miðvikudagur, október 26, 2011

ANSKOTINN!!!!!

Flensan er búin að ná mér...lýst ekki á það því að Hermann er líka lasin. Vona bara að þið lostnið við þetta heilvíti..

mánudagur, október 24, 2011

Brotist inn

Inn á heimilið hefur brotist inn Flensa.....hún náði Hermanni en ég berst við hana og vonast til að vinna hana. Hún læddist inn í gær dag með smá hósta í Bóndanum. Síðan í gærkveldi um 10 þá réðist hún til atlögu og Hermann féll strax í valinn....núna liggur hann útúrdópaður annað hvort að drepast úr hita eða drepast úr kulda. En ég eins og sagt áðan reyni að berjast við að hunsa hana þó að það sé kláði í eyrum og háls skrítinn...

Hermann minn láttu þér batna

miðvikudagur, október 12, 2011

AFMÆLISSTELPA!!!


Hún Guðbjörg Lilja
litla systir mín
á
afmæli í dag
Hjartanlega til hamingju
með afmælið
njóttu dagsins.

þriðjudagur, október 11, 2011

AFMÆLISSTRÁKUR


Hann Hermann minn á afmæli í dag, orðin fullorðin 41 árs.

Hjartanlega til hamingju með afmælið Mannsi minn
verst að þú ert ekki heima til að fá köku
en við borðum bara góðan mat á föstudaginn
til að bæta það upp

sunnudagur, október 09, 2011

Hér eru tíu einfaldar leiðir til að dekra við sig og njóta þess að slaka á án þess að þurfa að eyða fortune.


1. Slökktu á símanum þínum og heimasímanum og gleymdu heiminum í smá tíma.

Spa símiSlökktu á farsímanum


2. Kveiktu á ilmkertum eða bara venjulegum kertum og farði í langt, heitt bað eða sturtu.

Spa kertiKerti skapa alltaf góða stemmningu

3. Þurrkaðu andlitið á þér þannig að það sé enginn raki í því. Settu svo á þig Vaselin og hafðu það á yfir nóttina. Húðin verður ótrúlega mjúk og fresh eftir það.

Spa andlitMjúk húð


4. Settu á þig Aloe vera gel eða krem á andlitið, það er svo friskandi! Náðu svo í hárblásarann þinn og notaðu kaldan blástur á andlitið á þér í 5 mín. Ég veit að það hljómar skringilega en það er ótrúlega þægilegt.


5. Daginn áður en þú ákveður að hafa „spa day“ skaltu fara í Office 1 eða í aðra búð og kauptu 2-3 tísku- og slúðurblöð. Komdu þér svo vel fyrir í sófanum eða upp í rúmi, kveiktu á lampa og flettu í gegnum blöðin.

Spa tímarit

6. Láttu makann þinn eða einhvern sem þér líður þægilega í kringum nudda á þér axlirnar og bakið.

Spa nudd

7. Taktu gamla naglalakkið af þér og náðu þér í skál. Settu volgt vatn í hana og hárnæringu eða baðolíu í vatnið. Settu svo hendurnar þínar ofan í skálina í svona 10 mínutur til að mýkja þær.


8. Mani-Peddí : Eftir að þú hefur verið með hendurnar í skálinni skaltu snyrta neglurnar þínar og naglalakka þær í flottum lit.

Spa naglalakk

9. Settu skemmtilega mynd eða skemmtilegann þátt í dvd tækið, kauptu þér súkkulaði og eyddu kvöldinu í að kúra uppi sófa að horfa á eitthvað.


10. Settu á þig andlitsmaska og gúrkusneiðar yfir augun. Kveiktu á róandi tónlist, leggstu niður og slakaðu á.

Spa maski

Skírn í gær

fór í skírn í gær...þar var fagur söngur, engin kirkjukór...þannig að það voru bara 2 fjölskyldur sem góluðu einhverja sálma...síðan var gusað vatni yfir saklaust sofandi barnið og honum gefið nafnið MARKÚS MÁNI...upprennandi handboltastrákur. Ennig var haldið upp á afmæli Kristófers Mána sem verður 2ja ára á morgun...Siggi & Kata til lukku með strákana ykkar...og takk fyrir mig í gær.

miðvikudagur, október 05, 2011

Fyrsti snjórinn

Þá er það fyrsti snjórinn sem kemur á þessu hausti...eða nei það er víst búið að snjóa 1x áður akkurat þegar að við vorum að smala...en hann fór samt um daginn þannig að það er ekki að marka. En núna helst snjórinn lengur og snjóar smá enn. Það er fallegt þegar að jörðin er komin með hvítu sængina sína, allt verður svo hreint og fallegt. Snjórinn fellur af þakinu meðan að regndroparnir leka af húsþökunum.

Annars er ekkert að frétta úr Flísinni....jú nema að Siggi bróðir ætlar að skíra um helgina og ég get ekki ímyndað mér hvað það verður....kannski Hallgrímur eða Halldór....en samt ég veit ekki...kemur í ljós um helgina.

Þangað til næst.

mánudagur, október 03, 2011

Daginn

Fékk lánað hjá Hörpu vinkonu minni...fannst þetta sniðugt

Úr kennslubók í heimilisfræði:

Svona var þetta í gamla daga..Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.


1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.

9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

finnst á http://harpalisibet.blogspot.com/...sniðug stelpa hún