mánudagur, desember 27, 2004

Áhugamál

Já það eru margskonar áhugamál hjá mönnunum eins og þau eru mörg...Hjá sumum er það íþróttir og öðrum fara út að borða en hjá mér er það snjósleðakeyrsla (og náttúrulega drykkja, en þeir sem að þekkja mig vita nú það þannig að það þarf ekki að taka það framm) Já þannig er það. Á fallegum vetrardegji eins og t.d. núna í dag þá er ekkert fallegra en að bruna um íslenska grund og fá bensínilminn.....umm.....Nema að núna á síðustu árum er eithvað að klikka í náttúrunni og það er bara ekki NÓGUR SNJÓR :( og það finnst mér nú bara ekkert sniðugt. En svo um daginn þá keypti Hermann sér fjórhjól og medesamme þá kom stórhríð þannig að þetta að allt farið að blómstra aftur þannig að ég skora á ykkur öll sem lesið þetta að fara og kaupa ykkur snjósleða ;o)

1 ummæli:

Guðrún K. sagði...

ég er sko farin að biðja um regn!!! ég er orðin hundleið á snjó og klaka - bara fá góða rigningu í viku eða svo með smá hita (má sko alveg fara yfir núllið í hita!) Þú mátt halda þínum snjó í þinni sveit... og fá minn líka!