miðvikudagur, desember 15, 2010

LONG TIME NO SEE

Já það lítur út fyrir að ég sé ekkert mjög dugleg að blogga þetta árið.

En...hér er allt gott að frétta, allir frískir og svalir í kuldanum, kom smá hláka til að vekja mann upp af góðum draumi, rann nebbla niður fellið á hliðinni, en lifði það af og fór og vinsamlegast bað um að vegagerðin gerði eitthvað við þetta skautasvell sem væri í brekkunni.

Mannsi er hress, þó að hann líti út eins og fílamaðurinn á næturnar....eða eins og fíll...með rana;) og Blíða er hress þó að hún sé að eldast.

Það var verkaskipting á heimilinu, miklar samningaviðræður voru síðastu jól og komist var að niðurstöðu. Hermann bakar (sem er fínt, finnst það leiðinlegt) og ég skreyti (sem er mjög gott, því að Mannsi þolir það ekki). Allir sáttir við þessi skipti og jólaundirbuningurinn gengur mikið betur. Jólin meiga alveg bara fara að skella á, búin að skreyta jólatréð og allt að verða tilbúið. Enda eru að koma merkir gestir til mín um helgina og þá verður allt að verða klárt í húsinu, ekki hefur maður allt í drasli þegar að Guðrún Kristín og Erna Kristín koma í heimsókn.