föstudagur, nóvember 13, 2009

Pathfinder

Var að horfa á mynd áðan, sem er kannski ekki frásögu færandi nema það hvað hún situr í mér. Pathfinder er mynd sem Karl Urban leikur í og ég beið spennt eftir því að fá að sjá hann á skjánum. Myndin fjallar um þegar að Víkingarnir komu til Ameríku og SLÁTRUÐU Indjánunum bara til að losa sig við þá áður en að þeir myndu flytja þangað. Lítill víkingastrákur er fundin af indjánakonu sem tekur hann að sér. Síðan er þorpið hans tekið og slátrað, allt brotið, bramlað og kveikt í öllu í lokin. Myndin fjallar um hvursu Víkingarnir voru miklir HROTTAR og hversu illa hefur alltaf verið farið með Indjánana.
Ég horfði bara á skjáin og fann í ógeðslegustu atriðunum að það komu tár í augu en ég gat samt ekki lokað þeim. Þetta er kannski ekki óskarsverlaunamynd en hún situr enn mjög fast í mér.
Það sem verst er að ég gat ekki notið þess að horfa bara á Karl Urban og leyfa mínum augum að renna yfir hans fallega líkama...því að eins og þið vitið þá eru Indjánar í kvíkmyndum lítið klæddir...alltaf naktir að ofan...nema að það sé mjög kallt.

Þá er nóg í bili hérna megin...nema

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Enn ein helgin...

Ég held að ég sé orðin gömul...þegar að vikurnar líða svo hratt að það eru stanslausar helgar...annað hvort það eða að ég fæ bara blackout þegar að það kemur vinnuvika.
Her er samt allt við það sama...ég dansa snjódansinn svo að ónefnd systkini verði ánægð um páskana og komist á sleða. Er komin með strengi um allan líkamann á þessum dansi...þetta er svona regndans nema aðeins kaldara look á þessu öllu. Ég reyni að synda eins og vindurinn flesta morgna en stundum er nú frekar kallt eða bara of þreytt til að nenna að fara úr hálf nakin í kulda og svo í svalt vatnið...ég er nú samt komin með hjálpartæki fyrir þetta skóflur á hendurnar og froskalappir á fætur....þannig að ég geisist áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
Núna er ég búin að mála norðurherbergið þannig að þessi horror appelsínuguli litur er hættur að angra mig og núna lítur herbergið út fyrir að vera bara stórt, svo er planið að parketleggja það á þriðjudaginn.

Jæja nóg af mér í bili...ætla að fara í sund og synda á eftir
Þangað til næst