
Fór að hitta gamallt ÚA gegni...það var rosalega gaman...Sátum á Bláu könnunni og sötruðum, sumir kaffi og aðrir eitthvað sterkara. Hitti þar fólk sem ég hafði ekki séð í mörg ár og svo var líka fólk sem komst ekki vegna einhverra orsaka. Þeirra var líka sárt saknað. Að góðu kvöldi loknu...eða ekki alveg loknu fór ég á Hlöðuball í Fnjóskadal og þar var stuð og fjör. Sumir voru nú aðeins of ölvaðir...nefnum engin nöfn hér nema að þessi aðili er karlkyns. Annars var þessi helgi bara alveg ljómandi.
Keypti mér flakkara á föstudaginn. Og verð að segja að þetta er alveg hreinasta snilld...og væri enn meiri snilld ef að ég gæti nýtt mér góða nettengingu hér heima...en neibb...verð að treysta á vini og vandamenn. Og fá þau bestu þakkir...þeir vita sem vita. Jæja ætla að fara að kíkja aftur á Charmed...alveg hægt að hlægja af þessu.
Þangað til næst.