mánudagur, desember 19, 2005

Reykjavík

Já núna er ég staðsett í Reykjavík.....nánar tiltekið í 101. Er að bíða eftir því að Elva gellan komi til landsins......hún verður sko aldeilis yfirheyrð um allt sem hún hefur verið að bralla þarna í útlandinu.

Fór á jammið með Dóu og Sólveigu á Nasa þar sem Hjálmar, Mugison og Trabant voru a spila. Það var ógeðslega gaman...Svo fórum við og jömmuðum aðeins meira og svo var farið heim....

Ég er að verða búin að kaupa gjafir fyrir alla.....Já líka þig Todda......en hvort að þú verðir ánægð er bara spurning um hugarástand.....

Fórum út að borða í gærkvöldi á Ítalíu....ég pantaði mér piparsteik vel steikta og hún var ÆÐISLEG....þetta var sko engin 30 ára belja...held að þetta hafi ekki verið með sinar...kannski eru nautin hérna á Suðurlandinu aðrar tegundir en fyrir Norðan :o)

Veðrið hérna í borginni er búið að vera doldi spes.....sól...rigning....stórhríð og allur pakkinn.

Jæja þá er að fara að næra líkamann....Sæl að sinni

sunnudagur, desember 11, 2005

bara dugleg

Já ég er að reyna að vera smá durgleg og gera eitthvað í þessu bloggi.
Já ég er ekki frá því að það séu að koma jól...við vorum að kveikja á jólaljósunum hérna úti hjá okkur í sveitinni.....
Við vorum að skoða 9 daga spá á netinu og það er gjörsamlega brjálað veður um næstu helgi....auðvita það er helgin sem ég og Hermann ætluðum suður og heimsækja Dóu....en þetta er nú í lagi þegar maður á svona góðan bíl eins og ég á.
Annara er nú bara brjálað veður hérna hiti og læti...það er bara afþví að ég var að kaupa mér ný(gömul) skíði á sleðann minn og þau fara bráðum undir....þannig að snjórinn er bara að fara....
Jæja best að fara að læra aðeins meira í ensku fyrir morgundaginn.
Blíðan kveðuur að sinni.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Það eru byrjuð próf

Já það er satt maður á að skammast sín yfir því hvað maður bloggar sjaldan....en ég hef bara haft svoooo mikið að gera....nei annst hef ég ekki nennt því vegna þess hvað blessað netsambandið hjá mér er gott. Maður er 1/2 tíma að fá einhverjar síður inn hvað þá að reyna að gera eitthvað...en núna er ég við tölvu í skólanum og þær virka. Þannig að ég er ekker t svoooo lengi að gera þetta.

Já prófin eru að byrja á morgun...ég fer í fyrstu 2 prófin mín á laugadaginn og kvíði smá fyrir en ég fæ að vera í sér stofu og lengri tíma þannig að ég er nú betur sett en oft áður. Svo tala kennarar líka mikið um það sem verður í prófunum þannig að maður veit nokkurnveginn hverju maður á að sleppa.

Fer suður 16 des að hitta Dóu og hitti Elvu líka þannig að þetta verður alveg frábært. Ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir á ekkert mikið eftir en ég veit ekki alveg hvað ég á að gef a bræðrum mínum....er búin með systurnar...og ef þið eruð að lesa þá bara na.na.na.na.na.na.na.......En fyrir strákana má koma smá hint því að ég veit ekki hvað þeir vilja.... Kannski ég sendi Lindu sms til að spyrja hana.

Jæja þá kveður Blíðan að sinni í heilv....djöv....ansk....hlákunni

mánudagur, október 24, 2005

Prófium lokið

Prófum lokið í bili....það er aldeilis munur. Mér gekk ágætlega í frófunum. Hef fengið 1 einkun og hún er ein 9 sem ég er auðvita ógeðslega ánægð með......Herrar mínir og frúr ég fékk 9 í Líffræði.

Annars er nú ekki mikið að frétta. Jú að vísu fór ég út að skemmta mér 2 kvöld í röð sem gerist ekki oft í sveitinni. Fyrst fór ég á Hjónaball á föstudagskvöldið í Reykjadal og svo á Slægiball á laugadagskvöldið. Þetta var allt saman ágætt....Dóa kom ekki :( þannig að ég þurfti að drekka 1 stóra Lambrusko alein á Hjónaballinu. Og sem betur fer var engin þynka daginn eftir. Hljómsveitin var nú ekkert spes allavega fyrir mig. Hún var skárri á Slægiballinu. Fékk kúltúrsjokk þegar að ég sá alla litlu krakkana rúlla þarna um blindfull....en þau vour bara ekki lítil ennþá því að þau voru öll orðin nógu gömul en ég var miklu eldri. sem er mesta sjokkið.....Sá 2 gamla bekkjarbræður annar lifir í voninni um að verða aldrei 30 og hinn er rétt að verða 31. Eins og ég sagði GAMALL...Já maður er orðin gamall.

Jæja læti ykkur vita hvað ég fékk í einkunn í hinu...mér vonandi til mikillar ánægju
Blíðan kveður í bili

föstudagur, september 30, 2005

5 tilgangslausar staðreinir um mig...

5 tilgangslausar staðreinir um mig...
1. Þegar ég var ungabarn þá fauk vagnin sem að ég svaf í niður 1 1/2 m stall. En ég svaf bara en að vísu svoldið skrítin eftir það.
2. Ég átti bangsa sem að ég skírði Hallbjörn eftir einhverjum húsvíkingi.
3. Þegar ég og vinkonur mínar 2 bjuggum saman í Reykjavík var sunnudagssteikin slátur & lifrapylsa.
4. Ég hef ótrúlega gaman af jólunum og er farin að bíða eftir að þau komi.
5. Já og síðast en ekki síst þá fékk ég 7 í enskuprófinu.

Þá er það komið og ég er að hugsa um að klukka....hum....Þóreyu og Magga, Ólöfu frænku mína og Didda(Kristinn Inga)
Takk fyrir þetta Dóa :)

mánudagur, september 26, 2005

Það er að koma próf

Já það er að koma próf í ensku hjá mér á morgum og það er þokkalegt stress yfir því vegna þess að þó að maður skilji alveg slatta í talmáli þá er maður ekki góður í stafsetningunni sem að kennaranum finnst að manni ætti að takast að gera þokkalega.
Það er bara snjór hérna á norðurhjara og manni finnst það ekki sangjarnt því að ég var alveg viss um að það væri góður september en eithvað mistókst í minni spá. Greinilegt að það er bara öfugt við það sem að ég held.

Hermanni finnst þetta alveg frábært...hann hefur þá mikið að gera og getur grætt á tá & fingri. Sem er að vísu gott fyrir mig því að ég get eithvað eitt peningunum hans því að ég fæ enga....ekki gott að vera skólastelpa. Neibb bara alls ekki. En það borgar sig samt því að eftir nokkra mán verð ég komin suður og læra þar ef að allt gengur upp hérna í FL.

Jæja ætli það sé ekki best að hætta...er að fara í skólann. Fleiri fréttir síðar frá Blíðunni...
Jú annas Blíða er ólétt...þannig að það verða bara hvolpar í jólagjöf :)

sunnudagur, september 18, 2005

Það er farið að snjóa

Það er farið að snjóa og mér finnst það bara allt í lagi....maður er orðin svo mikill busness dama að maður vill bara að maður geti fengið einhver dekkjaviðskipti og reynt að græða á sveitungum mínum....svo fær maður samviskubit yfir því að vera svona gráðugur....en verður maður ekki að vera svona ef maður á að gera rekið fyrirtæki.
Svo er líka annar kostur......kannski eru einhverjar líkur á því að maður geti farið og keyrt snjósleðann sinn ef að það heldur áfram að snjóa....ekki vitlaust það.

Skólinn gengur ágætlega en samt er doldið erfitt að þurfa að fara að skrifa ensku aftur það er bara rugl...maður klikkar alltaf á þessum smáu orðum, þannig að maður fær út blóðugt blað til baka vegna þess að kennarinn kláriði bleika pennan í að leiðrétta hjá manni...
En þetta er nú ekki svo slæmt nema að ég held að hann sé með smá spes bókmenntasmekk
.....allavega er The Grate Gastby ÖMURLEGA LEIÐINLEG BÓK og það er eginlega allt sem hægt er að segja um hana.....

Núna langar mig bara að fara að fara að djamma það er orðið svo ansk...langt síðan maður gerði eithvað svoleiðis....held bara að það sé að verða öld....manni finnst það allavega.
Mig langar til Reykjarvíkur að rölta Laugarveginn á föstudeigi og fara svo og taka sig til, til þess að fara út að borða og svo á einhvern bar......Já það er langt síðan þetta var gert síðast ....ógeðslega langt síðan.

En það ætti nú kannski að fara að koma að því ef að ég ætla að fara og hitta Dóu í október eða þegar langa helgin er. Já það er nú þanngi þegar maður er nemandi í skóla þá fær maður frið sitt....að maður hafi einhverntíman dottið í hug að það væri svakalegt að vera nemandi þá sé ég að það er miskilningur.

Jæja Blíðan hveður að sinni...

fimmtudagur, september 01, 2005

Fyrsti tíminn

Já núna er hann byrjaður blessaður skólinn...fyrsti tíminn í dag og það var náttúrufræði 103. Það er líffræði væri spennandi ef að það væri ekki fyrirlestur og ritgerðir þá væri þetta allt í lagi en það er það ekki og ég er komin með kvíðahnút yfir þessum fyrirlestri að það liggur við yfirliði. Ef að hann mætti vera eins og ljóðalesturinn sem að ég var með á hjónaballinu (þá las ég upp ljóð í hljóði og það var túlkur sem sagði með tilfinningu hvernig mér leið og hvar ég væri í ljóðinu)það myndi reddast en verð víst að sjá um þetta sjálf... og er farinn að grænka strax...Verst að þú getur ekki reddað því líka Dóa mín...En nóg um það

Get unnið eitthvað með í vetur er núna að stressast yfir því hvort að það er nokkuð of mikið....hvort að ég hafi nógan tíma til að læra...En það kemur bara í ljós....og þá verður maður bara að minka við sig vinnu...hvað sem bossarnir mínir segja þá eða veskið...

Veðrið er farið að batna held að það sé bara af því að það er kominn september og þá er oft gott veður....byrjaði að vísu í gær en ég held að það hafi bara verið vegna þess að það voru bara nokkrir klst. af ágúst. Vona bara að veðrið verði eitthvað svona áfram svo að við getum farið að jeppast upp í Herðubreiðarlindir.

Seinna.

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Skólasettning

Jæja núna er komið að því...það er komið að skólasetningu...já og peningarnir eru að fljúga...skólabækur úff það er ekkert gefins að vera námsmaður maður kaupir gamlar bækur á alveg fúlgu....þannig að maður verður ekki vel efnaður.

Sit hérna í vinnunni fitla við tölvuna og hlusta á The Hitchhiker's Guide To The Galaxy og er komin að kafla 7...þetta er alveg frábært....Hef oft heyrt Elvu seigja eithvað úr þessu...Sérstaklega mynnistætt í stórhríð á leið frá Egilstöðum fyrir nokkrum öldum síðan...shit hvað maður er orðinn gamall.

Veðrið er ekki gott mætti alveg vera gott og sól.
Þá er blíðan hætt í bili...seinna

mánudagur, ágúst 29, 2005

Og enn nálgast hann

Já enn nálgast skólinn...Ekki það að allir mínir vinir( ekkert of margir en samt) eru búnnir að reyna að hjálpa mér að vera bjartsýn yfir þessu öllu. Gengur misjafnlega. Það er nú suma dagana að maður er að hugsa um hvað í ansk maður sé að hugsa...að vera að fara í skóla.....En svo koma dagar sem að maður er svo bjartsýnn að maður labbar bara einhverstaðar uppi í skíjunum og heldur að ekkert geti skemmst fyrir mér.

Fór í Mývatnssveit í gær...það voru réttir á báðum réttum...Baldursheimsrétt & Reykjarhlíðarrétt. En ég fór nú bara í Baldursheimsrétt og svo í hangikjöt til ömmu....þetta er bara eins og að jólin komi að það sé skylda að fá hangikjöt á réttardaginn. Held að það mundi koma svipur á fólk ef að það myndi eithvað breytast.

Hitti Guðrúnu og Gabríel í gær....aumingja þau sátu uppi með mig í 5 klst. En þau kvörtuðu ekki mikið. Það var smá spes að sjá Guðrúnu með lítið barn.....en svo var þetta bara eins og það átti að vera. Við vorum náttúrulega eins og verstu kjaftakerlingar og það stoppaði ekki á okkur kjafturinn. En það var samt rosalega gaman.....Guðrún sagði mér fréttir....Það er víst jafn langt til Fáskrúðsfjarðar og frá Fáskrúðsfirði....Héllt alltaf að það væri lengra til en frá....hehehe..
Þannig að ég er að hugsa um að fara í heimsókn þegar ég fer austur að hitta fjölskylduna.

Veðurfréttir Blíðunnar eru skíjað úði og kuldi...vona að það batni

Meira seinna

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Hætt í bili

Hætt í bili....núna er ég hætt í bili í Laugafiski og bíð þess að skólinn byrji...smá spenna en enn meira kvíði....Hvað er maður að hugsa að fara í skóla aftur...maður hlítur að vera masokiski og ekkert annað.

Fer núna bara í vinnuna með honum Hermanni mínum og afgreiði og þríf eins og það væri ekki gáfulegra að gera það heima hjá sér...það munar nú samt aðeins um að þrífa 2 herb eða 20 eins og heima.....hljómar eins og maður búi í villu...auðvita bý ég í villu og ekkert annað....

Er að fara að hitta Guðrúnu og Prinsinn um helgina þau eru að koma í Sveitina og það er nú bara ein sveit ef þig skiljið mig...sem að ég stórlega efast um....en þá ættuð þið ekki að vera að lesa þetta....

Já Blíðan er ekkert í fyrirrúmi hérna fyrir norðan...Rigning & rok...bara eins og við séum komin til Reykjavíkur...hehehe...og ég er viss um að það fari að snjóa fljótlega...bajartsýnismanneskjan ég

Hún Blíða mín er nú líklega með hvolpa vonandi bara 2 eða 3 í mestalagi en ég er vanalega ekki svo heppin að ég fái það sem ég vill...bara stundun.....heilvítis flugur halda bara að maður sér einhver heilv...flugbraut lenda bara hægri, vinstri á manni eins og ekkert sé sjálfsagðara...

Jæja ætla að hætta er að fara á fluguveiðar....ég meina fyrst að Bandaríkin meiga fara í Írak...Hlít ég að meiga drepa nokkrar flugur Dóa....og ekki orð um það meir....

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Vika í skóla

Já góðri hálsar þá er komið að því það er bara vika í skólann og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera mig er farið að kvíða svoo fyrir að það er ekki gott....hætt að sofa almennilega og allur pakkinn og þetta er bara Laugar hvernig verður þetta þegar ég fer suður...shit...En verð nú bara að standa mig það þíðir bara ekkert annað.....Er vanalega á netinu núna um 17:00-18:00 þannig að ef að þið viljið tala við mig þá er það hægt á þessum tíma...veit ekkert hvað ég á að skrifa...jú ef að þið eruð með hugmyndir um hvað ég á að gefa mömmu í afmælisgjöf er það vel þegið..
Gamla er að verða 50 þannig að maður verður að gefa henni eithvað til að muna að hún er búin að lifa í 1/2 öld :)
Jæja ætla að fara heim skrifa seinna bæbæ.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutnigar

Flutnigar eru byrjaðar...Tölvan er flutt af heiman...fór með hana niður á Smáragrund þannig að núna fer maður ekki í tölvuna nema í vinnunni og hvað eru miklar líkur á því að maður sætti sig við það...Ekki mikilar.
Hef ekki skrifað mikið....Hvað gerði ég í sumar...keypti fyrirtæki með Hermanni...uuuummm... ..fór á Foo Fighters tónleika og Queens of the Stoneage...ætlaði að fara á Velvet Revolver en það gekk ekki þeir voru svooo veikir að þeir komust ekki til að spila...hef heyrt að það væri líka eins gott því að þeir séu alveg hræðilegir á tónleikum...lifi bara á gamalli frægð....Já loksins á ég
Land-Cruiser og það er ekki seinna vænna svona miðan við að hann og Carinan hafa verið á topp 10 listanum síðan að ég fékk vitið (svona um 20).
Er að fara í skóla í vetur Ætla að læra að vera snyrtifræðingur.....hvernig handið þið að það gangi....veit ekki...það er bara vika í að skólinn byrji...verð í 1 ár á Laugum (einu sinni enn) og svo í 1 1/2 ár í Reykjavík...Já þannig verður nú þetta og ég verð áræðinlega duglegri að skrifa þegar ég á að vera að læra...held það....Já ég sagði ekki að ég er á ÍÞRÓTTARBRAUT.....Jebb þannig er það nú...krakkar sem voru á Laugum þegar ég var í fyrsta skipti þar hlæja örugglega ef þau lesa þetta...Jæja ætla a hætta núna læt vita hvernig gengur seinna.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Ætlaði bara aðeins að skrifa smá því að ég er búin að vera ógeðslegur tossi í sumar.....
Bara láta vita af því að ég er lifandi og er að fara í skóla í vetur á Laugum í 3ja skipti þannig að hugsiði vel til mín....en bara að gá hvort að ég kunni þetta enn... Skrifa fljótlega aftur er að fara og fá mér hammara og franskar.
Ekki blíða hérna núna nema að þú sért í flotgalla

miðvikudagur, maí 25, 2005

Jæja núna er miðvikudagur og á föstudaginn koma Dóa og Guðrún í heimsókn og ætla að halda upp á afmælið mitt..þó að það sé ekki fyrr en helgina á eftir. Það verður svoooo gaman að ég er að sprynga...Það vantar bara þig Elva.
Já það er alveg að koma að því að maður verði krumpukelling. Það eru bara 11 dagar þangað til....shit...jæja ég verð þó allavega ein í hópnum sem ekki er orðin 30 þegar við hittumst. Það er allavega bót í máli að ég verð allaf yngst af okkur gamla hópnum....Nú er komið nóg af aldurskomplexum...

Það eru allir að spurja hvað ég vilji í afmælisgjöf...og ég bara veit það ekki...bara allt...ég skila því þá bara ef að mér líkar það ekki...

En hérna eru smá hint, en þetta er allt frekar dýrt þannig að ég er ekki að ætlast til að einstaklingar geri þetta einir

Mig langar í:
samloku gsm síma frá samsung
gott sléttujárn
ferðagrægjur
heimabíó
upphitaðan bílskúr
bens
100 kg gullstangir 3
skíthús..(mamma er búi að gefa mér það)
gjafabréf á föt
eithvað með U2
Lord of the ring safnið

Þá er það komið held ég...núna hafið þið einhverja hugmynd um hvað ég vill.

Þá er það ekki meira af Blíðunni í bili...heyrumst seinna

föstudagur, maí 20, 2005

Jæja við komust ekki áfram í Eurovison....ekki kannski skrítið því að við erum nú bara lítið peð útí ballarhafi þannig að engir vita hverjir við erum nema að við erum hvaladráparar....Fannst hún Selma okkar bara standa sig vel fötin flott (þó að ég myndi ekki láta sjá mig í þessu en það er nú bara vegna þess að ég yrði eins og rúllupylsa) að vísu fannst mér ég ekki heyra alminnilega í henni til að byrja með og gylltu föt stelpnanna ekki sjást nógu vel. Það var nú líka lýsingin...svo er þetta bara eins og Selma sagði að þetta væri orðið svo mikið sirkusatriði að það er erfitt að toppa það....nema að fara bara með Rómeó og Júlíu út á næsta ári.

Ég hafði að orði að ég væri nú alveg þokkaleg rúllupylsa og ekkert að kvarta nema að mér finnst full langt gengið að maður fái ekki að ættleiða barn nema að vera 1,70 og 40 kíló eins og er að koma á daginn.....hvað getur þú verið viss um nema að þessi 40 kg kona verið orðin 120 kg eftir 4 ár og sú sem er 120 kg verið orðin 60 kg áður en 4 ár eru liðin.....Það er nú bara ekki hægt að halda því fram að feitt fólk geti ekki alið upp börn.....jæja búin að fá smá útrás á þessu..

Veðrið er nú bara eitt til að arga yfir það átti að vera garðveisla í afmælinu mínu 3. júní en ég sé ekki fram á það...verð líklega að láta ömmu skaffa öllum sem koma lopapeysu þannig að þeim veri ekki kalt....Og Dóa ég fer ekki í lónið ef það er svona kalt næstu helgi...birrr...norðan kaldi og snjókoma....Já þannig er nú veðrið í Blíðunni hérna fyrir norðan

Ætla að hætta núna áður en ég fer yfir um af þessu kjaftæði sem er í gangi hér á Íslandi.....Og í veðrinu.......Já og meðan ég man á ekki að kjósa Noreg á laugadags-kvöldið...það ætla ég að gera....

fimmtudagur, maí 19, 2005

Eurovison...
Já það er komið að því að Selma fari að syngja í Kænugarði. Og hvað haldið þið að gerist...verður hún í fyrsta sæti eða bara fyrsta sæti eins og Gleðibankinn....1 og 6 = 16. sæti það gæti nú alveg verið... Núna er allt auglýst að ef að hún vinnur þá færðu þetta og þetta endurgreitt.....það verður svooo gott á þessi fyriræki ef að hún vinnur þá verða þau að borga...Að vísu held ég að hún komist áfram og svo á milli
4-8 sæti þegar ég er í góðu skapi...sem er búið að vera alveg þónokkuð núna undanfarið.
Afmælið er að koma
Já það er komið að því að maður fer að verða krumpaður og gamall...það gerist hjá mér þann 5. júní...þetta verður alveg rosalegt...held ég....ætlaði bara að bjóða nokkrum, bara nánustu ættingjum mínum og bræðrum Hermanns og það eru bara rétt undir 100 manns hvað er í gangi veit þetta fólk ekki hvað getnaðarvarnir eru....ég meina það...shit....en já maður bíður nú bara þessu nánasta...en það er þó bót í máli að ég fæ örugglega helling af afmælisgjöfum og jibbý það er alltaf gaman að fá pakka :)
Jæja þá er það ekki fleira...reyni að láta ekki líða eins langt á milli næst...kanski koma pakkaskögur :)
Seinna.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Já þá er komið að Blíðufréttum.....

Það er búið að vera alveg frábært veður hérna í Reykjadalnum og maður hefur bara verið sunnan við hús og legið í sólbaði og var bara farin að vona að það væri komið sumar.....En neii....ekki alveg það er spáð snjókomu núna á fimmtudag eða föstudag og maður er nú ekki alveg sáttur við það og er bara að hugsa um að skrifa veðurguðunum bréf eða kannski lesa þeir bara bloggið mitt. Eins og allir aðrið náttúrulega.

Er byrjuð að vinna eftir aðgerðina að vísu bara ½ daginn en það er kannski bara gott að fara rólega...Þetta er nú alveg rosalega gaman að glenna ýsuhausa og láta beinin stingast í fingurna á þér ....þetta er svooo gott að það eru ekki til lýsingarorð yfir þetta....bara hægt að lýsa þessu með orgum og helst hávaðasömum ekkert tíst eða þannig.

Sauðburður gengur ekki....bornar 7 fyrir ½ mán....og svo ekkert ekki einu sinni ein lítil gimbur. Ég er ekki að biðja um mikið bara eina gimbur með eitt lamb bara svo að maður ryðgi ekki í þessu. Það gæti orðið bagalegt ef svo bæri ein og maður vissi ekki hvað maður ætti að gera því að það væri svo langt síðan að maður hefur tekið á móti lambi að ég held að ég myndi bara panika.

Grilluðum í gær ROSALEGA GOTT. Þurftum samt að veiða 10 hunangsflugur áður en hægt var að setjast í sófann í Koníakstofunni. Þær voru nú misjafnlega ánægðar með meðferðina en á endanum voru þær allar komnar út.

Fór til Húsavíkur á föstudaginn til að sækja um alla sjúkradagpeninga sem ég get eða á inni hjá bæði verkalýðsfélaginu og tryggingastofnun. Held að það hafi gengið upp þannig að ég get kannski fengi einhverja peninga....var nebblega að reikna út hvað ég hafði haft í laun síðustu 2 mán. og það var um 95þús já ekki hálaunamanneskja hérna...En ég vona að það lagist núna þegar ég er búin að sækja um sjúkradagpeninga. Fór líka í búð sem er ekki frásögu færandi nema það að þau rukkuðu mig fyrir 22 sósubréf en ekki 3.....hvað á ég að gera með 22 sósubréf þegar ég borða ekki sósu...ætla að fara á morgun og fá peninginn endurgreiddan.....Maður sparar við að lesa kassakvittunina Dóa.....Hermann sagði það.

Jæja ekki meira að segja í bili bara einn í lokinn.

Life’s a three-ring circus. Will he ring, engagement ring, wedding ring.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Já í dag vaknaði ég nú bara frekar seint eða um 11. og þá var komin glampandi sól og ekki svo hvasst. Lömbin hoppa um krærnar og maður sér að það er komið sumar......allavega á morgun.

Já á morgun á Todda vinkona mín ammæli og ég fer til hennar og borða mikið af kökum og kræsingum en samt kannski í hófi þannig að maður verði ekki á ástarsambandi við Gustafsberg á föstudaginn. Langar að gera eitthvað annað en það.....Svo yrði Hermann líka svo afbriðisamur ef að hann vissi að ég væri líka að halda við hann Gústa kallinn.......bara verðum að fá okkur 2 klósett.

Núna er bara rúmur mánuður í að ég eigi afmæli og þá koma helling af pökkum Jibbý....bara að segja ykkur að ég er að reyna að hætta með þessa aldurskomplexa og held bara að þetta gangi vel er með pakka svona fyrir framan mig til að halda mér gangandi eins og asni með gulrót....
Það gengur þokkalega verð bara að hafa stórann pakka þarna fyrir framan.

Nokkrir góðir úr Lover’s little instruction book:

Blow job instruction #1: Using your teeth is not sexy and exciting. There’s a fine line between ecstasy and feer.

Hand job instrucion #1: It’s not a bicycle pump.

Cunnilinus instruction # 1: Aboriginal techniques of circuar breathing are useful-but don’t make didgeridoo noises while doing it.

Já þá er þetta held ég bara komið í dag við heyrumst seinna....er að hugsa um að fara í sólhúsið mitt í sólbað.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Já þá er það búið í bili.
Aðgerðin sem að ég fór í núna gekk vel, gátu ekki alveg lokað minnstu æðunum en það ætti ekki að stækka eins fljótt aftur. Þannig að ég þarf kannski ekki að mæta aftur efir 6 vikur eins og síðast.

Dóa er loksins búin að fá ammælisgjöfina og var ROSALEGA ánægð.....Fór daginn eftir með Britney í skólann og brenndi poppið þannig að þetta virkar eins og það á að gera.

Já maður er komin heim og heldur að maður geti slappað af og látið lærið læknast...en neiiiii...þegar maður er orðin fullorðin....allavega að verða.....og er í sveit þá er bók hér í Suður Þingeyjarsýslu sem heitir Byggðir og bú og hún er með myndum að öllum bægjum og öllu heimilisfólki á bæjunum.....og núna er myndatökumaður að koma hingað og taka mind af mér og ég er ekki sérlega ánægð með það....Hef aldrei verið sérstaklega hrifin af myndatöku ef þið skiljið hvað ég meina. Já og hann er á leiðinni og ég veit ekki hvort að ég á að vera úber hott eða bara ekki svo hott....síðasta bók kom út ’85 og fólkið er verulega hallærislegt í henni.....mjög fáir sem eru bara venjulegir......vanalega gamlafólkið því að það var bara í jakkafötum og sparikjólum sem eru svona plain. Unga fólkið er með sítt að aftan og í stórmunstruðum fötum og með permanett sem er ekki eins og það séu ekta krullur heldur eins og einhver hafi fengið stuð.....Þess vegna er ég með oggopoggó áhyggjur af því í hverju ég er því að þessi bók er þannig að allir eiga eftir að skoða hana í 20 ár og kíkja hvenær maður er fæddur og svoleiðis og maður er nú ekki mikið fyrir að láta skoða sig nema myndin sé þokkaleg og ég vona að hún verði það. Allavega eins góð og hún getur orðið.

Ég verð bara að slappa af í næstu viku svo er ég að hugsa um að fara að vinna aftur ½ daginn.

Ég læt ykkur vita hvernig þetta alltsaman gengur.

Bara svo einn......
If you have large breasts, marry the first man who looks you in the eye.

föstudagur, apríl 08, 2005

Hef vaknað síðustu daga svooo þurr í kjaftinum að Saharaeyðimörkin er bara fenjasvæði. Var komin með tillögu um að þetta væri álfamúrari sem múraði upp í nasirnar á mér á næturnar þannig að ég þyrfti að anda með munninum. Hann er á fanta góðu kaupi því að þetta gerðist á næturnar og því hefur hann næturvinnu...svo í gær þá var hann farinn að vinna á tvöfaldri vakt já nótt sem nýtan dag....þannig er líf álfamúrara....það er enginn dans á rósum...vonum bara að hann fái vel greitt fyrir. Að vísu held ég að hann sé hættur að vinna í mínum göngum........því að í morgun var engin eyðimörk.

Var að lesa “A lover’s little instruction book” og þar eru nokkrar skemmtilegar setningar.
Eins og :
A dozen red roses will always produce the magic words: “What have you been doing wrong?”

Men are from Mars, women are fron Venus, relatonsheps are from Hell.

Most British men want closer ties with Europe. French kissing, Dutch caps, Spanish fly....

If it turns out you look like his mother, get out fast, leaving behind the numbers of a therapist, housekeeper an cook.

Og að lokum

Remember,- she doesn’t fint it helpful when you point out her cellulite- even when she asks.

Remember,- he doesn’t find it helpful when you point out his beer belly.
He doesn’t even knoe it exists.

Já þá er það komið í dag

Ég var næstum búin að gleyma fyrstu lömbin komu í dag þannig að það hlýtur að vera komið vor.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Já þá er komið að því. Kallinu sem ég er búin að bíða eftir í 6 vikur. Já börnin góð það er komið að þræðingu nr 2...Þetta er rosalega notalegt....eins og að troða klósettröri inn í æðarkerfið og hræra í....jú maður er náttúrulega deyfður en þegar er nú farið að hræra mikið í æðarkerfinu þá er þetta orðið of mikið..
Þetta varð nú auðvita að koma núna því að ég var orðin vinnufær þannig að það gekk ekki.

Ef maður gæti nú farið á Hróaskeldu og hlustað á Foo og Audioslave það yrði nú alveg pottþétt en ég sætti mig bara við Slash það verður alveg frábært......er mikið búin að hugsa þetta og er komin að þeirri niðurstöðu að hafa með mér leikhúskíki Svo að maður sjái nú vel.

Var að yfirfara tónlistina í tölvunni í gær og komst að því að það var heilv.. hellingur af Duran Duran sem að mér fannst ekki skemmtilegt þannig að ég henti því út hissa á því hvað það var mikið til af þessum lögum og þá mundi ég eftir því að Dóa lét mig fá diska til að setja inn á og þar hefur verið þetta rosalega safn með gömlu köllunum.

Þá held ég að það sé komið nóg af svívirðingum og látum hjá Blíðunni í bili þó að það sé enginn blíða hér á norðurlandi.....Seinna

þriðjudagur, mars 29, 2005

Blíðufréttir
Já núna eru páskarnir búnnir...páskaeggið búið og gestirnir farnir....
Eins og allir hérna á norðurlandi urðu varir við þá var alveg frábært veður um páskana. Það má eiginlega segja að það hafi verið “Blessuð Blíða”

Ég fór ekkert á ball um helgina kannski er maður orðin gamall þegar maður lætur Sóldögg framhjá sér fara en þannig er það nú bara.
Sóldögg var að spila á páskaballi á Húsavík, en ég fór ekki. Jább þannig er það.

Fórum í Baldursheim á föstudaginn langa í afmæli.....67 ára afmæli....Gunna & Sólveigar. Gunni var 40. 12 mars og Sólveig 27 ára 26 mars.....og það var alveg hellingur af kökum og maður át náttúrulega alveg til óbóta og það tvisvar sama daginn. Og það var auðvita eins og alltaf í Baldursheimi hellingur af fólki. Eins og maður hafi gott af því. Hehe Sá litlu stelpuna þeirra Böðvars og Hrefnu og hún er doldil varta....alveg pínu lítil...Maður verður alltaf jafn hissa þegar maður sér nýfædd börn hvað þau eru lítil. Það er nú ekki eins og maður sé ekki vanur börnum þegar maður á 7 systkini.

Svo lá maður bara í leti alla páskana og át páskaeggið mitt og Hermanns........Marsbúapáskaegg nr 4 og það er hellingur af nammi í þeim....
Leti og át þannig að maður verður bara að labba 3 hringi í kringum landið.

Þá eru komnar Blíðu fréttir

laugardagur, mars 19, 2005

Jibbý!!!!!

Já það er sko Jibbý!!!!!!!!!!!
Já fékk sms frá minni frábæru vinkonu Dóu í dag og hún sagði mér að Velvet Revolver væru að koma til Íslands...... Og ætla ég að fara......Nei....Ójú það er ekki séns að ég missi af Slash þegar hann loksins kemur til landsins ekkki fræææææððððiiilleeeegur möguleiki................#$#@##

Veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér þangað til annað en að hlust á þá og bíða til 7 júl það gæti orðið erfitt enn maður verður bara að vera þolinmóður......að hugsa sér að maður sé að fara að hlusta á besta hluta Guns'n'Roses......átti minna von á því en að fara á Metallica....

Já þá er búið að ákveða á hvaða tónleika við förum á á þessu ári Dóa mín
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!JIBBÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já og svo eignuðust Herfna & Böðvar litla stelpu í morgun
Hjartanlega til hamingju meðu það

fimmtudagur, mars 10, 2005

09.03.2005
Hafið þið einhvern tíman haft svoleiðis dag að “bad hair” day er ekki svo slæmur....
Já þessi dagur hefur verið þannig og ég veit ekki hvað maður á að gera af sér.
Það er alveg sama þó að maður reyni að mála sig eða gera sig einhverneigin fína þá bætir það ekki líðanina. Já svona eru sumir dagar og þá er ekkert annað að gera en að liggja í rúminu og sofa eða lesa góða bók.

Það fer nú alveg að koma að því að Böðvar verði pabbi í 2. sinn. Og hvað ætli það verði strákur eða stelpa.....já það er ekki gott að segja.....en sumir sem ég þekki munu allavega alveg vita það og vissu það allan tíman þó að sumir hafi ekki sagt neitt fyrr en barnið fæðist....áður en Hólmgeir fæddist þá var ég viss um að hann væri strákur.... .....auðvita er það eitthvað “mystic” við það ég er náttúrulega meið dulda hæfileika.....Neibb ekkert þannig. Þau voru bara ekki með nafn á strák þannig að það hlaut að koma strákur en ekki stelpa...er það ekki alltaf þannig þegar maður er undirbúin með eitthvað þá kemur það ekki alveg eins og það væri best planað...en þannig er nú bara lífið....Já hvort verður það strákur eða stelpa “that is the question”. :)

10.03.2005
Já það er þannig að suma dagana er maður alveg eins og skítur og aðra vaknar maður, ég ætla ekki að segja fallegur, en svona þolanlegur. Og þegar maður vaknar kúkugur þá verður maður bara að reyna að þrífa hann ef sér, er það ekki? Og það er það sem ég er að búin að reyna að gera þannig að núna er bara að vera ekkert að þvælast fyrir framan spegill eða umgangast fólk þá ætti þetta að reddast að sannfæra sjálfan sig um að maður sé þolanlegur.

Nei að öllu gamni slepptu þá held ég al lærið sé alveg að koma til allavega ekki sársauki nema að koma held ég harkalega við kúluna. Og það er ekki efst á tékk listanum. Þannig að ég get kannski farið að vinna núna meira en 25% vinnu. Og þá ætti skapið að lagast og kúkafýlan líka, er það ekki?

Skrifa orðið bara í tölvuna og copya það svo yfir...er að spara :)

Jæja Blessuð Blíðan hefur lokið sér í dag þannig að.....Takk fyrir að lesa.

sunnudagur, mars 06, 2005

Þessi dagur er búin að vera alveg rosalega erfiður.....
Byrjaði á smá þýnku..sem ég átti nú bara ekki skilið miða við oft áður...2 bjórar, og 2 skræfur og 2 vodkaglös...það hefur oft verið meira. En það er nú samt þannig að ég varð bara þokkalega þunn... kannski var það bara að það var ekki mikill svefn heldur.

Svo fékk Blíða einhvernskonar eitrun sem ég veit ekki alveg hvernig ég get líst öðru vísi en ofvirka Parkinson. Át eithvað eitrað og skalf og nötraði öll og maður hélt að það þyrfti að stytta þjáningarnar hennar. En hún er öll að braggast.

Síðan var það skattaskýrslan. Búin að kvíða svoooo mikið fyrir henni en svo var þetta ekkert mál. Það var nú bókstaflega allt þarna inni þannig að ég þurfti ekki að eyða 14þús kalli til að láta einhvern gera þetta fyrir mig.

Þannig að þegar þetta allt er tekið saman þá er þetta bara þokkalegur dagur, en samt ROSALEGA ERFIÐRU.

Seinna.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Og það kemur annar dagur á eftir þeim næsta...Munið þið þegar þið voruð lítil að þegar maður var að bíða eftir einhverju þá leið tíminn ekki neitt. En núna þá svífur tíminn bara áfram og það er ekkert sem að maður getur til að stoppa hann. Maður nær ekki einu sinni að njóta hans af því að maður er svo rosalega upptekinn. Já þannig er þetta með tímann.

Það er rosalega fallegt veður hérna fyrir norðan, að vísu er þetta leiðinda rok og maður verður svo rosalega pirraður að það er bara hættulegt. En samt fallegt veður ef að maður er inni

Svo kom náttúrulega skattaskýrslan í gær og þá þarf maður að fara að leggja höfuðið í bleyti og reyna að hugsa aftur...Við erum nebblega að hugsa um að gera hana sjálf..þurftum að borga 30þús fyrir hana í fyrra og ætlum ekki að láta það gerast aftur.
Ætlum bara að fá okkur kennara( vinkona okkar) sem ætlar að kenna okkur þetta. Þá ætti þetta kannski að reddast og vonandi verðum við ekki tekin fyrir skattsvik vegna einhverra mistaka.

Já þá held ég að pistillinn frá blessaðri blíðunni sé bara komin í dag.
Takk fyrir að lesa.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Já þannig er það nú.....
Búin að vinna í tvo 1/2 daga og held bara að ég lifi þetta af...og líka 30. aldurinn....allavega segir Dóa það.....þannig að þið hin sem að lifðuð þetta af eruð ekki bara svo vitlaus að þið föttuðuð það ekki.....að lifa það af meina ég....Hélt að Elva, Búi, Hermann og Todda og Þórir væru bara svo "léttvæt" í kollinum að þessvegna væru þau enn á meðal vor en það er ekki þannig, það segir Dóa að minnstakosti og hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Angel
Veðrið í dag var kallt Freezing allavega í vinnunni...hornös og allt...
Jæja skrifa seinna...





sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þannig er það í dag að það er drullu kalt...en rosalega fallegt veður...Of course....því að hún Dóa ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag. Þá er nátturlega alveg sjálfsagt að það sé fallegt veður fyrir hana....verst að hún er fyrir sunnan en ekki hérna í norðri.....vona bara að það sé gott veður þar líka.
Já elsku kellingin mín til hamingju með ?? afmælið!!!!!! Kyss...kyss...smu...smuuu ;)
Þannig er það nú við nálgumst öll þennan aldur sem allir hræðast....þú lætur nú mann vita ef þetta er óbærilegt ;)

föstudagur, febrúar 25, 2005

Breytingar

Já eins og þið sjáið þá eru nokkrar breitingar á Blíðunni hjá mér og ég vona að ykkur líki hún.
Þannig er það að ég var á sjúkrahúsi í vikunni að láta skoða æðarkerfið það er svosum ekki það sem að ég er að tala um heldur hversvegna er ekki tekið tilit til þess að maður geti sofið þarna. Ég meina maður er nýbúin að láta krukka eitthvað í sér og þá þarf maður nú að sofa og ekkert vesen en neiiiii!!!!!!!!!
Þó að allir fái svefntöflur þá labbar það bara í svefni og skellir heilv..... klósetthurðinni.....!!!!!#%#$&##$$### já þá er það búið.
Já og meðan ég man þá er frábært veður og ég er að fara út að labba. Skrifa aftur fljótlega :)

Hræðsla

Já það er nú bara þannig að ég þori ekki annað en skrifa mikið og núna oft á dag til að Dóa verði ánæg :) þannig að núna ætti hún að brosa hringinn er það ekki Dóa?
Já líðan í dag er miklu betri en í gær og í fyrradag. Er hætt að hagræða mér eins og hæna þegar ég er að setjast þannig að allt er að koma.
Hef verið heima að taka til...já hin fullkomna húsmóðir það er ég :)
Það er búið að vera frábært veður í dag....SÓL og blíða en samt er enn allt hrímað alveg frábært.