þriðjudagur, nóvember 13, 2007

HÆ HÓ

Halló þarna úti...ég er með smá pistil...bara að láta ykkur vita það að við erum að hugsa um að skipta um glugga í okkar fallega húsi...og auðvita er spáð stórhríð....hjá hverjum gerist þetta öðrum en okkur...jú mögulega Elvu....en hún á ekki hús enn til að geta skipt gluggum á....annars allt það sama....nema jú....við fjárfestum í nýjum bíl...TOYOTA (auðvita) AURIS...alveg frábær bíll...sparar alveg helling í eldsneyti...og nei ég er ekki á prósentum hja Toyota...haha...rosalega er maður findinn...

Jæja nóg af djóki....hafið það gott...og btw...ég er að fara á frostrósartónleikana...

mánudagur, október 29, 2007

Jæja...

Já ég er hér...einhver orðaði það frekar pent að það væri komin tími komin á að setja inn nýja færslu og ælta ég að gera það fyrir þig Elva mín...

Það er ekki mikið að fétta...ég vinn bara og vinn...fór um helgina á Villibráðahlaðborð í Seli í Mývatnssveit...og það var þvílík snilld...Þetta er orðið svo rosalega flott hjá þeim og maturinn var algjört lostæti...síðan var kíkt á Slæjuball í Skjólbrekku sem var líka frábært nema að maður var með þeim elstu...rosalega mikið af ungum krökkum....

Var í prófi áðan...skyndipróf í líffæra og lífeðlisfræði...og fékk 7 komma eitthvað...man það ekki alveg...held að það myndi reiknast í 7 en ekki hækka...

Tvær vinkonur eru að fara að hittast í Amsterdam og ég óska þeim alls hins besta...Og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera...hehe...

Vill mynna ykkur á að ég er komin með nýja myndasíðu hér eru myndirnar vonandi geta allir séð þetta...

En jæja nóg í bili...er að fara að reynsluaka nýja bílnum....bæbæ

þriðjudagur, september 25, 2007

Bernskan...



Já bernskan er misjöfn hjá fólki, eins og fólk er margt....vá...þetta var "deep"....en já ég er búin að vera að skanna myndir frá því að ég var lítil og setja inni í tölvuna til að geta átt þær og setja kannski sumar inn í ramma til að sýna fólki hversu fallegur maður er....því jú ég hlít að vera fallegasta stórslys sem hefur verið í manna mynnum.

Sumarfrí!!

Já núna þessa stundina er ég í sumarfríi...og hvernig er þetta....jú það er snjór...ekki alveg hvítt en í grænu grasinu er snjór líka....ekki voðalega sumarlegt...en samt...þá er það bara að gera allt klárt í húsinu sínu...núna erum við nebblega að brjóta allt í forstofunni okkar til að setja gólfhita svo að Blíðu verði ekki kallt á kvöldin...allt fyrir giktarsjúklinginn okkar...það skemmir ekki fyrir að það sé líka fljótlegra að þurrka upp bleytuna sem kemur á gólfið hjá okkur en aðalega er þetta fyrir hundinn okkar...hehe


Jæja þá ég búin í bili...smá sýnishorn af því sem ég var að gera...ég og mamma saman

laugardagur, september 15, 2007

Sprungin blaðra

Já tónleikar aldrarinnar eru búnnir...Cornellinn farinn heim og það jaðrar við að það sé spennufall hjá manni. Maður vinnur eins og mó fó....og ekkert við því að gera....og svo er ég líka komin í 2 kúrsa í fjarnámi...þetta verður spennandi...

Cornellinn stóð alveg fyrir sínu...einhver hélt því fram við mig að Chris Cornell væri ekki góður live...bara að ég myndi eftir hver það var sem sagði þetta við mig því að ég myndi láta hann éta þetta ofan í sig allt aftur...hann var alveg hreint út sagt frábær...Tók hvern smellinn eftir annan og ég var orðin svooo þreytt í kjálkunum því að þeir löfðu bara og ekki bara yfir vel skapaðri bringunni heldur bara að vara þarna og horfa á hann og ekki nema nokkrar hræður á milli okkar....það er alveg rosalegt að vera á tónleikum með einhverjum sem að maður er búin að hlusta á í .....ja mörg ár....frá því að maður var 16. ára.....og það er alveg óþarfi að reikna út hvað það er langur tími. Ótrúlegt....

Vinnan er enn mjög skemmtileg...var á fimmtudaginn með nudd og þá getur maður hugsað um allt meðan maður nuddað og ég komst að því að ég er mjög sátt...held bara að ég sé búin að finna hilluna mína í lífinu...það er jú gott orðatiltæki sem hljómar svona "BETRA ER SEINT EN ALDREI"

En jæja það er þá komið nóg í bili...ég verð að halda áfram að þrífa bílinn hennar ömmu....hafið það gott þangað til næst...og raulum Cornell....þar til næst

föstudagur, ágúst 31, 2007

Reykjavík

Hæ hérna...er lifandi enn....er nú í höfuðborg bleytunnar (Reykjavík)...þó að það hafi verið óvenjulega þurrt þar í sumar...skilst mér...Hér er ég stödd í viðskiptaferð...gaman að segja þetta...já við í vinnunni erum hér til að skoða sýningu sem er haldin fyrir snyrtifræðinga, hárgreiðslufólk og fleiri....og ég er hér með þeim til að sjá þetta allt saman.....er í vist hjá henni Hörpu minni og hjá okkur er dekurkvöld...Harpa fékk litun og plokkun og ég fékk nudd...æðislegt þó að ég hafi nú bara grenjað....eða næstum....það komu allavega tár...síðan er eldaður góður matur....jú og ekki má gleyma að við skruppum aðeins í evans og það fuku seðlarnir...Takk pabbi fyrir útskriftargjöfina....

Fer suður aftur næsta föstudag og þá verður gaman....þá kemur CORNELL til landsins og heldur tónleika....víííí.....rosalega verður það gaman....að fá að sjá KÓNGINN....allavega er hann það í mínum augum.....og þið fáið að heyra allt um það þá en nóg í bili....ætla ekki að einoka tölvuna hennar Hörpu alveg....Hafið það gott um helgina esskurnar mínar...bæbæ

mánudagur, ágúst 13, 2007

HÆ!!!!

Ætlaði bara aðeins að láta vita af mér...ég er enn á lífi og það er rosa gaman í vinnunni. Þetta er fínn staður. Það eru snyrtistofa, hárgreiðslustofa og svo eru sjúkranuddarar þarna líka....og ekki skemmir fyrir að það er fatabúð þarni líka á hæðinni.
Versló...þá vorum við bara heima ég og Hermann...stelpurnar komu til mín og við (Hermann) grilluðum, fyrst lamb, svo humar og síðast ananas...sem síðan var dýpt ofan í malibú/súkkulaðisósu...ummmm....ekki slæmt það...
Núna er Dóan flutt til Amsterdam með viðkomu í Köben...væri til í að fara og hitta Elvu í Köben...væri örugglega gaman að fara í nóvember...þá er farið að vera jólalegt og þá er skilda að fara í Tivolí......
Jæja það er best að koma sér heim og slaka á eftir skemmtilegan vinnudag....sorry stelpur ég er ekki búin að fá leið á þessu þó að skólinn hafi verið erfiður....þetta er bara rosa gaman....en erfitt...
Hafið það gott esskurnar...þar til síðar....

mánudagur, júlí 30, 2007

Purple

Your soul is painted the color purple, which embodies the characteristics of sensuality, spirituality, creativity, wealth, royalty, nobility, mystery, enlightenment, arrogance, gaudiness, mourning, confusion, pride, delicacy, power, meditation, religion, and ambition. Purple falls under the element of Earth, and was once a European symbol of royalty; today it symbolizes the divine.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Halló, halló...

...Ég er lifandi...þó að það heyrist ekki frá mér...hef bara verið að vinna og svo er netið ekki mjög hratt hérna á heiðinni. Mundi örugglega vera hraðar ef að ég myndi knýgja það áfram með snúningi...sé mig í anda sitjandi á hjóli og knýgja nettenginguna alveg í botn...jevla hversu slim myndi ég verða...hehe....

Hér er auðvita sól og bíða og hávaða norðanátt til að aðeins að skemma fyrir...en samt er mjög gott og fallegt veður...

Það var útskriftarveisla hjá mér og Sólveigu frænku á síðasta laugadag og þar kom fjölskyldan saman og át rollu og drukkum bjór. Og svo opnuðum við pakkana okkar og fórum svo heim.

Jæja þá vitið þið svona aðeins um það sem á daga mína hefur drifið. Nóg um það í bili. Hafið það notalegt þangað til næst.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Sveitasælan

Já núna er maður útskrifaður og sætur og komin í sveitasæluna fyrir norðan.
Ætla bara að láta vita að það verður kannski ekki mikið bloggað á næstunni vegna þess að maður þarf jú að gera svo margt í sveitinni.

En hafið það bara gott....allavega hef ég það hehe.

mánudagur, júní 18, 2007

ÞETTA ER BÚIÐ



JÁ ÞETTA ER BÚIÐ!!!

SKÓLINN ER BÚIN OG ÉG NÁÐI ÖLLU...ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER ÚTSKRIFT 23 JÚNÍ

já þetta er búið og ég á leið heim...vei


Þá ætla ég að fá mér bjór núna hafið það gott það sem eftir er dagsins

fimmtudagur, júní 07, 2007

Hann er að koma til landsins í september
Hérna er smá skemmtun handa vinumum mínum sem að ég bjó með í Þórunnarstræti 127....og jú líka hinum



og svo er þetta smá bónus.....ummm

Verkleguprófi búin

Verklegu prófin eru búin, og ég vona að ég hafi náð þeim öllum.
Smá yfirlit yfir prófin.

  • Gervineglur....það var nú smá klúður þar....held að ég hafi sært 1 nögl og það er mikill mínus fyrir það. Samt er módelið mitt ánægð. Allavega segir hún ekkert við mig.
  • Rafmagnsháreyðing....held að ég sé ekki fallin þar þó að ég fái ekki háa einkunn...
  • Snyrtifræðin gekk held ég alveg ágætlega...örugglega eitthvað klúður en samt ekkert sem að ég veit um.
  • Handsnyrting gekk fínt...held að ég hafi getað svarað öllum spurningum rétt og svo var naglalökkunin ekki alveg alslæm.
  • Fótsnyrting var líka ágæt...gott módel og allavega hef ég ekki náð að lakka svona vel lengi.
  • Ilmolíuprófið.....já það....veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Ég hef einu sinni gert allt nuddið áður og svo kemur bara próf. Ég held að ég hafi haft fínt flæði og svo held ég að ég hafi velið réttar olíur...en svo var spurt spurninga eins og í öllum prófum. Og það gekk ekki eins vel.

Þannig að þarna fáið þið að smá yfirlit yfir verklegu prófin...kannski læt ég ykkur vita hvernig það gekk...en bara ef að það gekk og ég verð með vínrauða húfu þann 23. júní.

Í kvöld ætla ég að horfa á Desperate Housewives & House og hafa það gott...engin prófalestur í dag...kannski byrja ég á því bara á morgun.

Jæja nóg í bili...Hafið það gott.

þriðjudagur, maí 29, 2007

Vika í próf c", )

Hvítasunnuhelgin runnin sitt skeið og bara vika í próf.

Það var nú aðeins brasað um hvítasunnuhelgina....við fórum í bíó á Pirates of the Caribbean; At World's end í Smárabíó í Lúxussalnum...og góðir hálsar...þangað á að fara...ég er ekki í þókknun frá þeim...en þetta er staðurinn og það á aftasta bekk...Ég er ekki þekkt fyrir að vilja sitja aftast en það er hægt þarna því að salurinn er ekki það stór. Þarna sat maður bara eins og heima hjá sér og borðaði poppið sitt og kókið var drukkið og maður var bara á sokkunum...alveg frábært. Síðan skelltum við okkur á Uriah Heep
& Deep Purple....og það var náttúrulega alveg snilld...Heep hefði kannski aðeisn átt að fá sér stílista og þá aðalega söngvarinn en Purple hafa þróast...þá meina ég á klæðaburði. Persónulega þá fannst mér meiri kraftur í Heep og þeir tóku öll sín þekktustu lög eins og July Morning og The Wizard og hárið á hálsinum stóð í allar áttir. Purple átti líka sína smelli...eins og Hush og Smoke On The Water. Þannig að þetta var þrusu stuð. Hefði verið gaman að heyra Child in time en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu...Þannig að þetta var virkilega heppnuð helgi..og núna er ég ein í kotinu...það brunuðu bara allir norður um hádeigi í gær og skildu mig eftir til að klára ritgerð og svo koma prófin.

Verklegu prófin byrja á föstudaginn og það byrjar með gervinöglum....og svo er það næsta vika þar á eftir í verkleg próf og svo byrja bóklegu prófin 11 júní og síðasta próf er 18. júní og útskrift 23. júní...vonandi...hehe.

Jæja þá er komið nóg í bili...hafið það gott...knús og kossar héðan úr kotinu....

föstudagur, maí 25, 2007

Efnafræðin búin

Jæja þá er efnafræðin búin, og ég náði...jibbý skibbý...það kom áttan...í lokaeinkun. Svo er komin einkun fyrir könnunina í snyrtifræði það var sex komma eitthvað og svo kom einkun fyrir ilmolíuprófið og það var átta....og það var alveg frábært....vííííí.....það kom mér á óvart.

Síðasi dagurinn snyrtistofunni í dag...og eins og vanalega þá fékk ég ekkert að gera. Nema að skúra og þvo þvott og svara í síma....og þetta kunni ég alltsaman áður en ég byrjaði...ég gat skúrað...þó að það hefði ekki verið vel gert...ég þvoði þvott heima hjá mér....og hef ég talað í síma oft áður en að fór á stofuna.

Um helgina kemur Hermann og þá verður farið á Pirets...síðan verður farið á Purpul & Heep á sunnudaginn...það verður rosa gaman.

Jæja þá er þetta nóg í bili....eigiði góða hvítasunnuhelgi...og bara restina af lífinu.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Evróvísíonkvöld...


Ja hér kemur stutt skýrsla um júróvísjon- kvöldið...það byrjaði með því að sjá Risessuna og Risann og svo héldum við heim og fengum okkur kakó og Balys vegna þess hvað okkur var kalt...hér í vindinum fyrir sunnan. Þannig að ekkert annað í stöðunni en að fá sér eitthvað heitt og gott að drekka. Síðan tókum við okkur til og héldum til Þórirs til að horfa á Júróvísjonkeppnina. Það var rosalega gaman. Við völdum okkur öll lög til að halda með og einnig það sem okkur þótti minnstu (eða með minnstu) líkunum á því að fá 12 stig. Ég valdi Ungverjaland sem flottasta lagið og Svíþjóð sem mér fannst ekki eiga skilið að fá 12 stig. Ungverjaland fékk nokkrum sinnum stig en því miður líka Svíþjóð. Þannig að þegar Ungverjalad fékk stig þá var það sopi og þegar að Svíþjóð fékk 12 stig þá var það skot. Þórir valdi Úkraníu fyrir bæði þannig að hann fékk nokkra sopa. Dóa valdi Finnland til sigurs og Frakkland í 12 stigin. Og Todda valdi Hvíta Rússland til sigurs en Spán til skotanna...og hún þurfti ekki að fá sér eitt skot...sem þýddi að hún var nokkuð klár.

Síðan fórum við á ellefuna og hlustuðum á noska sigurlagið þarna og fórum svo á Kofann...og þá var dansað þangað til að það var tími til að fara heim...

Og þarna fáið þið söguna í stuttu máli...þannig að þangað til seinna....hafið það gott.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Það er komin 1. maí.


Já núna er frí í skólanum vegna þess að það er komin 1. maí...og í þessum pikkuðu orðum er lúðrasveit að labba hér framhjá og berja húðir...já mikil skrúðganga...

Aldrei þessu vant þá fórum við Dóa út á föstudagskvöldið ásamt Þóri. Við skelltum okkur á Dikta tónleika sem voru á Grand Rock...þar spiluðu þeir ásamt Hjaltalín og voru þetta mjög góðir tónleikar. Þarna á tónleikunum hittu við Sólveigu og við skemmtum okkur heldur betur.

Laugadagurinn fór svo í að horfa á Sex and the City hjá mér en að vinna hjá Dóu...alls ekki mikið gert þann daginn

Sunnudagur fó í að vinna ritgerð og labba í kringum drullupollinn.

Jæja búin að segja aðeins frá því sem á daga mína hefur drifið...veira síðar.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Bara smá pistill


Vildi bara óska Ástu Rún frænku minni til hamingju með ferminguna sína...þetta var falleg veisla hjá þér...og eins og þið sjáið var hún mjög falleg sjálf.

Hér er allt eins og það er vant að vera...farið að hlína þó að það sé auðvita rok...eins og svo oft í höfuðborginni...en sem betur fer fer þetta að vera búið og ég get farið í sveitina og slappað af...

Ég er líka komin með samning ef að ég hef gleymt að segja einhverjum það...hann er á Snyrtistofunni Hilmu á Húsavík...það verður frábært...þá get ég keyrt í vinnuna og heim aftur.

En jæja nóg af þessari vitleysu í bili....hafið það gott

fimmtudagur, apríl 19, 2007


Ætlaði bara að óska öllum GLEÐILEGS SUMARS með þökk fyrir veturinn

Við hérna á Laugavegingm erum á lífi þó að það hafi verið bæði bruni fyrir neðan og flóð með 80°c heitu vatni fyrir ofan...þá láum við í makindum okkar og horfðum á imbann...og vissum ekkert af þessu...tókum að vísu eftir því hvað hva hljóðlátt...síðan komu fréttirnar og við sáum hvað var í gangi...og við ánægðar með að vera bara heima og að hafa það bara notalegt.

Jæja nóg í bili....hafið það gott á þessum fyrsta sumardegi.

mánudagur, apríl 16, 2007

Grímuball

Um helgina skellti ég mér í flugvél og skellt mér svo á grímuball í sveitinni. Þetta var rosalega gaman og við Hermann fórum sem vampíra og 18. aldar lady...sem er finndið því að ég er enganveigin dama. En eru ekki grímuböll til þess að skella sér í eitthvað sem maður langar að vera en getur það ekki. Þetta byrjaði vel en endaði ekki eins vel...allavega ekki hjá mér...eins og ég sagði þá hrapaði daman eftir því sem að hún drakk meira...greinilegt að ég hef ekki drukkið í marga mánuði og var frekar svört...og dagurinn eftir var þeimmun verri...Þökk sé góðum vinum komst ég heim...og suður svo í gær...og í skólann í dag...þó að ég hefði viljað vera heima...maginn ekki góður enn...

En það var samt rosalega gaman...og ég mæli með því að allir fari á grímuball einu sinni á ári. Endilega skoðið þið myndirnar hjá mér...hafið það gott...og vona að meltingin hjá ykkur verði góð þó að mín sé ekki komin í gott lag enn...

mánudagur, apríl 02, 2007

Betra er seint en aldrei


Já ég veit...ekki góður bloggari...skrifa bara svona 3 á ári eða rétt rúmlega...en maður verður að hafa eitthvað um að skrifa til að geta bloggað...er ekki viss um að þig nenntuð að lesa um litun & plokkun á hverjum deigi...eða vaxaðan nára...já svona er þetta núna...bara að vinna og vinna (sko í skólanum). Núna eru að koma páskar og ég veit að ein var búin að lofa að það yrði snjór...sé það ekki alveg fyrir mér...en ég verð vara að vonast til þess að hún sé sannspá í þessum efnum...svo að sonur hennar geti komið á sleða til mín um páskana...

Já fer norður á miðvikudaginn og á fimmtudag ætla ég að fara á Hvanndaslbræður á Akureyri og síðan á Ljótu hálvitana í Skjólbrekku...þannig að það ætti að vera nóg að gera.

Drottningin á heimilinu fór alveg með mig...ja allavega kenni ég henni algjörlega um allt sem er að mér í dag... og ég hef sönnunnargagnið ....kattahár í nefinu í morgun... ég vaknaðið nebblega illahaldin af höfuðverk... með meiri kvef í lungum og alveg eins og drusla og hvað gerir maður...já auðvita kennir maður kéttinum um. Það er bara svo einfallt...og ekki kvartar hún yfir því....að vísu er eigandinn eitthvað að væla yfir því að ég eigi ekki að kenna Drottningunni um þetta vesen...það gæti farið illa með mig...og jú kannski bara drottningarsvik og það var dauðarefsing...kannski nær hún að troða það miklu af hárum að ég kafni...

Jæja þá er komið nóg af þessu bulli...ég segi bara "Gleðilega páska" og farið varlega í skemmtanslífinu um páskana.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Hallúúú aftur

Já ég veit…það er langt síðan að ég bloggaði síðast…slæmt hjá mér. En já það er fimmtudagur og ég er að fara norður á morgun…jebb gerðist mjög snögglega, ég átti von á Hermanni um helgina en endaði á því að vera að fara sjálf. Hringdi í vinnuveitanda minn og ég fæ frí, vinn bara af mér síðar…á eftir að segja Jóhönnu að ég sé að fara norður, hún var nebblega búin að bjóða mér í afmæli og ég sem ætlaði að koma og ennig með Hermann með mér. En svona fer þetta þegar að maður er búin að plana allt. Þá fer allt úrskeiðis.

Já þannig að ég ætla að skella mér norður…spáð er góðu veðri þannig að ég ætla að skella mér á sleða…ef að Hermann hefur keypt handa mér bensín…hehe…

Það er allt að verða vitlaust hérna fyrir sunnan…allavega í skólanum mínum. Þar verður Cidesco próf á morgun, það er ein mesta viðurkenning sem að snyrtifræðingur getur fengið. Og allt þarf að vera eins og við orðum stundum skvíííkííí klííín. Og það er hann auðvita…enn ekki hvað…

Já smá saman tekt…er að fara NORÐUR HEHEHE…JIBBÍ SKÍBBÍ…

En nóg með það…hafið það gott um helgina…ég mun allavega gera það…nóg í bili.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Hallúúú

Jæja þannig að núna er það þannig að ég er “stóru stelpurnar” já ég er komin á síðustu önnina í skólanum. Já prófin gengu vel… ég fékk góðar einkunnir meðaleinkunn 8,20. Ekki slæmt…finnst samt að ég kunni ekki neitt…allavega ekki nóg til að vera á síðustu önninni. En við eigum að æfa okkur núna síðustu önninna þannig að kannski læri ég eitthvað. En nóg um það.

Á morgun förum við í 30nni út á stofur…þá förum við að vinna og æfa okkur á stofunni þannig þá kemur í ljós hvort að ég sé hæf í að vera snyrtifræðingur…kvíði smá fyrir þessum viðburði.

Núna er mamma á leiðinni suður og Guðni Páll litli frændi minn á leiðinni. Það verður gaman að sjá þau…ætla að vera um helgina. En jæja þá er það komið ég er hætt að blogga í dag þannig að hafið það gott…

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Please - U2

Já fann videoið með Plese það er alveg snilldin ein...Góða skemmtun

Komin norður

Sorry…ég veit að það hefur liðið langur tími síðan ég bloggaði síðast…Er búin að vera í prófum núna í ½ mánuð en sem betur fer er það búið og ég er komin í sveitasæluna…já keyrði norður í gær eftir próf á nýja kagganum hans Hermanns…í þeirri von að ég þyrfti ekki að hringja í hann fyrr en í fyrstalagi í Varmahlít til að ná í mig. En það heppnaðist… þurftu ekki að hringja í hann…enda var bara drepið 1x á bílnum og það var nauðsin…til að pissa…já eins og þið eruð eflaust farin að átta ykkur á er bíllinn ekki alveg í lagi…

Enda lenti ég næstum inn í Esso – sjoppuna á Blöndósi…dekkin smá sleip…en slapp.

Prófin gegnu ágætlega…held ég…alla vega þangað til að ég fæ einkuninar…held að ég höndli ekki að vera 1 önn í viðbót…því að ég er farin að sjá fyrir endann á þessu…Þetta er alltaf smá stress þegar að prófin koma, og núna var það ekkert öðruvísi…niðurgangur í ½ mánuð er ekki hollt…þannig hefur skólinn verið núna. Það eru 18 nemendur í bekk og þá er það 3x18=54…þá eru það 53 konur í skólanum & 1 strákur…hann er ekki talin með vegna þess að hann er raunsær á þetta…eins og karlmenn eru oftast…en konurnar 53…ég mundi segja að það væri ½ af þeim sem hefur verið stressaðar þá er það 26 eða 27 stelpur sem hafa ekki haft stöðugan maga í ½ mánuð…og 4 wc það hlítur að vera of lítið þegar að prófatími er…en nóg af þessari vitleysu í bili…

Sveitasælan…það sem á að gera í fríinu…jú það skemmtilegasta er að fara til tannlæknis…vííí…ef hægt væri að setja svona msn karl inn í þetta…sem er að hoppa og skoppa af ánægju…svo ætla ég að hitta ömmuna mína og hafa það gott í sveitinni hennar sem að mér finnst að hún eigi skuldlaust…því að það er ekki til betri mannsekja en hún…jú ok…dalilama…eða hvernig það er nú skrifað og móðir Teresa voru kannski á sama stað en já í mínum augum er hún ein af þeim sem er í þessum hóp…kannski finnst öllum þetta um Ömmurnar sínar en þá það en mín er samt betri…

Já í dag er afmælisdagurinn hennar Dóu…stelpan er orðin rétt rúmlega 20. eins og ég og Guðrún verðum eftir smá…Dóa hjartanlega til hamingju með afmælið esskan og sjáumst á föstudaginn.

Í gær átti Kristinn Ingi afmæli og ég óska honum einig til hamingju með afmælið.

Og á morgun á Jóhann Pétur & Ásta Rún afmæli og þau fá mínar hamingjuóskur með afmælið

Jæja held að þetta sé komið nóg í bili…hafið það gott…ég veit að ég hef það gott þar sem ég er heima í sveitinni með manninum mínum og hundinum mínum…hafið það gott þangað til næst…

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Loksins...

...Já loksins eru komnar myndir af þorrablótinu og svo Dillon jammi....það tók sinn tíma að gera þetta...en það tókst. Vona að það verði ekki allir brjálaðir yfir þessum myndum en samt ég hef gaman af þeim...

Hermanninn minn er að koma í heimsókn...þá verður hann sko látinn snúast í kringum mig...og keyra mig út um allt...þá verður sko enginn strætó....

...Svo eru prófin að byrja....jebb...verkleg próf í næstu viku...og ég er ekki alveg tilbúin...en ekkert við því að gera og þá er það bara að læra...Hermaðurinn verður bara að hjálpa mér að læra...ekkert annað hægt að gera í stöðunni....

Jæja hætt í bili....ætla að læra og svo að horfa á House...hafið það gott þangað til næst.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Hóst, hóst.....

Já ef að þig trúið því ekki þá er ég heima lasin....anskotinn er þetta....mér finnst ég alltaf lasin þessa dagana...ég er orðin ekkert smá þreytt á þessu...og svo eru að koma próf....en jæja ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er á lífi...þó að ég væri til að vera meira á lífi ef að ég væri ekki eins og mæðuveik rolla...eða gamall karl sem að hefur drukkið wiský í 4 mán samfleitt...allavega er röddin þannig....en annars er allt "five by five"

Nóg í bili...hóst hóst....ætla að fara að láta mér batna...túlídú

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Færsla dagsins...

Jæja þá er það komið að því að gera nýjar færslur...núna sit ég hérn í skólanum að blogga...það féll niður tíminn sem að ég átti að vera í...

Þorrablótið var rosalega gaman og við Guðrún skemmtum okkur rosalega vel...það var borðaður hellingur af þorramat og drukkuð hellingur af víni...Hljómsveitin var rosalega skemmtileg og ekki sköðuðu skemmtiatriðin eru...

Var í prófi áðan...það var svoldið spes...ein spurningin var "Hvað er þjónusta?" og þið megið svara þessari spurningu fyrir mig...en ég vona að kennarinn muni ekki láta mig falli....ég vona það...

Núna er ég að fara að farða á eftir, tímabilaförðun. Ætla að farða hana Jóhönnu...held að ég ætli að mála hana frá tímabili 1940.

Íslendingar hafa nú staðið sig frábærlega í handboltanum....skil ekki að ég hafi misst af leiknum...
var í skólanum...og það munaði svoooo litlu...en samt svo mikið. Þá er það Rússarnir...það er alveg hægt að vinna þá...hey við unnum Frakka...þá getum við unnið alla...en líka tapað en við getum samt unnið alla.


Og já svo er að koma helgi...og svo verkleg próf eftir 2 vikur....þannig að það verður lært til að kunna eitthvað...

Góða helgi esskurnar mínar...

mánudagur, janúar 22, 2007

ÁFRAM ÍSLAND...BÚM...BÚM...BÚM...ÁFRAM ÍSLAND




Mig langar bara að segja ykkur að Íslenska handboltaliðið er aðveg að fara á kostum…en kannski ættu íþróttafréttaritarar að vera aðeins bjartsýnni en hann…tittur hvað sem hann heitir var yfir þeim á móti Úkraínu…talandi um það að við værum dottin úr keppni og að við værum farin heim…því að það var engar líkur á því að við myndum vinna Frakkana…en hvað gerðist…við rústuðum þeim…í allri merkingu með að rústa sem að við, ég og vinir mínir, kunnum…en já þetta vildi ég bara segja…og já ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍSLAND…


Ef að ég er að móðga einhvern....þá sorry...

Nóg í bili...



sunnudagur, janúar 21, 2007

Hallúúú

Jæja…komin helgi aftur…

Vöðvaprófið….gekk ekki vel..fékk 3,9 í því….það var að vísu ekki lægsta einkunnin en sam…það er búið og ekkert við því að gera…Stöðuprófið…fékk 7,3 þar…það var ekki það hátt að ég þurfi ekki fara í verklega lokaprófið…en þetta er samt gott að fá 7,3.

Svo voru prófin á þriðjudaginn 2 gervinaglapróf og fótsnyrtingarpróf…held nú að ég hafi náð því þó að það sé ekki meira en það...og síðan var húðsjúkdómapróf á fimmtudaginn og þar var einnig þannig að ég held mögulega að ég muni sjá það…

Ég byrjaði í kvöldskóla á mánudaginn og var það myndlist…en ég var búin með áfangan og þurfti ekki að fara í hana…en fer á þriðjudagskvöldum í efnafræðina…

Þorrablót á laugadaginn…það verður rosalega gaman…þá verður smjattað á súrmat og drukkinn bjór og meira vín…svo verður borðaður hákarl…og svo verður dansað…og ekki skemmir það að ég sé að fara heim í sveitina og hitta alla…

Jæja…ég ætla að hætta þessu bulli í bili…hafið það gott…

föstudagur, janúar 12, 2007

Helgi og 1/2 mán í Þorrablót

Já....vikan from hell er liðin....2 frekar ervið próf búin og svo er bara að sjá hvernig það gekk...er ekki bjartsýn á rafmagnsprófið...en hitt var í lagi...það var verkleg snyrtifræði...og ef við fáum 8+ þá þurfum við ekki að taka verklegt lokapróf...væri ekki slæmt að hafa náð því...en maður veit aldrei...Maður er nógu stressaður á því að vera í verklegu prófi svo að maður þurfi ekki að fá helling af spurningum líka...allavega veit ég að heilinn minn virkar ekki undir svona miklu álagi.

Hermann er að koma...JibbýSkibbý...hlakka ekkert smá til að sjá hann og bara vera með honum...ekkert planað...nema að ég plata hann kannski í bíó með mér fyrst að hann er að koma í borgina...

Næsta vika...2 próf á þriðjudaginn og svo próf á fimmtudaginn...þannig að prófstressið heldur áfram...
Það er búið að vera drullu kalt hérna í húsinu núna...þegar að það fór að kólna...ofnarnir virkuðu ekki og læti...en svo kom einhver indælis maður og allir ofnar í húsinu fóri í gang...nema heilv...stofuofninn....þannig að ég skombera upp og tala við Manninn á evri hæðinni og hann kemur til að kíkja á þetta og sér skrúfar eitthvað og úr ofninum kemur blek...ekki að grínast...það var svars sem blek...allavega...og ég er með kenningu....


....Það er Kötturinn....já ég er viss um að drottningin er að dúlla við þetta þegar að við hin erum í skólanum....ég meina...afhverju þarf Dóa að kaupa alla þessa penna....eitthvert fara þeir....jább þannig fór fyrir kenningunni minni...

...Jæja nóg af kenningum í bili...góða helgi.

föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt nýtt ár...

Jæja jæja esskurnar...Gleðilegt nýtt á og þakka fyrir það gamla...vonani hafið þið átt góð jól og áramót. Og svo er 13ándinn á næsta leiti...eða á morgun...og þá verður rosa skemmtileg veisla í Fellshlíð...og það verður flugeldar og læti...og svo kakó og skúffukaka...eins og við höfum ekkert þarfari að gera...eða ekki ég þetta árið...en ég mun koma tvíelfd á næsta ári....

Við dömurnar...hehe...sitjum hér heima...og snítum okkur og ég sýg upp í nefið eins og ég fái borgað fyrir það....ég er með kenningu....á næturnar þega við Dóa sofum þá kemur kötturinn og skríður um gólf eins og hermaður með vísakortið hennar Dóu og opnar herbergisdyrnar mínar eins og í
Mission: Impossible, skríður upp í rúmið mitt og treður hárum lengst upp í nefið mitt þannig að ég mun aldrei ná því út nema að skera af mér nefið og skrapa það út...já ég held að þetta sé svona...allavega er ég að drepast í nefinu og ég hef engan til að kenna um þetta nema Fröken Júlíu...

Dikta á morgun...fyrst að læra læra læra læra...og svo smá læra...fyrir rafmagnsfræði í snyrtifræði...og læra smá meira...en svo á að skella sér á Dikta...og læra meira morguninn eftir...

Jæja nóg að rugli í bili....við heyrumst seinna...