þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Skólasettning

Jæja núna er komið að því...það er komið að skólasetningu...já og peningarnir eru að fljúga...skólabækur úff það er ekkert gefins að vera námsmaður maður kaupir gamlar bækur á alveg fúlgu....þannig að maður verður ekki vel efnaður.

Sit hérna í vinnunni fitla við tölvuna og hlusta á The Hitchhiker's Guide To The Galaxy og er komin að kafla 7...þetta er alveg frábært....Hef oft heyrt Elvu seigja eithvað úr þessu...Sérstaklega mynnistætt í stórhríð á leið frá Egilstöðum fyrir nokkrum öldum síðan...shit hvað maður er orðinn gamall.

Veðrið er ekki gott mætti alveg vera gott og sól.
Þá er blíðan hætt í bili...seinna

mánudagur, ágúst 29, 2005

Og enn nálgast hann

Já enn nálgast skólinn...Ekki það að allir mínir vinir( ekkert of margir en samt) eru búnnir að reyna að hjálpa mér að vera bjartsýn yfir þessu öllu. Gengur misjafnlega. Það er nú suma dagana að maður er að hugsa um hvað í ansk maður sé að hugsa...að vera að fara í skóla.....En svo koma dagar sem að maður er svo bjartsýnn að maður labbar bara einhverstaðar uppi í skíjunum og heldur að ekkert geti skemmst fyrir mér.

Fór í Mývatnssveit í gær...það voru réttir á báðum réttum...Baldursheimsrétt & Reykjarhlíðarrétt. En ég fór nú bara í Baldursheimsrétt og svo í hangikjöt til ömmu....þetta er bara eins og að jólin komi að það sé skylda að fá hangikjöt á réttardaginn. Held að það mundi koma svipur á fólk ef að það myndi eithvað breytast.

Hitti Guðrúnu og Gabríel í gær....aumingja þau sátu uppi með mig í 5 klst. En þau kvörtuðu ekki mikið. Það var smá spes að sjá Guðrúnu með lítið barn.....en svo var þetta bara eins og það átti að vera. Við vorum náttúrulega eins og verstu kjaftakerlingar og það stoppaði ekki á okkur kjafturinn. En það var samt rosalega gaman.....Guðrún sagði mér fréttir....Það er víst jafn langt til Fáskrúðsfjarðar og frá Fáskrúðsfirði....Héllt alltaf að það væri lengra til en frá....hehehe..
Þannig að ég er að hugsa um að fara í heimsókn þegar ég fer austur að hitta fjölskylduna.

Veðurfréttir Blíðunnar eru skíjað úði og kuldi...vona að það batni

Meira seinna

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Hætt í bili

Hætt í bili....núna er ég hætt í bili í Laugafiski og bíð þess að skólinn byrji...smá spenna en enn meira kvíði....Hvað er maður að hugsa að fara í skóla aftur...maður hlítur að vera masokiski og ekkert annað.

Fer núna bara í vinnuna með honum Hermanni mínum og afgreiði og þríf eins og það væri ekki gáfulegra að gera það heima hjá sér...það munar nú samt aðeins um að þrífa 2 herb eða 20 eins og heima.....hljómar eins og maður búi í villu...auðvita bý ég í villu og ekkert annað....

Er að fara að hitta Guðrúnu og Prinsinn um helgina þau eru að koma í Sveitina og það er nú bara ein sveit ef þig skiljið mig...sem að ég stórlega efast um....en þá ættuð þið ekki að vera að lesa þetta....

Já Blíðan er ekkert í fyrirrúmi hérna fyrir norðan...Rigning & rok...bara eins og við séum komin til Reykjavíkur...hehehe...og ég er viss um að það fari að snjóa fljótlega...bajartsýnismanneskjan ég

Hún Blíða mín er nú líklega með hvolpa vonandi bara 2 eða 3 í mestalagi en ég er vanalega ekki svo heppin að ég fái það sem ég vill...bara stundun.....heilvítis flugur halda bara að maður sér einhver heilv...flugbraut lenda bara hægri, vinstri á manni eins og ekkert sé sjálfsagðara...

Jæja ætla að hætta er að fara á fluguveiðar....ég meina fyrst að Bandaríkin meiga fara í Írak...Hlít ég að meiga drepa nokkrar flugur Dóa....og ekki orð um það meir....

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Vika í skóla

Já góðri hálsar þá er komið að því það er bara vika í skólann og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera mig er farið að kvíða svoo fyrir að það er ekki gott....hætt að sofa almennilega og allur pakkinn og þetta er bara Laugar hvernig verður þetta þegar ég fer suður...shit...En verð nú bara að standa mig það þíðir bara ekkert annað.....Er vanalega á netinu núna um 17:00-18:00 þannig að ef að þið viljið tala við mig þá er það hægt á þessum tíma...veit ekkert hvað ég á að skrifa...jú ef að þið eruð með hugmyndir um hvað ég á að gefa mömmu í afmælisgjöf er það vel þegið..
Gamla er að verða 50 þannig að maður verður að gefa henni eithvað til að muna að hún er búin að lifa í 1/2 öld :)
Jæja ætla að fara heim skrifa seinna bæbæ.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutnigar

Flutnigar eru byrjaðar...Tölvan er flutt af heiman...fór með hana niður á Smáragrund þannig að núna fer maður ekki í tölvuna nema í vinnunni og hvað eru miklar líkur á því að maður sætti sig við það...Ekki mikilar.
Hef ekki skrifað mikið....Hvað gerði ég í sumar...keypti fyrirtæki með Hermanni...uuuummm... ..fór á Foo Fighters tónleika og Queens of the Stoneage...ætlaði að fara á Velvet Revolver en það gekk ekki þeir voru svooo veikir að þeir komust ekki til að spila...hef heyrt að það væri líka eins gott því að þeir séu alveg hræðilegir á tónleikum...lifi bara á gamalli frægð....Já loksins á ég
Land-Cruiser og það er ekki seinna vænna svona miðan við að hann og Carinan hafa verið á topp 10 listanum síðan að ég fékk vitið (svona um 20).
Er að fara í skóla í vetur Ætla að læra að vera snyrtifræðingur.....hvernig handið þið að það gangi....veit ekki...það er bara vika í að skólinn byrji...verð í 1 ár á Laugum (einu sinni enn) og svo í 1 1/2 ár í Reykjavík...Já þannig verður nú þetta og ég verð áræðinlega duglegri að skrifa þegar ég á að vera að læra...held það....Já ég sagði ekki að ég er á ÍÞRÓTTARBRAUT.....Jebb þannig er það nú...krakkar sem voru á Laugum þegar ég var í fyrsta skipti þar hlæja örugglega ef þau lesa þetta...Jæja ætla a hætta núna læt vita hvernig gengur seinna.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Ætlaði bara aðeins að skrifa smá því að ég er búin að vera ógeðslegur tossi í sumar.....
Bara láta vita af því að ég er lifandi og er að fara í skóla í vetur á Laugum í 3ja skipti þannig að hugsiði vel til mín....en bara að gá hvort að ég kunni þetta enn... Skrifa fljótlega aftur er að fara og fá mér hammara og franskar.
Ekki blíða hérna núna nema að þú sért í flotgalla