mánudagur, janúar 22, 2007

ÁFRAM ÍSLAND...BÚM...BÚM...BÚM...ÁFRAM ÍSLAND




Mig langar bara að segja ykkur að Íslenska handboltaliðið er aðveg að fara á kostum…en kannski ættu íþróttafréttaritarar að vera aðeins bjartsýnni en hann…tittur hvað sem hann heitir var yfir þeim á móti Úkraínu…talandi um það að við værum dottin úr keppni og að við værum farin heim…því að það var engar líkur á því að við myndum vinna Frakkana…en hvað gerðist…við rústuðum þeim…í allri merkingu með að rústa sem að við, ég og vinir mínir, kunnum…en já þetta vildi ég bara segja…og já ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍSLAND…


Ef að ég er að móðga einhvern....þá sorry...

Nóg í bili...



sunnudagur, janúar 21, 2007

Hallúúú

Jæja…komin helgi aftur…

Vöðvaprófið….gekk ekki vel..fékk 3,9 í því….það var að vísu ekki lægsta einkunnin en sam…það er búið og ekkert við því að gera…Stöðuprófið…fékk 7,3 þar…það var ekki það hátt að ég þurfi ekki fara í verklega lokaprófið…en þetta er samt gott að fá 7,3.

Svo voru prófin á þriðjudaginn 2 gervinaglapróf og fótsnyrtingarpróf…held nú að ég hafi náð því þó að það sé ekki meira en það...og síðan var húðsjúkdómapróf á fimmtudaginn og þar var einnig þannig að ég held mögulega að ég muni sjá það…

Ég byrjaði í kvöldskóla á mánudaginn og var það myndlist…en ég var búin með áfangan og þurfti ekki að fara í hana…en fer á þriðjudagskvöldum í efnafræðina…

Þorrablót á laugadaginn…það verður rosalega gaman…þá verður smjattað á súrmat og drukkinn bjór og meira vín…svo verður borðaður hákarl…og svo verður dansað…og ekki skemmir það að ég sé að fara heim í sveitina og hitta alla…

Jæja…ég ætla að hætta þessu bulli í bili…hafið það gott…

föstudagur, janúar 12, 2007

Helgi og 1/2 mán í Þorrablót

Já....vikan from hell er liðin....2 frekar ervið próf búin og svo er bara að sjá hvernig það gekk...er ekki bjartsýn á rafmagnsprófið...en hitt var í lagi...það var verkleg snyrtifræði...og ef við fáum 8+ þá þurfum við ekki að taka verklegt lokapróf...væri ekki slæmt að hafa náð því...en maður veit aldrei...Maður er nógu stressaður á því að vera í verklegu prófi svo að maður þurfi ekki að fá helling af spurningum líka...allavega veit ég að heilinn minn virkar ekki undir svona miklu álagi.

Hermann er að koma...JibbýSkibbý...hlakka ekkert smá til að sjá hann og bara vera með honum...ekkert planað...nema að ég plata hann kannski í bíó með mér fyrst að hann er að koma í borgina...

Næsta vika...2 próf á þriðjudaginn og svo próf á fimmtudaginn...þannig að prófstressið heldur áfram...
Það er búið að vera drullu kalt hérna í húsinu núna...þegar að það fór að kólna...ofnarnir virkuðu ekki og læti...en svo kom einhver indælis maður og allir ofnar í húsinu fóri í gang...nema heilv...stofuofninn....þannig að ég skombera upp og tala við Manninn á evri hæðinni og hann kemur til að kíkja á þetta og sér skrúfar eitthvað og úr ofninum kemur blek...ekki að grínast...það var svars sem blek...allavega...og ég er með kenningu....


....Það er Kötturinn....já ég er viss um að drottningin er að dúlla við þetta þegar að við hin erum í skólanum....ég meina...afhverju þarf Dóa að kaupa alla þessa penna....eitthvert fara þeir....jább þannig fór fyrir kenningunni minni...

...Jæja nóg af kenningum í bili...góða helgi.

föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt nýtt ár...

Jæja jæja esskurnar...Gleðilegt nýtt á og þakka fyrir það gamla...vonani hafið þið átt góð jól og áramót. Og svo er 13ándinn á næsta leiti...eða á morgun...og þá verður rosa skemmtileg veisla í Fellshlíð...og það verður flugeldar og læti...og svo kakó og skúffukaka...eins og við höfum ekkert þarfari að gera...eða ekki ég þetta árið...en ég mun koma tvíelfd á næsta ári....

Við dömurnar...hehe...sitjum hér heima...og snítum okkur og ég sýg upp í nefið eins og ég fái borgað fyrir það....ég er með kenningu....á næturnar þega við Dóa sofum þá kemur kötturinn og skríður um gólf eins og hermaður með vísakortið hennar Dóu og opnar herbergisdyrnar mínar eins og í
Mission: Impossible, skríður upp í rúmið mitt og treður hárum lengst upp í nefið mitt þannig að ég mun aldrei ná því út nema að skera af mér nefið og skrapa það út...já ég held að þetta sé svona...allavega er ég að drepast í nefinu og ég hef engan til að kenna um þetta nema Fröken Júlíu...

Dikta á morgun...fyrst að læra læra læra læra...og svo smá læra...fyrir rafmagnsfræði í snyrtifræði...og læra smá meira...en svo á að skella sér á Dikta...og læra meira morguninn eftir...

Jæja nóg að rugli í bili....við heyrumst seinna...