miðvikudagur, október 25, 2006

Verkleg próf....

...eru sköpuð af Djöflinum....eða einhverjum skildum þeim...þetta er ekkert smá stressandi....maður verður bara að passa sig á því að fara ekki að hágrenja af stressi....
Andrúmsloftið er svo stressandi að það væri hægt að virkja það....(stressið sko)...en auðvita reddar maður þessu og bítur í kinnina á sér þannig að maður fari ekki að grenja með kúnnan í fanginu eins og einhver aumingi...

Helgin var mjög skemmtileg...þar hittust gamla kellingar ;) og skemmtu sér vel....tók allt kvennkyns í lit og plokk...nema jú köttinn...hefði ekki lifað af ef ég hefði farið með plokkarann nálægt henni....Sálfræðingurinn fór að borða með fjölskyldunni og við hinar fengum okkur hvítlaukslæri sem bragðaðist mjög vel...síðan var farið á kaffihús og þar hittum við fleira skríðið fólk...og drukkum nokkra bjóra sálfræðingnum til heilla og svo var þar líka lögfræðingur sem við þurftum að skála fyrir líka...svo daginn eftir fórum við stöllur í bíó á Mýrina....og hún er alveg jafn sláandi þó svo að ég sé búin að lesa bókina 4x...samt kemur maður út og er þögull og veit ekki alveg hvað manni á að finnast um fólk almennt....að það sé virkilega til svona fólk sem hafa yndi á því að kvelja aðra...og jú er ekki forseti Bandaríkjanna búin samþykkja að það megi pína fanga...Held að það muni steypa mannkyninu endanlega í glötun...

Næsta helgi verður vonandi skemmtileg...ég er að vísu að læra fyrir próf alla helgina en ég held að Mannsi minn ætli að koma suður og hitta mig...hlakka til...að vísu ef að það verður mikill snjór fyrir norðann þá kemur hann ekki....þá er það bara snjósleðinn sem er í fyrsta sæti og ég í öðru ;)

Jæja þá er komið nóg í bili....Blíðan kveður...hafið það gott...

föstudagur, október 20, 2006

Verkleg próf í augsýn

Já Verkleg próf í augsýn og maður er farin að ganga með hnút sem stækkar og stækkar.....en það seigja nú allir sem hafa lifað af að fara í þessi próf....enda sagði skólastjórinn að það hafi engin dáið hjá sé þannig að þetta ætti að vera í lagi....maður verður bara svoooo svekktur ef að það gengur ekki hjá manni....fyrir allan þennan pening.

Dóa er að fara að útskrifast og Guðrún ætlar að koma í heimsókn....þannig að það verður glatt á hjalla. Það er planað að kíkja eitthvað út um kvöldir og kíkja í smá bjór. Það verður alveg frábært að vera saman.....vantar bara eina í hópinn...litlu dönsku baunina okkar...en hún kemur bara síðar...

Ég ætla að fara að njóta lífsins, leggjast upp í rúm og kúra eða bara eitthvað...


....Góða helgi...allesammen...

laugardagur, október 07, 2006

Próf

Próf, próf, próf...já núna eru sokkur skyndipróf hjá okkur og allur bekkurinn er að fara á límingunum...við erum svooo stressaðar að það er ekki eiðlilegt...meiri að segja skólastjórinn er farinn að segja okkur að slappa af og að allt fyrir ofan 5 sé bónus....sem það er og ekkert til að skammast sín yfir að fá 5 á prófi....maður nær því allavega....það er ekki eins og það sé spurt hvað maður hafi fengið í einnkunn þegar maður er að vaxa...en maður veit aldrei....sumt fólk er skrítið.

Já skrítið fólk...ég er nú úr sveitinni og er ekki orðin það gegnsýrð að ég horfi bara niðurfyrir mig eins og margir hérna í borginni...veit að ég þarf að bíta í tunguna á mér til að bjóða ekki góðan daginn við gesti og gangandi....og lennti líka í því þegar ég var í strætó hérna í vikunni að mér var litið á mann bara svona renndi augunum út um gluggan og augu mín lenntu á honum...og hann varð brjálaður stökk af stað og hrækti á gluggan...ég fattaði þetta ekki strax...héllt bara að hann væri að koma í strætó...en leit við á rúðuna og sleftaumarnir láku niður rúðuna....já ég segji það að mér finnst þetta mikill dónaskapur...jú kannski fannst honum að ég væri að stara en COMON maður á að kingja munnvatninu allavega þegar maður er komin yfir 4ra ára aldurinn og þessi var það....held að ég mundi ekki þekkja hann ef að ég sæi hann aftur það vel starði ég á hann....þannig að ég er að hugsa um að fara að verða eins og hinir ekki horfa....

Jæja þá eru raunarsögurnar úr borginni komnar á blað....hlakka til að fara í sveitina næstu helgi en þangað til verð ég bara að horfa á tyggjóklessurnar á gangstéttinni og halda kjafti svo að einhver sækó stingi mig ekki eða hrækji á mig...já margt hefur breyst síðan að ég bjó hér 1997.

Góða helgi...