miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hallú

Jæja, það sem er að frétta hjá mér er það að ég er á fullu að reyna að gera allt klárt til að opna snyrtistofuna mína...Búin að sækja um VSK - númer og er að bíða eftir pöntun frá ikea til að geta sett upp ljós og fengið svo heilbriðisfulltrúa til að kíkja á þetta hjá mér og þá tala ég við heildsölur...
Litli Amsterdambúinn er komin á landsteinana og ætlunin er að hittast á Akureyri og sötra nokkra bjóra og borða góðan mat og spjalla...Hlakka til þess....
Sumarið er að styttast í annan endann og ég get bara sagt það við þá sem dymmir meira yfir en okkur...Hey...jólin og snjósleðar og skemmtun....það er ekki allt búið þó að það séu ekki lauf á tránum....og kosturinn við þetta er líka að þá hættir maður að heyra í þessum ansk...djö...heilv....
(#$%###%$%$%&$%$#) þröstum....ég þoli ekki þresti...væri með gerviuglu í garðinum ef að það myndi bara virka á þrestina...en þá fara allir fuglar og það er ekki gott...Verð bara að fá Blíðu til að læra að veiða þresti og bara þresti...gott plan...
Hef verið rosadugleg að fara í bíó í ágúst...búin að fara á Mama Mia (x2) og svo fór ég á
X-filesmyndina...Þeir sem þekkja mig þá vita þeir að ég ÞOLI EKKI ABBA og spyrja sig líklega afhverju að fara á myndina og hvað þá 2x sko...var búin að sjá auglýsinguna en gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri söngvamynd...heyrði að þessi mynd væri BYGGÐ á söngleiknun Mama Mia...og allt í góðu...langaði að sjá Meril Streep leika aftur svona hressa og unglega konu...þannig að við Guðrún ákváðum að fara saman...svo heyrði ég ekki í henni og gerði ráðfyrir að hún hefði farið með einhverjum öðrum og ég fór með mömmu og fleirum í bíó...verð að viðurkenna að ég varð fyrir þónokkru sjokki þegar að allir brustu í söng....en jú hún var findin og lögin skemmtilegri með þessum söngvurum en Abba (sorry abbafan)...svo hringir Guðrún og spyr hvort að við ættum ekki að fara að sjá myndina áður en þeir hætti að sýna hana...en afþví að ég var búin að lofa að sjá hana með henni þá fór ég aftur...
Já og X-filesmyndin...byrjaði með stæl...Mulder bara sagði brandara og andlitið hreifðist og augun náðu að leika...held að hann hafi farið á leiklistarnámskeið síðan síðast...og ég var bara bjartsýn...en svo (ef að það hefði verið hlé) dalaði hún og kannski ekki skrítið að við Guðrún vorum bara 2 í bíó...en ef að þið horfuð á þættina og sáuð fyrri myndina þá er náttúrulega skylda að klára að horfa á þessa líka...því að það er bannað að skilja útundan.
Jæja þá er ég búin að fá smá útrás hafið það gott...þangað til næst bæbæ