miðvikudagur, mars 29, 2006

Breytingar

Jíbbí ég er komin í snyrtiskólann. Já ég kem suður í haust....og mun fara í Snyrtiskólann í Kaupavogi. Þetta verður eitthvað spaugilegt...Hverjum hefði dottið í hug að ég mundi fara í snyrtifræðinginn....held engum...en svona er það.

Það eru fleiri breytingar...jebb ég ætla að vinna í Jökuldal í sumar....á Hótel Róm...hef ekki hugmynd um það hvernig þetta verður...en það verður nálægt hinum helmingnum af fjölskyldunni...

Þá er komið að veðurfarinu á Íslandi....fyrir 1/2 mánuði var sumar og núna er kominn vetur aftur...og eftir 1/2 mán verður aftur komin sumar.....svona er þetta...og ef einhver er góður í reikningi getur hann reiknað út hvernig veður verður 17. júní...

Búin í bili....hafið það gott...

miðvikudagur, mars 08, 2006

Lífið heldur áfram

Já lífið heldur áfram...á mánudagskvöldið var Söngkvísl...það var söngvakeppni framhaldsskólans á Laugum og þar vour líka barnaskólar frá Mývatnnssveit, Aðaldal, Reykjadal, Húsavík og Stórutjörnum. Þetta var alveg rosa flott hjá þeim og þeir sem standa fyrir þessu eiga mikið hrós skilið. Það var rosalegt ljósasjóv og skjáir svo að allir gætu séð....Og svo var þetta bara flott gert. Tekið upp og svo á að selja þetta. Það voru rosalega margir sem mættu held á milli 400 og 500 manns og mikil stemming.

Ég náði báðum prófunum sem ég fór í þannig að þetta er allt í stakasta lagi.

Veðrið er alveg frábært...í dag er sól og blíða, þó að það sé vindur þá er það samt frábært.....ég held að það sé komin vor....allavega vona ég það og er alveg að springa úr bjartsýni.

Jæja nóg í bili....hafið það gott elskurnar....þangað til næst.

miðvikudagur, mars 01, 2006

1 einkunn komin.

Já það er nú bara smá monnt núna ég fékk 9.....já níju og þá meina ég NÍJU í stærðfræðinni og það hefur aldrei gerst áður að ég hafi fengið yfir 5 í stæ...en ég fékk núna NÍJU.... er þetta nokkuð of mikið?

...En núna er ég að fara í tíma og vona að ég hafi náð enskunni læt vita....ef það gengur vel á eftir....

Blíðan er komin í dvala í bili....en það er vanalega alltaf kallt í veðri á Öskudaginn og þá er bara að syngja hærra ef einhver þolir það...seinna....