sunnudagur, mars 29, 2009

Nostralgía


Já í gær var ég að taka til sem er ekki frásögu færandi annað en það að ég komst í gamla plötuspilarann minn og setti gamlar og góðar hljómplötur á fóninn og þar endaði maður í síðasta árinu á Skútustöðum og svo líka á Laugum...Whitesnake...sem að ég sá í sumar...Skid Row...(vá hvað maður hlustaði á það) og ekki má gleyma Guns 'N' Roses... Poison og Mötley Crüe...Þannig að aldrei þessu vant var ekki leiðinlegt að taka til.

laugardagur, mars 28, 2009

Íslenskt veður

Já íslenskt veður er eitt af undrum veraldar myndi ég segja. Það er enganvegin hægt að finna út hvernig veðrið er og líka það að á þessu litla landi gerum við fengið allar og þá meina ég allar gerðir af veðri. Sól og blíða í Skagafirði en hinum megin við Holtavörðuheiði er Óveður sem er allaleið að Mývatnsöræfum og þá kemur sól aftur til Hafnar og þaðan er rigning til Borgarness....eins og ég segi undur veraldar. Í gær var hér alveg skítaveður...en ekkert eins og á Akureyri...þá var svalbarðseyrin ófær og afhverju kemur þessi snjór ekki í heiðina mína, meina...hér værum við til í að fá sléttan fallegan þéttan snjó...svo að það verði hægt að eyða bensíni og orku um páskana.

Og ég vil fá FRÁBÆRT veður um páskana. þannig að það verði hægt að keyra á sleða alla páskana nema þegar að við verðum í þessum 2 fermingum sem eru á sama degi..

Jæja nóg í bili...þangað til næst

sunnudagur, mars 22, 2009

SKATTURINN BÚINN


Já var að skila skattaskýrslunni okkar...þetta er nú farið að verða frekar auðvelt...bara að samþykkja og villuprófa...og allt er klárt...en samt lætur maður alltaf allt bíða þangað til á síðustu stundu....

Hér er annars allt fínt að frétta...rosa sleðaferð í gær. Farið var í grjónagraut hjá Ömmu minni í Baldursheimi og síðan haldið áfram...veðrið var alveg frábært sól og smá gola. Sleðinn minn komin í lag þannig að nú meiga páskarnir fara að koma.

Jæja nóg í bili bæbæ

þriðjudagur, mars 17, 2009

Stórhríðarvikan mikla liðin

Já hér er lítið að frétta annað en snjór snjór og svo aðeins meiri snjór...og ekki einu sinni sleðinn minn er í lagi til að komast á hann milli bilja. Það var ekkert að gera á Pinnanum. Það nennir enginn að koma í svona vondu veðri. En það er eitthvað búið að pannta fyrir þessa viku þannig að ég er bara ánægð með það.

Fór á frumsýningu á Kvennaskólaævintýrinu sem að Leikdeild Eflingar er að sýna og það var mjög gaman. Ég var búin að vera 3 kvöld með þeim og leiðbeina við förðun sem þær hafa tekið mjög vel eftir því að þær voru rosalega fínar. Boðið var upp á vöflur með róma og kaffi...ummm...þær voru alveg rosalega góðar.

Hvolparnir þær Táta og Freyja fara líklega í þessari viku. Pabbi og Sigrún ætla að taka Freyju en eigandi Pabbans tekur Tátu (Frigg).

Jæja nóg af röfli í bili...Þangað til næst tulilú.

mánudagur, mars 02, 2009

Hallúúú


Þá er ég búin að opna SNYRTIPINNANN og allt gekk vel. Það komu margir og var setið og spjallað og borðaðar snittur gerðar af okkur Toddu...ótrúlega góðar þó að ég segi sjálf frá..og alveg frábær hópur fólks kom og skoðaði hjá mér. En svo er seinnipartsopnun í dag og ég byrja kl 16:00 - 21:00 þannig að núna sit ég heima og reyni að safna orku og gengur það bara mjög vel. Margir á fésinu sem hafa sennt mér hamingjuóskur og þakka ég kærlega fyrir það. Þessi mynd var tekin af mér af Hermanni Aðalsteinssyni hann er með fréttasíðu frá Þingeyjarsveit http://123.is/641/ þar getið þið lesið fréttir úr sveitinni.
Jæja nóg af pikki í bili...þangað til næst