miðvikudagur, september 27, 2006

Sorry

Já ég vildi nú aðalega biðjast afsökunnar á því að ég hef ekki skrifað lengi...búið að vera svo mikið í skólanum að maður getur ekki einu sinni sinnt upplýsingarskyldunni.

En það sem er að frétta er það að mér gengur alveg þokkalega vel í skólanum, ég læri, kem með módel og fer heim og læra..misjafnt hvernig lærdómur er...skrítið að fara heim og læra nudd með því að nudda vini sína, mála þá og snyrta neglur... en þannig er þetta...og ekki leiðinlegt að læra heima.

Og svo er ég að fara norður um helgina og þá verður sko glatt á hjalla...Hermann, Blíða, smalamennska og þessháttar...þannig að það er norður og hafa það gott....en nóg í bili...

Egið þið góða helgi...

fimmtudagur, september 14, 2006

Norður!!!

Já ég er á leiðinni norður um helgina...hlakka ótrúlega mikið að hitta Hermann, Blíðu og alla aðra...svo maður tali nú ekki um rúmið sitt, að þurfa ekki að hafa áhyggjur yfir því að ég sé að detta út úr fermingarrúminu hans Hermanns. Ætla að reyna að fá að æfa mig á ættingjum og vinum þannig að ef að þið lesið þetta og eruð með sérstakar óskir þá er tækifærið að senda sms til mín og ég reyni að gera það sem ég get til að "læra heima" með því að gera ykkur fín....

Veðrið í Reykjavíkinni í dag var fínt rigning að vísu og stundum alveg eins og hellt væri úr fötu en samt ekki mikill vindur og hlítt og núna er sólin eitthvað að reyna að brjótast út úr skýjunum...

Við hérna í 101 horfðum á Supernova eins og lög gera ráð fyrir og veðjuðum...já ég veit að það er bannað en við gerðum það samt...upp á 1/2 L af bjór...um það hver myndi vinna þetta og meðleigjandinn vann veðmálið þannig að ég er einum bjór fátækari og hún einum bjór ríkari....hún var viss um að Lucas mundi vinna og ég Dilana...og þeir sem að horfðu á þetta vita að hún hafði rétt fyrir sér. Og núna þarf ég að horfa á eftir einum köldum Tuborg upp í hana og mér finnst það ekkert gaman svo að ég mun bara fá mér með henni...

Fékk einkunn í efnafræði og ég fékk 9,1 sem ég er rosalega ánægð með...þannig að þá er bara að fara og finna Búra og láta hann tattúa á mér bakið...hlakka til...meira um skólann...mér finnst ekki að kennarar eigi ekki að skamma okkur nemenduna fyrir að vera ekki undirbúnnar þegar þær eru það ekki sjálfar...mér finnst það koma bara úr hörðustu átt....jæja þá er komið nóg af kvarti og kveini og best að fara að æfa mig að plokka á mér handabakið og gera handanudd á mér...hafið það gott...

laugardagur, september 09, 2006

Stórsýning í Egilshöll

Um helgina er srórsýning í Egilshöll og ég á að vera þar....þettafinnst mér svolítið sérstakt...en svona er þetta...ég og aðrið í bekknum mínun verðum þarna með Snyrtiakadamíunni að kynna skólann. Verðum að farða og margt fleira...er farið að drullukvíða fyrir.

Í skólanum er það að frétta að það eru búin 3 þokkaleg próf og er búin að fá 10 í einu og 9 í öðru...sem er mjög gott...en er ekki búin að fá út úr því síðasta...held samt að ég fái 5 eða yfir...

Jæja þá er best að fara að fara í sturtu svo að maður verður til í höllina....

Hafið það gott um helgina og alltaf...Tulilu

föstudagur, september 01, 2006

vika 4...held ég

Já ég held virkilega að það sé komnar 4 vikur af skólanum...og ég er ekki alveg að átta mig á þessu...það er alltaf föstudagar...nema á næsta mánudag...hann á eftir að koma of fljótt...vöðvapróf í snyrtifræði, hvar þeir eru staðsetir, hvar upptökin eru, hvar festan er og hvernig hreifingin er....en svo er auðvita hvernig latneska orðið er...en samt held ég að þetta muni koma hjá mér...Allavega vona ég það..hehe.

Bachelor.....what the fuck.....þvílíkt og annað eins kjaftæði...ég er bara ekkert að átta mig á þessu....nokkrar rósir og grenjandi stelpur....það er orðið erfitt að horfa á bara þætti í sjónvarpinu sem eru ekki raunveruleikaþættir...meira að segja á rúv...en svona er lífir....ef að þú villt horfa á
sem er bara einfaldur...þá verðuru að horfa á "sápur" eða svoleiðis þætti....já svona er sjónvarpið orðið í dag...

Ég held að kötturinn á heimilinu sé orðin þunglyndur...eigandinn er aldrei heima þannig að það er kannski ekkert skrítið...hún er meiri að segja farin að nudda sér upp við mig...og það er nú ekki algengt....
...Jæja nóg í bili og góða helgi...