föstudagur, júní 04, 2010

SÍÐASTI DAGURINN!!!!!

Já í dag er síðasti dagurinn sem ég er á létta skeiðinu. Ég sé að vinir mínir sem eru eldri en ég hafa komist yfir þetta. En maður veit aldrei.....hvað ef það gengur ekki. Að verða 35 ára er ROSALEGA stór áfangi og ég er ekki viss...

En nóg með djókið...hér er allt gott að frétta....held að sumarið sé farið að láta kræla á sér, allavega er norðanáttin hlí, það þýðir að það sé komið sumar. Júróvísjón var athygliverð, ROSALEGA MIKIÐ AF LÉLEGUM LÖGUM. Maður náði ekki einusinni að finna smá kitl í höfðinu. En samt var borðaður góður matur með frábæru fólki og það er allt sem þarf, bara að lækka í sjónvarpinu og þá var þetta fullkomið.

Við vorum nú að hugsa um að spila "The Rocky Horror Picture Show" því að þar værum við örugg með góða tónlist en Todda (mesta júrónördið) var ekki sátt með það.

Jæja þa er ég hætt, kemur í ljós hvort að ég hafi orku í að pikka eitthvað meir þegar að maður er komin af "léttasta skeiðinu"

Þangað til næst