þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Snyrtipinninn opnar


Snyrtistofan Snyrtipinninn opnar formlega mánudaginn 2. mars

verð með opið hún sunnudaginn 1. mars frá kl 12:00 til 16:00

Er með alla almenna snyrtingu og vörur frá [comfort zone]

Er með posa


Opnunartíminn er

Mán 16:00-21:00

Þrið lokað

Mið 10:00-18:00

Fim 10:00-18:00

Fös 10:00-18:00

Helgar lokað

Opnunar tilboð:

Nudd og maski 5000,-

Litun og plokkun 2700,-

Fótsnyrting með lökkun 4800,-

Vonast til að sjá ykkur sem flest

Anna Geirlaug snyrtifræðingur

Snyrtipinninn

Hólaveigi 2 kjallari

650 laugar

Sími: 4643200

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Hallúúú


Hæ...ekki mikið að frétta hér...bara sama sama. Hér í sveit er verið að vinna og sofa...
Vinnan fellst í því að reyna að koma "Pinnanum" á réttan kjöl...eða bara á stað. Og það gengur nú bara alveg ágætlega.
  1. Ég er búin að redda sveinsprófinu
  2. Búin að fá heilbriðisfulltrúa, sem var mjög jákvæður
  3. Búin að sækja um posa
  4. Búin að senda lista yfir vörur sem ég ætla að selja

Þannig að ég er bara að verða búin með þetta. Svo að ég held að það sé ekki óyfirstíganlegt að ætla að opna 1. mars.

Og flestir vita nú hvað sofa er. Þannig að núna er komin tími til að sofa. Og ég bið ykkur góða nótt.

föstudagur, febrúar 06, 2009

Flensa



Já ligg heima með flensu. Ætti maður ekki að geta lostnað við að fá flensu nema svona 3ja hvert ár. ekki á hverju anskotans ári. Núna myndi mamma mín segja að ef ég myndi éta þetta heilvítis sólblóma, lárviðarlaufs...blóma eitthvað þá myndi ég ekki verða veik. Og ég trúi henni ekki...svo er þetta svo hrikalega vont að það er alls ekki hægt að setja það inn fyrir sínar varir. Ég er eins og fólkið í mjólkurauglýsingunni....hef aldrei smakkað og trúi því ekki að það sé gott fyrir mig....og núna er ég farin að röfla...kannski er ég aðeins meira veik en ég hélt.

Gleymdi að láta lesendur mína vita að það væriu komnir hvolpar aftur á heimilið. Jú jú einhver gárungur sagði að það væri gott fyrir Blíðu að verða lóða 1 x eftir að hún átti hvolpana og við gerum það með góðri samvisku og þá kemur bara annar hundurinn hér í sveit og tekur hana fínt og til verða 2 alveg rosa sætar tíkur...þær heita Frigg & Freyja. Frigg er svört og hvít en Freyja er brún og hvít.

Jæja ætti að hætta að pikka fyrst að ég er ekki alveg með réttu ráði....sem ég er nú aldrei...þannig að ég ætti bara ekki að pikka yfir höfuð....múahahahaaha...En þangað til næst...

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Þorrablót í Reykjadal

Já þá er þessi þorrablótstörn búin hjá okkur hjónakornunum...erum greynilega orðin of gömul fyrir þetta. Blót 2 helgar í röð er bara of mikið. Við Ásta tókum til mat fyrir örugglega um 20 manns...og við sem vorum bara 5 þannig að það verður étinn þorramatur næsta mánuðinn. Enda var engin mamma til að passa að við misstum okkur ekki í þessu. En þó að það hafið verið mikill matur þá var hann góður og einnig voru skemmtiatriðin góð. Hlómsveitin var góð líka en hafði 2 galla. Það var það að þeir eru miklir aðdáendur af Björgvini Halldórssyni, en það er ég hinsvegar ekki og 10 mín sería með hans "besta" er ekki alveg mín uppskrift af góðu kvöldi og hvað þá ef að hún er tekin 2x.
...ég var bara í mínu persónulega heilvíti þarna...en það voru nú bara 20 mín af ballinu...hinn gallin var það að annar gítarleikarinn...hef ekki hugmynd hver það er var bara ekki nógu góður gítarleikari...og ég er ekki mikið fyrir að hlusta á vondan gítar...
Annars var þetta allt glymrandi, allir í svo góðu skapi og einnig fínir.

Þangað til næst