föstudagur, maí 20, 2005

Jæja við komust ekki áfram í Eurovison....ekki kannski skrítið því að við erum nú bara lítið peð útí ballarhafi þannig að engir vita hverjir við erum nema að við erum hvaladráparar....Fannst hún Selma okkar bara standa sig vel fötin flott (þó að ég myndi ekki láta sjá mig í þessu en það er nú bara vegna þess að ég yrði eins og rúllupylsa) að vísu fannst mér ég ekki heyra alminnilega í henni til að byrja með og gylltu föt stelpnanna ekki sjást nógu vel. Það var nú líka lýsingin...svo er þetta bara eins og Selma sagði að þetta væri orðið svo mikið sirkusatriði að það er erfitt að toppa það....nema að fara bara með Rómeó og Júlíu út á næsta ári.

Ég hafði að orði að ég væri nú alveg þokkaleg rúllupylsa og ekkert að kvarta nema að mér finnst full langt gengið að maður fái ekki að ættleiða barn nema að vera 1,70 og 40 kíló eins og er að koma á daginn.....hvað getur þú verið viss um nema að þessi 40 kg kona verið orðin 120 kg eftir 4 ár og sú sem er 120 kg verið orðin 60 kg áður en 4 ár eru liðin.....Það er nú bara ekki hægt að halda því fram að feitt fólk geti ekki alið upp börn.....jæja búin að fá smá útrás á þessu..

Veðrið er nú bara eitt til að arga yfir það átti að vera garðveisla í afmælinu mínu 3. júní en ég sé ekki fram á það...verð líklega að láta ömmu skaffa öllum sem koma lopapeysu þannig að þeim veri ekki kalt....Og Dóa ég fer ekki í lónið ef það er svona kalt næstu helgi...birrr...norðan kaldi og snjókoma....Já þannig er nú veðrið í Blíðunni hérna fyrir norðan

Ætla að hætta núna áður en ég fer yfir um af þessu kjaftæði sem er í gangi hér á Íslandi.....Og í veðrinu.......Já og meðan ég man á ekki að kjósa Noreg á laugadags-kvöldið...það ætla ég að gera....

1 ummæli:

Elva Björk sagði...

Ertu að segja mér í alvöru að þeir meti foreldrahæfileika eftir vigtinni? Ég á ekki aukatekið orð! Ekki prenthæf orð allavega! Er að taka mig til fyrir júrovisjónpartý - held ég komi til að styðja Norðmenn líka, þótt ekki væri nema bara fyrir silfurlitaða samfestinginn! Verður samt ekki eins gaman án ykkar Dóu... :o/