þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Helgin


Fór að hitta gamallt ÚA gegni...það var rosalega gaman...Sátum á Bláu könnunni og sötruðum, sumir kaffi og aðrir eitthvað sterkara. Hitti þar fólk sem ég hafði ekki séð í mörg ár og svo var líka fólk sem komst ekki vegna einhverra orsaka. Þeirra var líka sárt saknað. Að góðu kvöldi loknu...eða ekki alveg loknu fór ég á Hlöðuball í Fnjóskadal og þar var stuð og fjör. Sumir voru nú aðeins of ölvaðir...nefnum engin nöfn hér nema að þessi aðili er karlkyns. Annars var þessi helgi bara alveg ljómandi.
Keypti mér flakkara á föstudaginn. Og verð að segja að þetta er alveg hreinasta snilld...og væri enn meiri snilld ef að ég gæti nýtt mér góða nettengingu hér heima...en neibb...verð að treysta á vini og vandamenn. Og fá þau bestu þakkir...þeir vita sem vita. Jæja ætla að fara að kíkja aftur á Charmed...alveg hægt að hlægja af þessu.
Þangað til næst.

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Það nálgast jólin

Ég er farin að finna fyrir jólafiðringi...eins og ég viðurkenndi fyrir svolitlu....en til að þetta líði fljótar þá er ég að reyna að gera eitthvað eins og að þrífa og svoleiðis...en þá fæ ég rosalega þörf til að hlusta á jólalögin en ég veit að það er of snemmt...þannig að þá er bara að reyna að blasta eitthvað annað eins og Pink Floyd...það má....
Ég er líka búin að kaupa mér miða á Frostrósirnar...12 des. í íþróttahöllinni á Akureyri, held að það verði rosa gaman að fara á þá tónleika...Það eru Margrét Eir, Eyvör Palsdottir, Hera Björk og Dísella, svo er hellingur af öðrum sem koma fram með þeim...held bara gjörsamlega að þetta veði magnað....
Jæja ætla að fara að skoða Moldavíu...læt "heyra" í mér síðar...hafið það gott

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Merkisdagur...

Já 2. nóvember er stór dagur í mínu lífi...Það eru afmæli í fjölskyldunni...


Pabbi til hamingju með afmælið...

Eyjólfur til hamingju með afmælið og svo....


Védís Mjöll til hamingju með nafnið.