mánudagur, desember 27, 2004

Áhugamál

Já það eru margskonar áhugamál hjá mönnunum eins og þau eru mörg...Hjá sumum er það íþróttir og öðrum fara út að borða en hjá mér er það snjósleðakeyrsla (og náttúrulega drykkja, en þeir sem að þekkja mig vita nú það þannig að það þarf ekki að taka það framm) Já þannig er það. Á fallegum vetrardegji eins og t.d. núna í dag þá er ekkert fallegra en að bruna um íslenska grund og fá bensínilminn.....umm.....Nema að núna á síðustu árum er eithvað að klikka í náttúrunni og það er bara ekki NÓGUR SNJÓR :( og það finnst mér nú bara ekkert sniðugt. En svo um daginn þá keypti Hermann sér fjórhjól og medesamme þá kom stórhríð þannig að þetta að allt farið að blómstra aftur þannig að ég skora á ykkur öll sem lesið þetta að fara og kaupa ykkur snjósleða ;o)

föstudagur, desember 10, 2004

Jólin nálgast

Jæja þá er alveg að koma jól og manni er nú farið að hlakka til.....samt ef að maður fer nú að hugsa um þetta þá er það nú svoldið skrítið að það sé alltaf sömu jóladagatölin eins og núna. Ég held að þetta sé í 3. eða 4. skipti sem það er sýnt og það er ekki einu sinni svo skemmtilegt. Það vantar allan húmor í þetta......
Já þetta finnst mér um jóladagatalið.
Var að horfa á Lord of the ring the riturn of the king í gær. Var eiginlega búin að gleyma hvað hún er góð. Það er gott að minna sig á þetta svona stundum. Verð að fara að horfa á þær allar svona maraþon en þá væri nú gott að hafa gott sæti og nóg af poppi bara svo að maður deigi ekki úr hungri.
Fór í partý hérna um síðustu helgi og var nú bara í partýi til fimm um morguninn. Hélt að ég væri búin með kvótann síðan í Danmörkui J en þetta var ekkert mál og svo í kirkju næsta dag (skírn).
Já svona líða dagarnir í sveitinni bara allt glimrandi