mánudagur, desember 27, 2004

Áhugamál

Já það eru margskonar áhugamál hjá mönnunum eins og þau eru mörg...Hjá sumum er það íþróttir og öðrum fara út að borða en hjá mér er það snjósleðakeyrsla (og náttúrulega drykkja, en þeir sem að þekkja mig vita nú það þannig að það þarf ekki að taka það framm) Já þannig er það. Á fallegum vetrardegji eins og t.d. núna í dag þá er ekkert fallegra en að bruna um íslenska grund og fá bensínilminn.....umm.....Nema að núna á síðustu árum er eithvað að klikka í náttúrunni og það er bara ekki NÓGUR SNJÓR :( og það finnst mér nú bara ekkert sniðugt. En svo um daginn þá keypti Hermann sér fjórhjól og medesamme þá kom stórhríð þannig að þetta að allt farið að blómstra aftur þannig að ég skora á ykkur öll sem lesið þetta að fara og kaupa ykkur snjósleða ;o)

föstudagur, desember 10, 2004

Jólin nálgast

Jæja þá er alveg að koma jól og manni er nú farið að hlakka til.....samt ef að maður fer nú að hugsa um þetta þá er það nú svoldið skrítið að það sé alltaf sömu jóladagatölin eins og núna. Ég held að þetta sé í 3. eða 4. skipti sem það er sýnt og það er ekki einu sinni svo skemmtilegt. Það vantar allan húmor í þetta......
Já þetta finnst mér um jóladagatalið.
Var að horfa á Lord of the ring the riturn of the king í gær. Var eiginlega búin að gleyma hvað hún er góð. Það er gott að minna sig á þetta svona stundum. Verð að fara að horfa á þær allar svona maraþon en þá væri nú gott að hafa gott sæti og nóg af poppi bara svo að maður deigi ekki úr hungri.
Fór í partý hérna um síðustu helgi og var nú bara í partýi til fimm um morguninn. Hélt að ég væri búin með kvótann síðan í Danmörkui J en þetta var ekkert mál og svo í kirkju næsta dag (skírn).
Já svona líða dagarnir í sveitinni bara allt glimrandi

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Shit happends

Já shit happends. Um leið og maður ætlar að hætta í vinnunni og aðalega vegna Heilv..pakksinns( Laugaskólakrakka og elshússins) þá er hringt og spurt hvort að mig vanti ekki vinnu og það í LAUGASKÓLA OG Í ELDHÚSINU. Hvernig er þetta hægt.....en ég er svo peningagráðug að ég er ekki búin að segja nei heldur er að fara á fund á morgun og þá kemur í ljós hvað launin verða en ég veit að þau eru ekki góð þannig að ég er ekki að fara í laugaskólaeldhúsið ónei.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ellin

Já ellin er farin að gera vart við sig. Núna í kvöld þá var ég að horfa á Gilmorgirls og þá kom þar í þáttinn átrúnaðargoðið mitt, enn sá fallegasti maður sem að ég hafði séð þegar ég var 14-16. Já þarna var hann Sebastian Bach saungvarinn í Skid Row að leika. Shit hvað hefur komið fyrir hann.......eins og var sagt í þættinum hann var uppi áður en að það voru til geisladiskar og ég líka :o( þetta er rosalegt. Hvað á maður að gera fara að panta sér pláss á elliheimili eða bara láta brenna sig strax Þetta var svakalegt.
Já og meðan ég man þá eiga pabbi og Eyjólfur bróðir minn afmæli til hamingju með afmælið......litli bróðir minn er orðinn 18 ára bhubhubhu :o( eins og ég sagði áðan þá beinast spjótin að því hvað maður er orðin gamall

sunnudagur, október 17, 2004

Veðurfar á Íslandi

Já eins og þið vitið þá er veðurfar á íslandi VOÐALEGA köflótt þannig að maður á ekki að verða hissa að vakna um hádegi og sá að það er allt hvítt úti en ég er orðin svooooo dekruð (meira en vanalega) að ég er ekkert sátt við þennan óþvera. Jú ég er stelpan sem á snjósleða inni í skemmu sem er að rikfalla en samt það á ekki að koma snjór strax. Ég á eftir að yfirfara hann þannig að þá á maður ekki að hafa snjó strax til að ég fari bara með hann út og það verður ekkert gert við hann því að ég er úti að keyra.
Svo er þetta bara svo leiðinlegt. Það á bara að koma 1/2 mánaðar stórhríð í lok nóvember og svo bara frost og gott veður til að það sé hægt að vera úti á sleða á aðfangadag. Já þannig finnst mér að þetta eigi að vera en er einhver séns að maður fái allt það sem maður vill.......held ekki allavega er ég ekki búin að vinna 132millj. í víkingalottóinu..... maður þarf nú samt að spila með til að vinna er það ekki?

miðvikudagur, október 13, 2004

"Flensa dauðanns"

Já eins og þig kannski vitið þá er ég ekki alltaf mjög góðhjörtuð.
"Flensa dauðans" er búin að ríða(tíhí) norðurlandinu að fullu(tíhí) og litlu sætu stelpurnar sem allir snúa sig úr hálsliðnum eru núna búnar að vera rauðeygðar og rauðnebbaðar :o) Og ég þessi góðhjartaða kona er búin að hlægja mig máttlausa yfir því en svo bregðast krosstré sem önnur tré núna er ég komin með rauð augu og rautt nef og það er satt að sá hlær best sem síðast hlær :o(

sunnudagur, október 03, 2004

Fráls loksins

FRJÁLS LOKSINS FRJÁLS!!!!!!!!!
Já þetta er loksins búið. Hjónaballið er búið og það gekk ágætlega. Maturinn kláraðist en allir fengu sér bita og voru ánægðir það voru bara við aumingjarnir í nefndinni sem gátum ekki fengið neinar kartöflur og neitt salat þannig að við borðuðum bara kjötið þurrt en annað held ég að allir hafi verið ánægðir með þetta.

laugardagur, október 02, 2004

Kvöldið

Jæja núna er ég búin að ákveða að hætta í Laugaseli sem er nú ekki svoooo slæmt því að ég var nú orðin doldið leið á því að vera alltaf ilmandi af djúpsteikingarfeiti.... en svona er það.
Kaldhæðin er alltaf nálægt því að ég fer að vinna í Laugafisk og þar er nú lyktin ekki góð ef ég á að segja alveg eins og er þá er hún alveg hræðileg eigilega alveg viðbjóðsleg. Ef að ykkur finnst lykt af fólki í frystihúsi vond þá er þessi svona 100 sinnum verri.
En nóg um það. Það sem ég ætlaði að tala um var það að ég var búin að gleyma hvað Bush er góð hljómsveit það er nú þannig að ég var að hlusta á þá á leiðinni heim úr vinnunni og ég man ekki eftir lagi sem að maður hefur þurft að skippa yfir því að það er svo leiðinlegt. En ef þið eruð ekki sammála þá meigið þig alveg segja það

fimmtudagur, september 23, 2004

Hjónaball

Hjónaball.....ansk....já eins og þið sjáið þa er ég í hjónaballsnefnd og á að elda mat og semja skemmtiatriði. Og eins og þið vitið þá er ég ekki mikið fyrir að fara upp á svið og fara með skemmtiartiði
Þannig er þetta skemmtiatriði sem ég á að fara með uppi á sviði. Þetta er að fara svooo mikið með mig að ég er búin að fá migreni og stressköst. Og það finndnasta við þetta allt saman er að þetta á ekki að vera svona mikið mál. Þetta er bara gaman þegar við erum að funda en svo fer maður að hugsa og þá er þetta ekki eins gaman
Já hjónaball uppfinnig frá heilvíti ef að þú ert í nefndinni.....annas alveg ljómandi skemmtun.
Maður borðar góðan mat og horfir á sveitungana sína gera sig að fíflum (semsat ég í þetta skiptið) og svo er ball á eftir og þá förum við öll að dansa og bara smá að sötra þannig er það nú.
Þetta var lýsinginn á hjónaballinu. Takk fyrir.

sunnudagur, september 19, 2004

Dugleg

Alltaf jafn dugleg í þessu það er nú ekki af því skafið.
Jú ég hef eitt til að rífast um og það er það að mér finnst heilv.... hart að vera nýkomin heim frá Danmörku og þar var um 20 stiga hiti og heim í rok og rigningu og svo stuttu seinna sliddu þetta er nú bara ekki fer. Það á að vara mann við þessu með allavega mánaða fyrirvara.

fimmtudagur, september 09, 2004

Taka þrjú og annsk.....

Það er nú alveg greinilegt að ég er bara nörri ekki tölvunörri.....var búin að skrifa helling í taka tvö enn ekkert kom þannig að ég ætlaði bara að segja að ég væri komin úr danaveldi í gráann hversdagsleikann það var nú bara það sem ég ætlaði að segja.....Að ég hafi farið út í þetta.....jæja ég verð bara að reyna

Taka tvö

sunnudagur, september 05, 2004