sunnudagur, október 17, 2004

Veðurfar á Íslandi

Já eins og þið vitið þá er veðurfar á íslandi VOÐALEGA köflótt þannig að maður á ekki að verða hissa að vakna um hádegi og sá að það er allt hvítt úti en ég er orðin svooooo dekruð (meira en vanalega) að ég er ekkert sátt við þennan óþvera. Jú ég er stelpan sem á snjósleða inni í skemmu sem er að rikfalla en samt það á ekki að koma snjór strax. Ég á eftir að yfirfara hann þannig að þá á maður ekki að hafa snjó strax til að ég fari bara með hann út og það verður ekkert gert við hann því að ég er úti að keyra.
Svo er þetta bara svo leiðinlegt. Það á bara að koma 1/2 mánaðar stórhríð í lok nóvember og svo bara frost og gott veður til að það sé hægt að vera úti á sleða á aðfangadag. Já þannig finnst mér að þetta eigi að vera en er einhver séns að maður fái allt það sem maður vill.......held ekki allavega er ég ekki búin að vinna 132millj. í víkingalottóinu..... maður þarf nú samt að spila með til að vinna er það ekki?

1 ummæli:

Elva Björk sagði...

Ekki sakna ég íslensku veðráttunnar... Hér er enn haust!