sunnudagur, apríl 17, 2005

Já þá er það búið í bili.
Aðgerðin sem að ég fór í núna gekk vel, gátu ekki alveg lokað minnstu æðunum en það ætti ekki að stækka eins fljótt aftur. Þannig að ég þarf kannski ekki að mæta aftur efir 6 vikur eins og síðast.

Dóa er loksins búin að fá ammælisgjöfina og var ROSALEGA ánægð.....Fór daginn eftir með Britney í skólann og brenndi poppið þannig að þetta virkar eins og það á að gera.

Já maður er komin heim og heldur að maður geti slappað af og látið lærið læknast...en neiiiii...þegar maður er orðin fullorðin....allavega að verða.....og er í sveit þá er bók hér í Suður Þingeyjarsýslu sem heitir Byggðir og bú og hún er með myndum að öllum bægjum og öllu heimilisfólki á bæjunum.....og núna er myndatökumaður að koma hingað og taka mind af mér og ég er ekki sérlega ánægð með það....Hef aldrei verið sérstaklega hrifin af myndatöku ef þið skiljið hvað ég meina. Já og hann er á leiðinni og ég veit ekki hvort að ég á að vera úber hott eða bara ekki svo hott....síðasta bók kom út ’85 og fólkið er verulega hallærislegt í henni.....mjög fáir sem eru bara venjulegir......vanalega gamlafólkið því að það var bara í jakkafötum og sparikjólum sem eru svona plain. Unga fólkið er með sítt að aftan og í stórmunstruðum fötum og með permanett sem er ekki eins og það séu ekta krullur heldur eins og einhver hafi fengið stuð.....Þess vegna er ég með oggopoggó áhyggjur af því í hverju ég er því að þessi bók er þannig að allir eiga eftir að skoða hana í 20 ár og kíkja hvenær maður er fæddur og svoleiðis og maður er nú ekki mikið fyrir að láta skoða sig nema myndin sé þokkaleg og ég vona að hún verði það. Allavega eins góð og hún getur orðið.

Ég verð bara að slappa af í næstu viku svo er ég að hugsa um að fara að vinna aftur ½ daginn.

Ég læt ykkur vita hvernig þetta alltsaman gengur.

Bara svo einn......
If you have large breasts, marry the first man who looks you in the eye.

Engin ummæli: