Ætlaði bara aðeins að láta vita af mér...ég er enn á lífi og það er rosa gaman í vinnunni. Þetta er fínn staður. Það eru snyrtistofa, hárgreiðslustofa og svo eru sjúkranuddarar þarna líka....og ekki skemmir fyrir að það er fatabúð þarni líka á hæðinni.
Versló...þá vorum við bara heima ég og Hermann...stelpurnar komu til mín og við (Hermann) grilluðum, fyrst lamb, svo humar og síðast ananas...sem síðan var dýpt ofan í malibú/súkkulaðisósu...ummmm....ekki slæmt það...
Núna er Dóan flutt til Amsterdam með viðkomu í Köben...væri til í að fara og hitta Elvu í Köben...væri örugglega gaman að fara í nóvember...þá er farið að vera jólalegt og þá er skilda að fara í Tivolí......
Jæja það er best að koma sér heim og slaka á eftir skemmtilegan vinnudag....sorry stelpur ég er ekki búin að fá leið á þessu þó að skólinn hafi verið erfiður....þetta er bara rosa gaman....en erfitt...
Hafið það gott esskurnar...þar til síðar....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli