þriðjudagur, apríl 26, 2005

Já þá er komið að Blíðufréttum.....

Það er búið að vera alveg frábært veður hérna í Reykjadalnum og maður hefur bara verið sunnan við hús og legið í sólbaði og var bara farin að vona að það væri komið sumar.....En neii....ekki alveg það er spáð snjókomu núna á fimmtudag eða föstudag og maður er nú ekki alveg sáttur við það og er bara að hugsa um að skrifa veðurguðunum bréf eða kannski lesa þeir bara bloggið mitt. Eins og allir aðrið náttúrulega.

Er byrjuð að vinna eftir aðgerðina að vísu bara ½ daginn en það er kannski bara gott að fara rólega...Þetta er nú alveg rosalega gaman að glenna ýsuhausa og láta beinin stingast í fingurna á þér ....þetta er svooo gott að það eru ekki til lýsingarorð yfir þetta....bara hægt að lýsa þessu með orgum og helst hávaðasömum ekkert tíst eða þannig.

Sauðburður gengur ekki....bornar 7 fyrir ½ mán....og svo ekkert ekki einu sinni ein lítil gimbur. Ég er ekki að biðja um mikið bara eina gimbur með eitt lamb bara svo að maður ryðgi ekki í þessu. Það gæti orðið bagalegt ef svo bæri ein og maður vissi ekki hvað maður ætti að gera því að það væri svo langt síðan að maður hefur tekið á móti lambi að ég held að ég myndi bara panika.

Grilluðum í gær ROSALEGA GOTT. Þurftum samt að veiða 10 hunangsflugur áður en hægt var að setjast í sófann í Koníakstofunni. Þær voru nú misjafnlega ánægðar með meðferðina en á endanum voru þær allar komnar út.

Fór til Húsavíkur á föstudaginn til að sækja um alla sjúkradagpeninga sem ég get eða á inni hjá bæði verkalýðsfélaginu og tryggingastofnun. Held að það hafi gengið upp þannig að ég get kannski fengi einhverja peninga....var nebblega að reikna út hvað ég hafði haft í laun síðustu 2 mán. og það var um 95þús já ekki hálaunamanneskja hérna...En ég vona að það lagist núna þegar ég er búin að sækja um sjúkradagpeninga. Fór líka í búð sem er ekki frásögu færandi nema það að þau rukkuðu mig fyrir 22 sósubréf en ekki 3.....hvað á ég að gera með 22 sósubréf þegar ég borða ekki sósu...ætla að fara á morgun og fá peninginn endurgreiddan.....Maður sparar við að lesa kassakvittunina Dóa.....Hermann sagði það.

Jæja ekki meira að segja í bili bara einn í lokinn.

Life’s a three-ring circus. Will he ring, engagement ring, wedding ring.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Já í dag vaknaði ég nú bara frekar seint eða um 11. og þá var komin glampandi sól og ekki svo hvasst. Lömbin hoppa um krærnar og maður sér að það er komið sumar......allavega á morgun.

Já á morgun á Todda vinkona mín ammæli og ég fer til hennar og borða mikið af kökum og kræsingum en samt kannski í hófi þannig að maður verði ekki á ástarsambandi við Gustafsberg á föstudaginn. Langar að gera eitthvað annað en það.....Svo yrði Hermann líka svo afbriðisamur ef að hann vissi að ég væri líka að halda við hann Gústa kallinn.......bara verðum að fá okkur 2 klósett.

Núna er bara rúmur mánuður í að ég eigi afmæli og þá koma helling af pökkum Jibbý....bara að segja ykkur að ég er að reyna að hætta með þessa aldurskomplexa og held bara að þetta gangi vel er með pakka svona fyrir framan mig til að halda mér gangandi eins og asni með gulrót....
Það gengur þokkalega verð bara að hafa stórann pakka þarna fyrir framan.

Nokkrir góðir úr Lover’s little instruction book:

Blow job instruction #1: Using your teeth is not sexy and exciting. There’s a fine line between ecstasy and feer.

Hand job instrucion #1: It’s not a bicycle pump.

Cunnilinus instruction # 1: Aboriginal techniques of circuar breathing are useful-but don’t make didgeridoo noises while doing it.

Já þá er þetta held ég bara komið í dag við heyrumst seinna....er að hugsa um að fara í sólhúsið mitt í sólbað.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Já þá er það búið í bili.
Aðgerðin sem að ég fór í núna gekk vel, gátu ekki alveg lokað minnstu æðunum en það ætti ekki að stækka eins fljótt aftur. Þannig að ég þarf kannski ekki að mæta aftur efir 6 vikur eins og síðast.

Dóa er loksins búin að fá ammælisgjöfina og var ROSALEGA ánægð.....Fór daginn eftir með Britney í skólann og brenndi poppið þannig að þetta virkar eins og það á að gera.

Já maður er komin heim og heldur að maður geti slappað af og látið lærið læknast...en neiiiii...þegar maður er orðin fullorðin....allavega að verða.....og er í sveit þá er bók hér í Suður Þingeyjarsýslu sem heitir Byggðir og bú og hún er með myndum að öllum bægjum og öllu heimilisfólki á bæjunum.....og núna er myndatökumaður að koma hingað og taka mind af mér og ég er ekki sérlega ánægð með það....Hef aldrei verið sérstaklega hrifin af myndatöku ef þið skiljið hvað ég meina. Já og hann er á leiðinni og ég veit ekki hvort að ég á að vera úber hott eða bara ekki svo hott....síðasta bók kom út ’85 og fólkið er verulega hallærislegt í henni.....mjög fáir sem eru bara venjulegir......vanalega gamlafólkið því að það var bara í jakkafötum og sparikjólum sem eru svona plain. Unga fólkið er með sítt að aftan og í stórmunstruðum fötum og með permanett sem er ekki eins og það séu ekta krullur heldur eins og einhver hafi fengið stuð.....Þess vegna er ég með oggopoggó áhyggjur af því í hverju ég er því að þessi bók er þannig að allir eiga eftir að skoða hana í 20 ár og kíkja hvenær maður er fæddur og svoleiðis og maður er nú ekki mikið fyrir að láta skoða sig nema myndin sé þokkaleg og ég vona að hún verði það. Allavega eins góð og hún getur orðið.

Ég verð bara að slappa af í næstu viku svo er ég að hugsa um að fara að vinna aftur ½ daginn.

Ég læt ykkur vita hvernig þetta alltsaman gengur.

Bara svo einn......
If you have large breasts, marry the first man who looks you in the eye.

föstudagur, apríl 08, 2005

Hef vaknað síðustu daga svooo þurr í kjaftinum að Saharaeyðimörkin er bara fenjasvæði. Var komin með tillögu um að þetta væri álfamúrari sem múraði upp í nasirnar á mér á næturnar þannig að ég þyrfti að anda með munninum. Hann er á fanta góðu kaupi því að þetta gerðist á næturnar og því hefur hann næturvinnu...svo í gær þá var hann farinn að vinna á tvöfaldri vakt já nótt sem nýtan dag....þannig er líf álfamúrara....það er enginn dans á rósum...vonum bara að hann fái vel greitt fyrir. Að vísu held ég að hann sé hættur að vinna í mínum göngum........því að í morgun var engin eyðimörk.

Var að lesa “A lover’s little instruction book” og þar eru nokkrar skemmtilegar setningar.
Eins og :
A dozen red roses will always produce the magic words: “What have you been doing wrong?”

Men are from Mars, women are fron Venus, relatonsheps are from Hell.

Most British men want closer ties with Europe. French kissing, Dutch caps, Spanish fly....

If it turns out you look like his mother, get out fast, leaving behind the numbers of a therapist, housekeeper an cook.

Og að lokum

Remember,- she doesn’t fint it helpful when you point out her cellulite- even when she asks.

Remember,- he doesn’t find it helpful when you point out his beer belly.
He doesn’t even knoe it exists.

Já þá er það komið í dag

Ég var næstum búin að gleyma fyrstu lömbin komu í dag þannig að það hlýtur að vera komið vor.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Já þá er komið að því. Kallinu sem ég er búin að bíða eftir í 6 vikur. Já börnin góð það er komið að þræðingu nr 2...Þetta er rosalega notalegt....eins og að troða klósettröri inn í æðarkerfið og hræra í....jú maður er náttúrulega deyfður en þegar er nú farið að hræra mikið í æðarkerfinu þá er þetta orðið of mikið..
Þetta varð nú auðvita að koma núna því að ég var orðin vinnufær þannig að það gekk ekki.

Ef maður gæti nú farið á Hróaskeldu og hlustað á Foo og Audioslave það yrði nú alveg pottþétt en ég sætti mig bara við Slash það verður alveg frábært......er mikið búin að hugsa þetta og er komin að þeirri niðurstöðu að hafa með mér leikhúskíki Svo að maður sjái nú vel.

Var að yfirfara tónlistina í tölvunni í gær og komst að því að það var heilv.. hellingur af Duran Duran sem að mér fannst ekki skemmtilegt þannig að ég henti því út hissa á því hvað það var mikið til af þessum lögum og þá mundi ég eftir því að Dóa lét mig fá diska til að setja inn á og þar hefur verið þetta rosalega safn með gömlu köllunum.

Þá held ég að það sé komið nóg af svívirðingum og látum hjá Blíðunni í bili þó að það sé enginn blíða hér á norðurlandi.....Seinna