þriðjudagur, september 25, 2007

Bernskan...



Já bernskan er misjöfn hjá fólki, eins og fólk er margt....vá...þetta var "deep"....en já ég er búin að vera að skanna myndir frá því að ég var lítil og setja inni í tölvuna til að geta átt þær og setja kannski sumar inn í ramma til að sýna fólki hversu fallegur maður er....því jú ég hlít að vera fallegasta stórslys sem hefur verið í manna mynnum.

Sumarfrí!!

Já núna þessa stundina er ég í sumarfríi...og hvernig er þetta....jú það er snjór...ekki alveg hvítt en í grænu grasinu er snjór líka....ekki voðalega sumarlegt...en samt...þá er það bara að gera allt klárt í húsinu sínu...núna erum við nebblega að brjóta allt í forstofunni okkar til að setja gólfhita svo að Blíðu verði ekki kallt á kvöldin...allt fyrir giktarsjúklinginn okkar...það skemmir ekki fyrir að það sé líka fljótlegra að þurrka upp bleytuna sem kemur á gólfið hjá okkur en aðalega er þetta fyrir hundinn okkar...hehe


Jæja þá ég búin í bili...smá sýnishorn af því sem ég var að gera...ég og mamma saman

Engin ummæli: