okkar...það skemmir ekki fyrir að það sé líka fljótlegra að þurrka upp bleytuna sem kemur á gólfið hjá okkur en aðalega er þetta fyrir hundinn okkar...hehe


Jæja þá ég búin í bili...smá sýnishorn af því sem ég var að gera...ég og mamma saman

laugardagur, september 15, 2007

Sprungin blaðra

Já tónleikar aldrarinnar eru búnnir...Cornellinn farinn heim og það jaðrar við að það sé spennufall hjá manni. Maður vinnur eins og mó fó....og ekkert við því að gera....og svo er ég líka komin í 2 kúrsa í fjarnámi...þetta verður spennandi...

Cornellinn stóð alveg fyrir sínu...einhver hélt því fram við mig að Chris Cornell væri ekki góður live...bara að ég myndi eftir hver það var sem sagði þetta við mig því að ég myndi láta hann éta þetta ofan í sig allt aftur...hann var alveg hreint út sagt frábær...Tók hvern smellinn eftir annan og ég var orðin svooo þreytt í kjálkunum því að þeir löfðu bara og ekki bara yfir vel skapaðri bringunni heldur bara að vara þarna og horfa á hann og ekki nema nokkrar hræður á milli okkar....það er alveg rosalegt að vera á tónleikum með einhverjum sem að maður er búin að hlusta á í .....ja mörg ár....frá því að maður var 16. ára.....og það er alveg óþarfi að reikna út hvað það er langur tími. Ótrúlegt....

Vinnan er enn mjög skemmtileg...var á fimmtudaginn með nudd og þá getur maður hugsað um allt meðan maður nuddað og ég komst að því að ég er mjög sátt...held bara að ég sé búin að finna hilluna mína í lífinu...það er jú gott orðatiltæki sem hljómar svona "BETRA ER SEINT EN ALDREI"

En jæja það er þá komið nóg í bili...ég verð að halda áfram að þrífa bílinn hennar ömmu....hafið það gott þangað til næst...og raulum Cornell....þar til næst