miðvikudagur, desember 15, 2010

LONG TIME NO SEE

Já það lítur út fyrir að ég sé ekkert mjög dugleg að blogga þetta árið.

En...hér er allt gott að frétta, allir frískir og svalir í kuldanum, kom smá hláka til að vekja mann upp af góðum draumi, rann nebbla niður fellið á hliðinni, en lifði það af og fór og vinsamlegast bað um að vegagerðin gerði eitthvað við þetta skautasvell sem væri í brekkunni.

Mannsi er hress, þó að hann líti út eins og fílamaðurinn á næturnar....eða eins og fíll...með rana;) og Blíða er hress þó að hún sé að eldast.

Það var verkaskipting á heimilinu, miklar samningaviðræður voru síðastu jól og komist var að niðurstöðu. Hermann bakar (sem er fínt, finnst það leiðinlegt) og ég skreyti (sem er mjög gott, því að Mannsi þolir það ekki). Allir sáttir við þessi skipti og jólaundirbuningurinn gengur mikið betur. Jólin meiga alveg bara fara að skella á, búin að skreyta jólatréð og allt að verða tilbúið. Enda eru að koma merkir gestir til mín um helgina og þá verður allt að verða klárt í húsinu, ekki hefur maður allt í drasli þegar að Guðrún Kristín og Erna Kristín koma í heimsókn.

föstudagur, júní 04, 2010

SÍÐASTI DAGURINN!!!!!

Já í dag er síðasti dagurinn sem ég er á létta skeiðinu. Ég sé að vinir mínir sem eru eldri en ég hafa komist yfir þetta. En maður veit aldrei.....hvað ef það gengur ekki. Að verða 35 ára er ROSALEGA stór áfangi og ég er ekki viss...

En nóg með djókið...hér er allt gott að frétta....held að sumarið sé farið að láta kræla á sér, allavega er norðanáttin hlí, það þýðir að það sé komið sumar. Júróvísjón var athygliverð, ROSALEGA MIKIÐ AF LÉLEGUM LÖGUM. Maður náði ekki einusinni að finna smá kitl í höfðinu. En samt var borðaður góður matur með frábæru fólki og það er allt sem þarf, bara að lækka í sjónvarpinu og þá var þetta fullkomið.

Við vorum nú að hugsa um að spila "The Rocky Horror Picture Show" því að þar værum við örugg með góða tónlist en Todda (mesta júrónördið) var ekki sátt með það.

Jæja þa er ég hætt, kemur í ljós hvort að ég hafi orku í að pikka eitthvað meir þegar að maður er komin af "léttasta skeiðinu"

Þangað til næst

föstudagur, maí 14, 2010

Ég er á lífi...

...bara að láta vita að ég sé á lífi, þó að ég hafi verið löt að skrifa. Hér í Flísinni er komin sauðburður og ég bíð bara eftir því að það verði hlítt...læt vita þegar að það verður hlítt

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Ætti kannski að segja eitthvað

Núna er Sprengjidagur og það fæst ekki saltkjöt í búðinni, í gær var bolludagur og engar bollur í búðinni, spái því að það verði ekki til páskaegg í búðinni um páskana.

föstudagur, janúar 01, 2010