Þannig er það í dag að það er drullu kalt...en rosalega fallegt veður...Of course....því að hún Dóa ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag. Þá er nátturlega alveg sjálfsagt að það sé fallegt veður fyrir hana....verst að hún er fyrir sunnan en ekki hérna í norðri.....vona bara að það sé gott veður þar líka.
Já elsku kellingin mín til hamingju með ?? afmælið!!!!!! Kyss...kyss...smu...smuuu ;)
Þannig er það nú við nálgumst öll þennan aldur sem allir hræðast....þú lætur nú mann vita ef þetta er óbærilegt ;)
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir kveðjuna mín kæra.
Ég er enn á lífi eftir afmælisdaginn ógurlega, einhver sagði að ég hefði bætt við hrukku - hann fékk spark í sköflunginn :o) Annar sagði að ég hefði nú stækkað, og ég býst auðvitað við að það sé á þverveginn, þannig að hann fékk spark í sköflunginn :o)
Þetta hljómar eins og ég hafi gengið um á afmælisdaginn og sparkað í fólk, en það var ekki raunin, tók þessu öllu með jafnaðargeði - eins og mér einni er lagið.. huhumm..
Þúsund knús og kossar úr borg óttans!
Dóa þú ert hetjan mín, fyrst til að verða 20, fyrst til að verða 25 og fyrst til að ...... já að verða aftur 25....
Skrifa ummæli