sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þannig er það í dag að það er drullu kalt...en rosalega fallegt veður...Of course....því að hún Dóa ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag. Þá er nátturlega alveg sjálfsagt að það sé fallegt veður fyrir hana....verst að hún er fyrir sunnan en ekki hérna í norðri.....vona bara að það sé gott veður þar líka.
Já elsku kellingin mín til hamingju með ?? afmælið!!!!!! Kyss...kyss...smu...smuuu ;)
Þannig er það nú við nálgumst öll þennan aldur sem allir hræðast....þú lætur nú mann vita ef þetta er óbærilegt ;)

föstudagur, febrúar 25, 2005

Breytingar

Já eins og þið sjáið þá eru nokkrar breitingar á Blíðunni hjá mér og ég vona að ykkur líki hún.
Þannig er það að ég var á sjúkrahúsi í vikunni að láta skoða æðarkerfið það er svosum ekki það sem að ég er að tala um heldur hversvegna er ekki tekið tilit til þess að maður geti sofið þarna. Ég meina maður er nýbúin að láta krukka eitthvað í sér og þá þarf maður nú að sofa og ekkert vesen en neiiiii!!!!!!!!!
Þó að allir fái svefntöflur þá labbar það bara í svefni og skellir heilv..... klósetthurðinni.....!!!!!#%#$&##$$### já þá er það búið.
Já og meðan ég man þá er frábært veður og ég er að fara út að labba. Skrifa aftur fljótlega :)

Hræðsla

Já það er nú bara þannig að ég þori ekki annað en skrifa mikið og núna oft á dag til að Dóa verði ánæg :) þannig að núna ætti hún að brosa hringinn er það ekki Dóa?
Já líðan í dag er miklu betri en í gær og í fyrradag. Er hætt að hagræða mér eins og hæna þegar ég er að setjast þannig að allt er að koma.
Hef verið heima að taka til...já hin fullkomna húsmóðir það er ég :)
Það er búið að vera frábært veður í dag....SÓL og blíða en samt er enn allt hrímað alveg frábært.