fimmtudagur, mars 22, 2007

Hallúúú aftur

Já ég veit…það er langt síðan að ég bloggaði síðast…slæmt hjá mér. En já það er fimmtudagur og ég er að fara norður á morgun…jebb gerðist mjög snögglega, ég átti von á Hermanni um helgina en endaði á því að vera að fara sjálf. Hringdi í vinnuveitanda minn og ég fæ frí, vinn bara af mér síðar…á eftir að segja Jóhönnu að ég sé að fara norður, hún var nebblega búin að bjóða mér í afmæli og ég sem ætlaði að koma og ennig með Hermann með mér. En svona fer þetta þegar að maður er búin að plana allt. Þá fer allt úrskeiðis.

Já þannig að ég ætla að skella mér norður…spáð er góðu veðri þannig að ég ætla að skella mér á sleða…ef að Hermann hefur keypt handa mér bensín…hehe…

Það er allt að verða vitlaust hérna fyrir sunnan…allavega í skólanum mínum. Þar verður Cidesco próf á morgun, það er ein mesta viðurkenning sem að snyrtifræðingur getur fengið. Og allt þarf að vera eins og við orðum stundum skvíííkííí klííín. Og það er hann auðvita…enn ekki hvað…

Já smá saman tekt…er að fara NORÐUR HEHEHE…JIBBÍ SKÍBBÍ…

En nóg með það…hafið það gott um helgina…ég mun allavega gera það…nóg í bili.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Hallúúú

Jæja þannig að núna er það þannig að ég er “stóru stelpurnar” já ég er komin á síðustu önnina í skólanum. Já prófin gengu vel… ég fékk góðar einkunnir meðaleinkunn 8,20. Ekki slæmt…finnst samt að ég kunni ekki neitt…allavega ekki nóg til að vera á síðustu önninni. En við eigum að æfa okkur núna síðustu önninna þannig að kannski læri ég eitthvað. En nóg um það.

Á morgun förum við í 30nni út á stofur…þá förum við að vinna og æfa okkur á stofunni þannig þá kemur í ljós hvort að ég sé hæf í að vera snyrtifræðingur…kvíði smá fyrir þessum viðburði.

Núna er mamma á leiðinni suður og Guðni Páll litli frændi minn á leiðinni. Það verður gaman að sjá þau…ætla að vera um helgina. En jæja þá er það komið ég er hætt að blogga í dag þannig að hafið það gott…