þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Að vera veikur

...í skólanum var talað um að maður ætti að passa sig á því að vera ekki veikur...því að það bitnaði á þeim sem mættu....ekki vera heima ef að maður er með smá hausverk...hvað er smá hausverkur... ..er það þega að maður hefur á tilfinningunni að höfuðkúpan spryngi og heilinn leki út...svoleiðis leið mér í fyrrinótt og í gær og svo líka í nótt...þetta er hreinasta heilvíti...ég veit ekki hvað ég hef gert í fyrralífi til að verskulda þetta.

En jólin nálgast og ég og Dóa ætlum að fara á tónleika með Sinfoníuhljómsveit Íslanda sem spila lög með John Lennon held að það verði æðislegt. Er kannski að fara í afmæli til einnar í bekknum á Selfoss verður kannski bara gaman.

Jæja það er best að fara að hvíla sig svo að maður komist í skólann á morgun...nóg í bili...

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

20-an

Já núna er það orðið þannig að ég er komin í 20-una (2. ár) mér finnst það svolítið merkilegt vegna þess að það er ekki svo langt síðan að maður var að stressa sig yfir því að vera að byrja og svo kom strax beina próf og svo komu vöðvar sem að við þurftum að læra utanaf...og maður var algjörlega í sjokki yfir. Núna er maður svo mikill nagli að maður þolir allt...hehe...eða þannig...

Komst að því í dag hvað ég er mikill sveita nörri....já við vorum í gervinöglum og þetta var gjörsamlega eins og latína fyrir mér. Ég skildi ekki neitt og allar hinar vissu nákvæmlega hvað var um að tala. Og svo var sýnikennsla...og ég var módelið og núna er ég með þessa rosalegu kókaínnögl og ef að það vanntar einhverstaðar ´þ eða ö þá er það vegna heilv...naglarinnar...Hún er rosalega flott en ég hef aldrei á æfinni verið með svona langar neglur þannig að hún þvælist smá fyrir mér.

Hjónabalið fór vel fram og allir voru ánægðir þannig að þetta er mjög spenandi. Fékk nokkrar í förðun...og engin þorði að segja annað en að þetta hefði verið glæsilegt hjá mér en nóg í bili...

laugardagur, nóvember 11, 2006

Náði prófum...jibbý

...Já ég náði þeim og ekki mikið að tala um það meir...nema að ég held að ég sé snillingur....að hafa náð þessu....þetta er engin leikskóli...en það er samt gott...þá fæ ég námslán áfram.....en jæja núna ætla ég að horfa á leiðindar spænska mynd sem er í sjónvarpinu...Gosi...ekki góð...sorry...veit að það er einhver frægur ....Roberto Benigni...held ég og mér finnst hann ekki skemmtilegur þannig að ég fer bara að fá mér að borða...

Nóg í bili...heyrumst seinna....

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bæði verklegu og bóklegu prófin búin.....

....og ég er komin í sveitasæluna....mirkrið og þögnin eru ekki slæm....og svo að maður tali nú ekki um hvað maður og hundur eru ánægð að sjá mig....bara eins og ég hafi verið heimt úr helju...hehe
En já núna bíður maður bara eftir því að fá að vita hvorta að maður verður hálshöggvin eða fær að halda áfram í 20. sem ég náttúrulega vona....en ég veit bara ekkert...mér fannst snyrtifræðin ekki eftið en kannski skrifaði ég bara ekki nógu mikið þannig að ég mun falla á því...og það sama gildir með allar hinar greinarnar...kannski var þetta bara ekki nógu mikið...oooþað er svooo gott að panica svona í sveitinni...jæja ég ætla ekki að hugsa meira um þetta og fara að fá mér að borða og svo að labba út með hundinum mínum....dóms dagurinn er ekki fyrr en á föstudaginn og það er nóg að láta vera stressaður á þeim dagi

Blíðan er farin út að labba bæbæ...