mánudagur, júlí 21, 2008

Jæja....

Hæ og hó....er komin í netsamband...Lítið að frétta hér á norðurlandinu...jú að vísu aðeins...Allir hvolpar eru komnir á ný heimili....Og hafa það fínt og standa undir væntingum...eins og annað hefði verið hæg....þegar að afkvæmi Blíðu eru annars vegar.
Núna og framyfir Versló verð ég að vinna á Húsavík 3 daga í viku....til kl 1500...nennti ekki að vera inni alla daga sumarsins...er þarna þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Eins og alltaf fínt að vera þar nema að keyra alla þessa leið...nenni því ekki....en ekki langt eftir....
Það er planið að reyna að komast á fjöll í ágúst og sjá óspyllta náttúru...ef það er hægt...og bara slappa af...þá förum við Mannsi og auðvita Blíða...
Sveinsprófið gekki ekki alveg sem skyldi...féll í andlitsbaði....sem er skítt hef aldrei fengið lægra en 8 í því...og finnst þá lélegt að hafa fallið...verð samt að segja að manni fannst eins og það væri aðalmarkmiðið að vera nógu snöggur með þetta allt en ekki vanda sig...að vísu þó að það hefði verið þá hefði ég samt fallið...var svo stressuð að ég sá stjörnur...ekki syngjandi fugla....bara stjörnur...En ég tek bara andlitsbaðið í janúar á næsta ári...veit ekki alveg hvort að það hægir eitthvað mikið á opnun snyrtipinnanns...en já það verður einhver seinkun...
Dóa er að koma frá Hollandi í smá heimsókn í lok ágúst og ég hlakka rosalega mikið til...og svo er enn á planinu að við Mannsi förum til Köben í nóvember...mikil tilhlökkun til þess....að hitta Elvuna sína eftir langa bið...

Jæja...hef ekki meira að segja í bili...annað en afsakið biðina...hafið það gott...