fimmtudagur, september 23, 2004

Hjónaball

Hjónaball.....ansk....já eins og þið sjáið þa er ég í hjónaballsnefnd og á að elda mat og semja skemmtiatriði. Og eins og þið vitið þá er ég ekki mikið fyrir að fara upp á svið og fara með skemmtiartiði
Þannig er þetta skemmtiatriði sem ég á að fara með uppi á sviði. Þetta er að fara svooo mikið með mig að ég er búin að fá migreni og stressköst. Og það finndnasta við þetta allt saman er að þetta á ekki að vera svona mikið mál. Þetta er bara gaman þegar við erum að funda en svo fer maður að hugsa og þá er þetta ekki eins gaman
Já hjónaball uppfinnig frá heilvíti ef að þú ert í nefndinni.....annas alveg ljómandi skemmtun.
Maður borðar góðan mat og horfir á sveitungana sína gera sig að fíflum (semsat ég í þetta skiptið) og svo er ball á eftir og þá förum við öll að dansa og bara smá að sötra þannig er það nú.
Þetta var lýsinginn á hjónaballinu. Takk fyrir.

2 ummæli:

Dóa sagði...

Hvaða hvaða esskan mín!
þú átt svo eftir að rúlla þessu upp, ég hef fulla trú á því. Svo verðurðu svoo fegin þegar þetta er búið að það verður stanslaus gleði langt fram á morgun!

Guðrún K. sagði...

helllúúú
finally ertu Nörri með stóru N'i
Gaman að sjá þig á bloggi -
öss þú rúllar hjónaballi upp eins og öllu öðru min kæra !
love ya