þriðjudagur, janúar 31, 2006

ÍSLAND-RÚSSLAND

Mig langaði bara að segja ykkur að RÚSSAR töpuðu fyrir ÍSLENDINGUM í handbolta áðan og mér finnst það frábært. Þetta er nú það sem maður hefur beðið eftir lengi og var ekkert smá gaman.

Ég var nú ekki organdi eins og á móti Serbum, ég held að þetta hafi verið svo mikil spenna að ég sat bara í þikkri peysu og skalf úr kulda af æsingi. En við unnum......Þannig að þeir gera verið strákarnir okkar aftur.....eða áfram...

Bless í bili

mánudagur, janúar 30, 2006

Vona að ég sé búin að redda þessu

Ég fékk upplýsingar yfir því að það gætu bara bloggerar commeterað á það sem ég skrifa......og ég sem hélt bara að ég væri svona óvinsæl...en það gat náttúrulega ekki verið. Þannig að ég fór og breytti þessu og vona að ég hafi ekki gert einhverja vitleisu þannig að þeta hafi ekki reddast.

Ég kem suður á miðvikudaginn um hádeigi og skelli mér í 101 og verð þar þangað til að Borgarspítalinn heimtar að ég komi....sem verður á fimmtudagskvöldið.....Fer sennilega norður á mánudaginn og reyni að ná aftur náminu sem ég mun missa úr...vonandi ekki of mikið.

Jæja þá er ég hætt...búin að gera skírslu um breytingar á commenterinu og vona að ég sé búin að redda því...
...þakka fyrir mig í bili bæjó

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Borgarspítali here I come

Borgarspítali here I come.....Já það er komið að því að fara aftur á Borgarspítalann til að láta þá setja heilv klósettrörið inn í æðarnar á mér.....nice.....Fer á miðvikudaginn 1. feb og inn 2. þannig að ég verð komin í höfuðborgina í næstu viku....og ef ég kem ekki aftur þá var klósettrörið of breytt.....annas er lítið að frétta hérna hinummeigin...bíð bara eftir því að byrja í fjarnáminu og á að fá póst frá kennaranum í dag þanngi að þetta ætti að fara að byrja.....
Hef ekki meira að tala um í bili....læt ykkur vita hvernig fer með klósettrörið....
.....bless í bili

mánudagur, janúar 23, 2006

Líf eftir þorrablót í Mývatnssveit.....?

Líf eftir þorrablót í Mývatnssveit....?.....Já og maður er ekkert smá endurnærður eftir þetta. Skemmtatriðin voru alveg hrein snilld og það var svo mikil stemming að maður varð eginlega heillaður. Þó að maður væri edrú þá gat maður alveg skemmt sér.....það var hellings fyllerí eins og lög gera ráð fyrir þega að kristið fólk breytist í heiðingja og slettir klaufunum, en ekki svona leiðinlegt....það voru allir í góðu skapi og sungu saman ættjarðarsöngva. Hljómsveitin hét Legó...held ég ef að ég hef heyrt rétt og þeir spiluðu allan skalan....frá alveg grútleiðinlegum harmónikkulögum til Bubba og Egó....eins og ég sagði þá var þetta alveg snilld.....vantaði náttúrulega nokkrar lykilpersónur þarna eins og Guðrúnu og Sólveigu en þetta gekk samt allt saman þó að þær hafi ekki verið.

Jæja læt þetta næja í bili, þangað til seinna...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Skólinn byrjaður eftir jól

Skólinn byrjaður eftir jól og maður er enn að reyna að festa sig í rétta rútínu en gengur hægt. En þorrablótin eru á næsta leiti. Og það byrjar í Mývatnssveit....Já það er þorrablót í Mývatnssveitinni um helgina og ég er að fara....þetta verður öurgglega skemmtilegt blót eins og vanalega...Vildi bara að Guðrún yrði þarna en ég á ekki von á því.

Veðrið hérna er viðbjóður....ekki það brjálað þannig að maður geti verið heima með góðri samvisku. Heldur fer maður í skólann í leiðindarveðri og situr í 1 klst og svo er skólinn búinn. Og þá á maður eftir að hanga hér í skíta veðri til kl 17.00 og þá er örugglega brjálaða veðrið komið þannig að maður kemst ekki heim og þarf að húka niðri í dal og redda sér gistingu. Ekki alveg það sem okkur skíthoppurunum í neðri flís finnst gaman.

Jæja ég ætti þá að gera eitthvað....eins og......fara í kapal eða eitthvað þangað til við förum heim eða reddum okkur gistingu einhverstaðar.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og allt það.....já eins og þið sjáið þá er ég að blogga alveg á fullu....Langar að óska pöddunni til hamingju með að hafa hækkað um 2 cm í jólafríinu ekki eins og ég breikkað um 20 cm í jólafríinu...en þetta getur maður nú kennt öllum þeim sem gávu manni komfekt í jólagjöf....hvað voruð þið að hugsa hélduð þið að ég mundi ekki éta þetta eða hvað.....ekki fer ég að gef gestum nammi....þeir gætu fitnað...og það vill maður ekki hafa á samviskunni.

Skólinn er byrjaður og ég er í 4 fögum, ensku, stærðfræði, íþróttir og íþróttaval já enn er ég með helling af íþróttum.... :)

Jæja þá er það komið búin að óska árið skamma fólk fyrir að gefa mér konfekt og svo er það veðrið heilv....frost....

Bless í bili.