mánudagur, október 24, 2005

Prófium lokið

Prófum lokið í bili....það er aldeilis munur. Mér gekk ágætlega í frófunum. Hef fengið 1 einkun og hún er ein 9 sem ég er auðvita ógeðslega ánægð með......Herrar mínir og frúr ég fékk 9 í Líffræði.

Annars er nú ekki mikið að frétta. Jú að vísu fór ég út að skemmta mér 2 kvöld í röð sem gerist ekki oft í sveitinni. Fyrst fór ég á Hjónaball á föstudagskvöldið í Reykjadal og svo á Slægiball á laugadagskvöldið. Þetta var allt saman ágætt....Dóa kom ekki :( þannig að ég þurfti að drekka 1 stóra Lambrusko alein á Hjónaballinu. Og sem betur fer var engin þynka daginn eftir. Hljómsveitin var nú ekkert spes allavega fyrir mig. Hún var skárri á Slægiballinu. Fékk kúltúrsjokk þegar að ég sá alla litlu krakkana rúlla þarna um blindfull....en þau vour bara ekki lítil ennþá því að þau voru öll orðin nógu gömul en ég var miklu eldri. sem er mesta sjokkið.....Sá 2 gamla bekkjarbræður annar lifir í voninni um að verða aldrei 30 og hinn er rétt að verða 31. Eins og ég sagði GAMALL...Já maður er orðin gamall.

Jæja læti ykkur vita hvað ég fékk í einkunn í hinu...mér vonandi til mikillar ánægju
Blíðan kveður í bili